Leita í fréttum mbl.is

Gallar á gjöf Kjarvals

Meistari Kjarval og dr. Bjarni Benediktsson.

Ekki ætla ég að draga í efa að dómurinn sé réttur, þó manni kunni að þykja nokkurt ranglæti í. Ég hef enda ekki allar forsendur til þess að meta það og þekki raunar ekki mikið meira en af stöku skrifum Ingimundar Kjarvals, sem hefur að vonum verið mikið niðri fyrir. Af dóminum og vitnisburði, sem þar er til greindur, virðist manni þó ljóst að Jóhannes S. Kjarval hafi verið með fullum mjalla þegar hann ákvað að gefa borginni verkin og hafði rúman tíma til þess að íhuga málin og snúast hugur ef því hefði verið að skipta. Það segir þó sína sögu um efnin í málinu að Hæstiréttur, líkt og héraðsdómur Reykjavíkur, dæmir að málskostnaður skuli niður falla.

Hins vegar verð ég að játa að ég skil ekkert í Reykjavíkurborg að hafa ekki fyrir langa löngu reynt að semja við dánarbúið um sanngjarnar bætur til þess án nokkurrar viðurkenningar, þó ekki væri nema til þess að koma málinu út úr heiminum. Borgin hefur reitt fram 580 milljónir króna fyrir minni verðmæti af minna tilefni. Það er ekki of seint fyrir borgina að sýna það veglyndi núna.

Eins er ég fremur efins um þessa hneigð á síðustu áratugum að safna sem mestri og bestri list í opinber söfn. Hugmyndin er sjálfsagt sú að tryggja varðveislu hennar og að allur almenningur fái notið hennar. Raunin er hins vegar allt önnur, hvort sem er hér á landi eða annars staðar. Hin opinberu söfn standa sig síst betur en einkasafnarar við varðveisluna, alls ekki, og megnið af dýrgripunum rykfellur í geymslum engum til yndis. Eini ábatinn felst í skráningu verkanna. Jú, svo er annar: með þessu móti er verð þeirra verka, sem enn eru á einkamarkaði, miklum mun hærra og á einskis færi nema auðkýfinga.


mbl.is Dánarbú Kjarvals á ekki myndir Reykjavíkurborgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já ég er sammála þessu og hefði viljað sjá annann dóm sem einhvern veginn miðlar málum betur. Það væri afar gott útspil hjá borginni að bjóða afkomendum eitthvað, siðferðislega og pólitískt séð.

Ólafur Þórðarson, 28.2.2008 kl. 19:00

2 identicon

Ég ætla ekki að nota stór orð um skrif þín og þá litið eftir að segja, en við þó setja þetta inn úr sjúkraskýrslu um afa frá 29. jan. 1969  tvo mánui eftir þennan meinta munnlega gjafagerning. Afi þá lagður á geðdeild þar sem hann lést  :

Núverandi geðhorf: Við innlagningu er sjúkl. allgjörlega ruglaður, skynjar þó auðsýnilega að hann er á sjúkrahúsi, að öllum líkindum ekki áttaður á stað og stund, fullkomlega óraunsær á ástand sitt allt tal samhengislaust, sýslar við dót sitt í tilgangsleysi, vill láta hringja í bíl fyrir sig og fara í burtu.

Ég í raun ánægður með þennan úrskurð, skömmin verður að vera í hlutfalli við níðingsverkið. Pabbi og Ása, börn Kjarvals látin og níðingsverkið framið á þeim, ágætt að þetta dragist nokkur ár í viðbót áður en fjölskyldan vinnur þetta sem verður að sjálfsögðu. Hvernig í ósköpunum á Reykjavíkurborg að geta samið um eitthvað við fjölskylduna, á Reykjavikurborg að semja við fórnarlömb sín eins og ræningjar um gísla í öðrum löndum?. Kv. Ingimundur Kjarval

Ingimundur Kjarval (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 21:07

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er ekki alveg útséð um það ennþá gagnvar Kjarval.  Auðvitað er dýrt að kaupa ´gömul og ónýtanleg hús til varðveislu á dýrasta byggingarsvæði landsins.  En ef menn skipta um skoðun þá eru engin verðmæti töpuð.

Sigurður Þórðarson, 28.2.2008 kl. 22:13

4 identicon

Það sem mér finnst skrýtið við þetta mál er að sönnunarbyrðin skuli ekki hvíla á Reykjavíkur að gamli maðurinn hafi ætlað henni verk sín en ekki erfingjunum. Ef einhver einstaklingur hefði verið að sinna Kjarval í ellinni og tekið öll verk hans í sína varðveislu og síðan til eignar er ég hræddur um að þyngri sönnunarbyrði hefði verið lögð á einstaklinginn en borgina í þessu máli.

Um þetta er sjálfsagt hægt að þrasa fram og aftur en ég er þér algjörlega sammála um það er til skammar að svona mál skuli koma fyrir dómsstóla. Þetta hefði Reykjavíkurborg átt að leysa með góðu samkomulagi við erfingjana. Og ekki er öll nótt úti ennþá. Það væri af fjölmörgum ástæðum skynsamlegt fyrir Borgarstjórn Reykjavíkur að sættast við erfingjana.

Takk fyrir skemmtileg og umhugsunarverð skrif.

Þráinn Bertelsson (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 22:28

5 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll Andrés!  Mér finnst gott hjá þér að tala um þetta með þessum hætti.  Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að um þetta mál ætti að semja.  það er einhvern veginn þannig vaxið. kv. B

Baldur Kristjánsson, 28.2.2008 kl. 23:09

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tek hér undir með þér Andrés, það á að bæta erfingjunum þetta að hluta til.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.2.2008 kl. 15:11

7 Smámynd: K Zeta

Svo ríkið á að fá eignir manna þó liggi "klínískur" fyrir vafi á dómgreind aldraðs gefanda?  Skrítið að fólki finnist ríkið rétthærra en lögbornir erfingjar.  Hvað næst?

K Zeta, 29.2.2008 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband