Leita í fréttum mbl.is

„Þetta er hneyksli“

Það var mikið að gera í síðustu viku og því voru fréttayfirlitin í fjörugra lagi. Þar var alls kyns fólk kallað til með misjöfnum árangri eins og gengur, enda varla við öðru að búast í þessu flókna máli, þar sem leyndarhyggja og pukur hefur einkennt allan gang þess. Það eru enda enn að dúkka upp nýir og dularfullir flestir á því og mig grunar að það séu ekki kurl til grafar komin.

Einn álitsgjafinn vakti þó nokkra furðu hjá mér. Af öllum mögulegum datt minn gamli vin og samstarfsmaður Gunnar Smári Egilsson inn í Ísland í dag á Stöð 2 hjá þeim stöllum Ingu Lind Karlsdóttur og Svanhildi Hólm, þar sem hann og Illugi Gunnarsson, annar vinur minn og þingmaður, fóru yfir nokkra þætti málsins. Ég áttaði mig ekki alveg á því hvað Smári var að gera þarna. Hann sést orðið sáralítið á Íslandi og heldur sig aðallega úti í heimi, þar sem hann stýrir fjölmiðlaumsvifum Baugsmanna erlendis. Var nokkur von til þess að hann hefði meiri þekkingu á málavöxtum og álitaefnum Orkuveituóperunnar en hver annar ferðamaður?

En svo tekur hann til máls og það næsta tæpitungulaust.

Já, þetta er hneyksli. Og hann gefur eindregið til kynna að fleira eigi eftir að koma á daginn, sem eigi eftir að reynast Birni Inga Hrafnssyni erfiðir. Það er algerlega augljóst að þetta er Smári ekki að segja út í loftið og þetta er ekki almennt á álit. Hann býr yfir einhveri vitneskju um einhver frekari óhreinindi og þess vegna skildi ég allt í einu hvað Smári var að gera þarna í þáttinn. Hann var beinlínis gerður út af örkinni til þess að segja þá. Blasir ekki við að Baugur — óbeinn aðaleigandi Geysir Green Energy — hefur fengið nóg af Birni Inga og kompaníi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú er ég ekki nógu fróður um verðbréfaheiminn og lög um viðskiptasiðferði, en er ekki eitthvað í þessu sem tengist svokölluðum innherjatengslum, sem ólögleg eru?

Jón Steinar Ragnarsson, 14.10.2007 kl. 22:27

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hver bar ábyrgð á málum Orkuveitunnar skv stjórnarsáttmála B & D? hver gerði tillögu um stofnun REI? hvaða flokkur átti stjórnarformann OR? hvaða flokkur átti alls tvo menn í stjórn OR? úr hvaða flokki er borgarstjórinn sem sat í stjórn OR? og hver er að reyna dömpa ábyrgð sinni á OR á Björn Inga?

Helgi Jóhann Hauksson, 15.10.2007 kl. 00:34

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Helgi, ég held að ad hominem eigi ekki við hér. Sökudólgarnir eru ekki viðfangið heldur siðferðið. Þennan spillingarfarveg þarf að uppræta og mér virðist allir sekir um blindni og veiklyndi í þessu. Ef þetta verður ekki krufið mun  þetta ganga af sjálfstæði okkar dauði á nokkrum árum. 

Jón Steinar Ragnarsson, 15.10.2007 kl. 04:38

4 identicon

Sæll Andrés 

     Málið snýst eingöngu um þennan villu ráfandi sauð sem nú er ljóst að hann Vilhjálmur fráfarandi borgarstjóri er í þessu máli.  Hvernig getur borgarstjóri skrifað undir milljarða samning án þess að lesa hann og svo mikið sem kynnt sér málið ?  Samt er hann með trúnaðarvin sinn þarna inni í stjórn orkuveitunnar?  Það er orðið slæmt þegar vinur hans er farinn að væna hann um lygar.  Sannleikurinn er sagna bestur og það væri best fyrir hann að hætta þessu yfirklóri með þessum lygum, hann er hvort sem er búinn að skíta í deigið.  Það er því mikið þjóðþrifa verk að koma þessum vanhæfa borgarstjóra og meirihluta frá völdum.  

 KV. Stefán Guðmundsson

Stefán Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband