Leita í fréttum mbl.is

Hindurvitni og heilbrigðisstéttir

Dr. Kwac's Quick Cancer Cure

Vildi vekja athygli á nýrri færslu Péturs Tyrfingssonar á Eyjunni, en sá góði herra skrifar alltof sjaldan. En hann skrifar alltaf þannig, að tíma manns er vel varið í lesturinn. Að þessu sinni færir hann í tal kerlingarbækur, kukl og skottulækningar, sem virðast njóta skjóls eða afskiptaleysis heilbrigðisstétta. Orð í tíma töluð. Ein glefsa:

Við höfum öll stjórnarskrárbundinn rétt til að vera heimsk og vitlaus og boða öðrum galskapinn. Aftur á móti er okkur bannað það ef við höfum tekið okkur á herðar ábyrgð læknis, sálfræðings, hjúkrunarfræðings o.s.frv. Almenningur verður að geta treyst þessum fagstéttum og þeim er gert að byggja störf sín á vísindalegri þekkingu. 

Nú er ég þeirrar skoðunar að fólki eigi að vera frjálst að leita þeirra lækninga, sem því sýnist. En meðan hér er við lýði einokun miðaldagilda í heilbrigðisiðnaði verða þau að lúta ströngum skilyrðum. Einokunin er veitt á þeirri forsendu að gildin búi yfir einstakri þekkingu; fyrir vikið fá þær aðgang að meðölum, sem öðrum er bannaður nema að þeirra ráði, og fær þeim í hendur vald um líf og dauða. Leggi þær skottulækningar af þessu tagi að jöfnu við eigin fræði, þá er grundvöllur einokunarinnar brostinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband