Leita í fréttum mbl.is

Framsókn lúffar

Mikið er ég feginn að þessi vonda og vanhugsaða tillaga um breytingar á stjórnarskrá náði ekki fram að ganga. Í bili. Það hefði verið hrein hneisa ef hún hefði hlotið afgreiðslu frá Alþingi, bæði vegna innihalds hennar og vinnubragðanna.

Ég skil raunar ekki hvað framsóknarmönnum gekk til með þessu lélega leikriti, sem eyddi viku af síðustu dögum þessa þings í nákvæmlega ekki neitt. Engum kemur til hugar að þeir — bróstvörn kvótakerfisins — hafi meint eitthvað sérstakt með þessu, það var vitaskuld galin hugmynd að reyna óforvarandis að knýja í gegn stjórnarskrárbreytingu á síðustu metrum þingsins, enn klikkaðra var þó að reyna að koma í stjórnarskrána grein sem eykur óvissu í stað þess að eyða henni og loks komu þeir upp um heilindi sín á þjóðþinginu með því að líta stjórnarskrána sem leikfang í pólitískum hráskinnaleik.

Framsóknarmenn voru þó ekki einir um að koma hljóta slæma dóma fyrir frammistöðu sína í absúrdleikhúsinu við Austurvöll. Það er t.d. óskiljanlegt hvernig forysta Sjálfstæðisflokksins lét hótanir um stjórnarslit hræða sig til þess að taka mark á þessu þvaðri. Á hinn bóginn tel ég að þjóðin standi í þakkarskuld við nokkra af hinum ungu þingmönnunum í Sjálfstæðisflokknum, sem sýndu siðferðisstyrk og dug við þessar sérkennilegu aðstæður. Sigurður Kári Kristjánsson greindi t.d. frá því opinberlega að sér væri ófært að lýsa yfir stuðningi við frumvarpið og vakti þannig eflaust marga til umhugsunar um það. Þá vakti framganga Birgis Ármannssonar, formanns sérnefndar um stjórnarskrármál, og Bjarna Benediktssonar einnig athygli og aðdáun fyrir vönduð og varfærin vinnubrögð í þessu veigamikla máli, en þau einkenndust af bráðnauðsynlegri virðingu fyrir stjórnarskrá lýðveldisins, sem hefur hreint ekki verið áberandi á þingi síðustu daga. Þessi þrenning situr í sérnefnd um stjórnarskrá og eru allir lögfræðingar. Lærifeður þeirra í lagadeild geta verið stoltir af þeim og landslýður allur raunar.

Sumir hafa viljað gagnrýna stjórnarandstöðuna fyrir ístöðuleysi og óheilindi í málinu. Ég get tekið undir það að málflutningur hennar var nokkuð flöktandi og helgaðist ljóslega af pólitískri hentisemi í aðdraganda kosninga. Af því að sjálf stjórnarskráin átti í hlut er það auðvitað alvarlegra en aðra daga. En bjuggust menn við einhverju öðru? Það er þetta sem stjórnarandstaðan gerir.

Fyrst og síðast er skömmin þó framsóknarmanna, sem fóru fram af alefli til þess að taka snúning á stjórnarskránni í þágu óskiljanlegra stundarhagsmuna. Og þeir voru allir sem einn tilbúnir að taka þátt í ruglinu. Það er rétt að minna á það nokkrum sinnum í komandi kosningabaráttu og á komandi árum.

En má ekki treysta því að Siv hætti? 


mbl.is Ásakanir á báða bóga eftir frestun auðlindaákvæðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er kominn tími til að ungu lögfræðingarnir sýni einhvern sjálfstæðan vilja, þeir eru jú í Sjálfstæðisflokknum ekki satt. Þeir gerðu nú lítið af því á sínum tíma þegar Davíð Oddsson var að rugla með fjölmiðlafrumvarpið þá skriðu hvolpar íhaldsins undir sófann á meðan hann gelti ólundarlega. Nú er hann farinn, hvolparnir orðnir vaxnir og þora frekar að gjamma með Geir Haarde við stjórnvölinn. Jú, þetta er framför!

Haukur Nikulásson, 16.3.2007 kl. 10:05

2 Smámynd: Andrés Magnússon

Er það nú alveg rétt munað? Ég held einmitt að Bjarni hafi í því máli fyrst vakið þjóðarathygli fyrir framgöngu á borð við þá, sem að ofan var lýst. Í því máli held ég raunar að það hafi fremur verið sumir liðsmenn stjórnarandstöðunnar, sem komu út úr skápnum sem kjölturakkar. Flestir notuðu þó bara tækifærið til þess að koma höggi á ríkisstjórnina eins og góðri stjórnarandstöðu sæmir, en afleiðingarnar voru hinar sömu.

Andrés Magnússon, 16.3.2007 kl. 10:28

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Mér er fyrirmunað að fyllast einhverri lotningu á framferði Alþingis í þessu máli.  Hvorki þeim,s em hliðhollir voru setningu ákvæðisins um þjóðareign á auðlindum eða hinum, sem töldu sig knúna til, að verja hagsmuni LÍÚ.

Þjóðarhagur er langtímamál en hagur tiltekinna manna er skammtímamál og ber að gera þar á stóran greinarmun.

Þegar legra gengur munu afkomendur okkar bítast um stundarhagsmuni og vona ég innilega, að þá verði um einhverja hagsmuni að rífast.

 Þeir sem kyrfilega gegnisfelldu sig í þessari umræðu eru einmitt lærifeður téðra lögfræðinga.

Núna víkur svo við, að þeir belgdu sig mjög í umræðuni um neitunarvald forseta í Fjölmiðlamálinu.  Byggðu lögskýringar sínar mjög á títtnefndum  ,,VILJA LÖGGJAFANS" um þetta voru rritaðar lærðar og innblæásnar greinar og við lá, að menn hefðu komist við, svo hjartnæmar voru skýringar þeirra á hvað hafi verið vilji okkar bestu manna, sem þá sátu á Alþingi og hve mjög þeir höfðu verið viljugir til, að neitunarvaldið væri raunverulegt og virkt, þó svo aðrir forsetar hefðu nú álitið öðruvísi og jafnvel þeir sem áður sátu á þessu Alþingi.

Nú er ekkert með ,,vilja löggjafans" að gera, ekkert að marka, þó stór meirihluti hafi tjáð sig í þa´veru, að koma ætti auðlindum okkar öllum í þjóðareign.  Þessir blessuðu lögspekingar virðast ætla almenningi gullfiskaminni.

virðing mín fyrir þessum spekingum hefur beðið verulegt hnekki og einnig skil ég ekkert í þeim sem spyrja þá útúr á fjölmiðlunum, að þeir muni ekki svona stutt aftur í tímann.  En við þ´vi er svosem ekkert að búast, hér er allt að hallast að Kana-kerfinu, vhar flest er til sölu og hagsmunir ráða.

keveðjur

Miðibæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 16.3.2007 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband