Leita í fréttum mbl.is

Frí á fríi

Ég hef ekkert bloggað að undanförnu, aðallega vegna þess að ég hef verið að njóta sumarleyfis í þessari miklu blíðu undanfarnar vikur, en við höfum lagst í ferðalög hér innan lands. Síðan skal ég líka játa, að ég hef öðrum þræði verið að forðast það að hólfa niður líf mitt í bloggheimum. Ég þekktist boð um að hreiðra um mig á Eyjunni, en ég vil ekki hætta að blogga á Moggablogginu (þó ekki væri nema til þess að skaprauna Stebba Páls). Ég hugsa að ég reyni að skipa því þannig að á Eyjunni fjalli ég fyrst og fremst um fréttir og atburði líðandi stundar, en á Mogga stingi ég fremur niður penna um annað það er fangar hugann. Sjáum til.

Bloggskrifin velta líka á því hvernig manni endist tími og andagift, því sannast sagna er maður oft býsna tæmdur eftir hin daglegu skrif í Viðskiptablaðið. Þar fyrir utan er mér síðan fremur illa við það að skrifa ókeypis, því það er af skrifum, sem ég og fjölskyldan höfum lífsviðurværið. Mín heittelskaða eiginkona umber bloggið sem sérkennilegt áhugamál bóndans, en ég veit að henni gremst sá tímaþjófur stundum. En kannski maður selji bara auglýsingar á síðuna og græði milljónir. Og kannski ekki.

En hér sit ég í yndislegu veðri vestur á fjörðum, á stéttinni hjá Langa Manga á Ísafirði nánar tiltekið, svala mér á einum ísköldum og drekk í mig götulífið hér um leið og ég bergi á Netinu þráðlaust. Ég verð að minnast á það að hjá Langa Manga er kaffið sko ekkert slor heldur, með því betra á landinu.

..................

Biðst forláts á því að útlitið á Eyju-bloggnum mínum er ekki upp á marga fiska og viðmótið enskuskotið. Laga það er ég kem úr fríinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband