Leita í fréttum mbl.is

Dauflegur lokasprettur

Umræðuþáttur stjórnmálaleiðtoganna í gærkvöldi var upplýsandi, en ekki var hann nú ýkja skemmtilegur eða til þess fallinn að skerpa skilin fyrir kjósendur. En þegar hér er komið í kosningabaráttunni eru það kannski ekki karp um einstök málefni, sem mest áhrif hafa á kjósendur, heldur fremur persónuleg frammistaða, ímynd og útgeislun. Í þeim efnum veittist ýmsum betur.

Ég fékk að vísu ekki séð að ímyndarráðgjafar hafi komist í tæri við stjórnmálaleiðtogana nema Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem bar af í klæðaburði. Karlarnir voru hins vegar allir fremur gráir og guggnir í því samhengi; helst að Jón Sigurðsson hefði valið sér bindi, sem tískulöggur gætu fellt sig við. Hvað framkomuna áhrærði voru leiðtogarnir flestir sjálfum sér líkir. Geir H. Haarde var öryggið uppmálað og óneitanlega sá eini, sem bar með sér fas forsætisráðherra. Mér fannst Ingibjörg Sólrún líka standa sig vel, þó á annan hátt væri, hún var brattari en maður hefur séð hana um langan tíma og það kann að hafa sitt að segja.

Sem fyrr segir er ég efins um að kappræðan í Kastljósinu hafi haft mikil áhrif á lokasprettinum. Gæti trúað því að kosningaþáttur Stöðvar 2 á miðvikudagskvöld hafi reynst sá vettvangur, sem mótaði afstöðu flestra óvissra kjósenda. Þátturinn bar líka af sem gull af eir þegar litið er til kosningaaðdraganda sjónvarpsstöðvanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband