Leita í fréttum mbl.is

Hvar er Íslandsdeild Amnesty?

Ég bara spyr: Hvar er Íslandsdeild Amnesty? Hér á landi er fjöldi pólitískra fanga og hið opinbera kemst upp með að brjóta alþjóðasáttmála, stefna samskiptum við vinveitt ríki í hættu og vera á mála hjá erlendum stórfyrirtækjum.

Eða svo skilst manni á „frétt“, sem Saving Iceland hefur sent frá sér, en samkvæmt henni eru dauðasveitir Ríkislögreglustjóra og Rio Tinto í óða önn við að smala saman frelsissveitum stóriðjuandstæðinga. Ætli það verði settar upp bráðabirgðafangabúðir á þjóðarleikvanginum? Manni sýnist að Kynþáttaeftirlitið hafi komið að málum með því að mæla út „utlendigar“ þegar önnur ámóta „frétt“ er lesin á vef samtakanna.

Baráttuaðferðir þessa hóps dæma sig auðvitað sjálfar og hugmyndafræðingana, sem að baki standa. En maður skyldi samt ekki vanmeta skaðann, sem slíkir hópar getað valdið. Ekki endilega hér á landi, heldur ekki síður erlendis með svona málflutningi. Allur almenningur mun seint sjá rausið, en svona „fréttir“ eiga aldeilis upp á pallborðið vinstrivillingunum, sem vilja trúa nánast hverju sem er, svo framarlega, sem það styður óra þess um stóru samsærin. Og slíkt getur hratt undið upp á sig með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, eins og menn þekkja af hinum fjölþjóðlega flokki iðjulausra róttæklinga, sem ferðast um heiminn til þess að valda óeirðum í kringum alþjóðlegar efnahagsráðstefnur og ámóta.

Það er eitthvað, sem vert er að hafa áhyggjur af. Ekkert er þessu fólki greinilegar kærar en að gerast píslarvottar. En það vill ekki borga sektir, beinlínis til þess að sitja inni, svo það geti skreytt sig með stolnum fjöðrum og sagst vera „pólitískir fangar“, sem auðvitað gerir lítið úr raunverulegum pólitískum föngum hvarvetna. Það fagnar refsivistinni, svo þá er rétt að spyrja sig hvaða refsing geti mögulega verið við hæfi. Það má víst ekki flengja það á beran bossann á torgum úti, þó slík niðurlæging væri líkast til best til betrunar þeirra fallin. En mér finnst að þá ætti réttvísin að krefjast annarar refsingar, auk fjársekta og varðhalds til vara. Til dæmis brottvísunar útlendinga úr landi og nokkurra ára banns við ferðalögum hingað, Schengen-banns við fólki utan þess og færslu á gátlista Schengen-kerfisins (SIS) fyrir alla. Ætli það væri ekki refsing, sem kæmi við kaunin á kónunum?

Mönnum kann að finnast það harkaleg viðbrögð, en þá ættu þeir að hafa hugfast að þetta eru nákvæmlega sömu aðferðir og notaðar eru gegn fótboltabullum í Evrópu. Hver er munurinn á þeim og Saving Iceland


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Opinberar flengingar á Ingólfstorgi væru ekki vitlausar ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 30.7.2007 kl. 21:56

2 Smámynd: Andrés Magnússon

Já, það mætti setja upp kagann þar á ný í samstarfi við Sögufélag. Síðan væri við hæfi að rassskella liðið með bleikum sykurlagði svo börnin híi örugglega á það. Ætli það fyndist harðari refsing?

Andrés Magnússon, 30.7.2007 kl. 22:11

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Tja, Ann Coulter talaði eitt sinn fyrir því að þetta væri eina refsingin sem dygði á meðlimi glæpagengja í Bandaríkjunum. Það þætti bara svalt að vera settur í fengelsi í slíkum hópum en það væri kannski ekki eins svalt að hafa verið flengdur á almannafæri.

Hjörtur J. Guðmundsson, 30.7.2007 kl. 22:54

4 identicon

Í einum fréttatíma tala liðsmenn Saving Iceland um borgaralega óhlýðni, enda þjóni tilgangurinn meðalið. Heill þjóðar og framtíðar Íslands sé í húfi. Með því að tala um borgaralega óhlýðni eru þessir þokkapiltar búnir að viðurkenna glæpinn, enda þó þeir tali í næsta fréttatíma um að þeir séu pólitískir fangar. Svona rekst hvað á annað, í undarlegum málflutningi þessara samtaka. Liðsmaður þeirra, hjúkrunarfræðingurinn Siggi pönk, fékk við sig fínt viðtal í Kastljósinu í fyrri viku en svo segja þessir "aðgerðasinnar" að eðlilegt hefði verið að fulltrúi þeirra sæti í Kastljósinu sl. föstudagskvöld, og svaraði fyrir fréttir um að þau fengju greiðslur fyrir að vera handtekin af lögreglu. Í umræddu Kastljósi talaði Agnes Bragadóttir um "atvinnuauðnuleysingja" - og greinilegt er að það hefur eitthvað farið fyrir brjóstið á Saving Iceland. Skelfilega þolir þetta lið gagnrýnina illa!!

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 23:34

5 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Hvaða heilvita manneskja vitnar blákalt í Ann Coulter?

Þessi lygatæfa sem er ekki húsum hæf fyrir sorakjaftinn sem upp úr henni vellur? Ég tel reyndar ekki rétt að hún þekki ekki mun á réttu og röngu, því þá hefði henni ekki tekist að velja hið ranga í 100% tilfella,  enda væri slíkt líkindafræðilega ómögulegt.

Elías Halldór Ágústsson, 31.7.2007 kl. 10:24

6 identicon

Hvað er fólk að láta þetta fara svona rosalega í taugarnar á sér? Frá mínum bæjardyrum séð hefur þetta verið afar friðsamlegt og frekar aumt. Sé hægt að tala um glæpi þessa fólks þá eru þeir minniháttar og ekki þess eðlis að brotvísun af landi hvað þá að líkamlegar refsingar séu réttlætanlegar. Er ekki í lagi heima hjá ykkur?

Það hefur löngum verið talið mikilvægt í þessu landi að ein lög gildi í landinu og ekki held ég að þið vilduð búa í landi þar sem þið gætuð búið við að verað flengd eða vísað úr landi vegna þess að þið hefðuð tekið þátt í mómælum sem ekki hafði verið kynt til yfirvaldanna.

Ekki fyrir löngu kom upp á síðum vefsins hugmyndir um líkamlega refsingu gagnvart stráki sem einhverjir töldu hafa misþyrmt hundi. Ekki hefur landinn lært mikið!

Héðinn Björnsson (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 17:55

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Elías Halldór:
Nú er það nú orðið bannað? Það er nú einu sinni svo að flestir eiga það sennilega til að segja eitthvað af viti, meira að segja kemur það sjálfsagt fyrir í þínu tilfelli líka ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 31.7.2007 kl. 21:33

8 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ég bara spyr: Hvar er Íslandsdeild Amnesty? Hér á landi er fjöldi pólitískra fanga og hið opinbera kemst upp með að brjóta alþjóðasáttmála, stefna samskiptum við vinveitt ríki í hættu og vera á mála hjá erlendum stórfyrirtækjum. Leggjum aðeins út af þessu.

Hvað kallar þú öldruð hjón sem þurfa aðstoðar við eftir harða lífsbaráttu. Einu úrræði hjá einni "auðugustu" þjóð heimsins, er að vista þau á stofnunum á sitt hvoru landshorninu. Er ekki brýn þörf á, einmitt Amnesty. Þetta eru bara pólitískir fangar.

Úr því minnst er á kagann, hvernig er með opinbera starfsmenn sem fremja tæknileg afglöp í starfi og hagnast fjárhagslega? Mér persónulega litist betur á kaghýðingu kl. 15:00 fyrsta sunnudag hvers mánaðar á Austurvelli heldur en uppreist æru byggða á flýtimeðferð misskynsamlegra gæslumanna nýríkra stuttbuxnastráka þegar uppreistarvaldið hefur gengið afsíðis um sinn.

Nei Andrés það er hrein skömm að því að jafn gamalreyndur fjölmiðlamaður og þú ert, skuli sí og æ falla í þá gryfju að mismuna fólki. Hvaða lög var þetta fólk að brjóta? Var afbrotið einungis það að þau kusu að vera á móti því að eyðileggja náttúruna.

Gáðu að því góði maður að lífið á vonandi eftir að halda áfram um sinn en einungis að því gefnu að mannkynið fari sér ekki að voða með heimskulegum uppátækjum eins og að styðja linnulaus dráp á hverju öðru vítt um veröldina sem geta ekki endað með öðru en því að einhver missir þolinmæðina og tekur í kjarnorkugikkinn. Hvað ætla stóriðjumenn að gera þá?

Þórbergur Torfason, 31.7.2007 kl. 21:38

9 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þórbergur:
Það er eitt að mótmæla einhverju en allt annað að haga mótmælum sínum þannig að þau valdi öðrum eignatjóni eða skerði réttindi þeirra að öðru leyti, s.s. ferðafrelsi. Það er ekkert að því að þetta fólk mótmæli, en það er hins vegar engan veginn ásættanlegt að það geri það með þeim hætti sem áður er minnzt á.

Hefði haldið að þetta væri frekar augljóst.

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.8.2007 kl. 02:37

10 Smámynd: Daði Einarsson

Nokkuð fyndið að heyra fólk tala um pólitíska fanga sem fólk sem hefur brotið lög og er þess vegna sett í fangelsi eða ferðafrelsi þeirra er takmarkað vegna rannsóknar máls.  Það gerir lítið úr alvöru pólitískum föngum sem þurfa að þjást vegna skoðana sinna árum saman.

Daði Einarsson, 1.8.2007 kl. 07:57

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel svaraði Hjörtur Elíasi Halldóri. Og það má Ann Coulter eiga, hversu margt vitlaust sem hún kann að hafa sagt um ævina (sem mun víst stórlega orðum aukið í munni vinstrimanna), að hér mæltist henni þó afar vel og athugandi að taka hér upp slíkar refsingar í viðvörunarskyni -- gæti sparað okkur heilmikið í fangelsisútgjöldum.

Takk fyrir þarfa grein, Andrés.

Jón Valur Jensson, 6.8.2007 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband