Leita í fréttum mbl.is

Ísland er ekki Nýfundnaland

Hér á árum áður minntust Íslendingar stundum á örlög Nýfundnalands, en löndunum svipaði á margan hátt saman. Afskekkt fiskimannaþjóðfélög, sem fóru að losna úr viðjum nýlendustjórnar um svipað leyti, fólksfjöldi og landrými í svipuðum stærðarflokki. Fyrst og fremst minntust Íslendingar þó þess að Nýfundnalandsmenn gáfu fullveldi sitt upp á bátinn eftir verulegar efnahagsþrengingar (löngu áður en miðin þar voru þurrausin), en ríkið var einfaldlega á leiðinni í gjaldþrot þegar Bretar tóku það aftur að sér, en síðar varð það hluti Kanada.

Það sem ég vissi ekki, var að Nýfundnalandsmenn munu líka stunda þessa íþrótt, að bera sig saman við Íslendinga. Bendi á litla grein af þeim toga, meira til gamans en gagns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og cactus er ekki dóra takefúsa.

Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 20:50

2 identicon

Minnir að ég hafi einhvern tímann séð heimildamynd eftir rithöfund frá Nýfundnalandi þar sem löndin tvö voru borin saman. Niðurstaða myndarinnar var þar svipuð og í greininni sem þú vitnar til.

Reyndi að finna myndina á netinu og held að hún heiti Hard Rock and Water eftir Lísu Moore (engin tengsl við Michael að því er ég best veit).

Hafsteinn Þór Hauksson (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband