Leita í fréttum mbl.is

Sykursæt endurkoma

Ég má til með að skjóta því að hér hvað ég hafði einstaklega gaman af 20 ára afmælistónleikum Sykurmolanna á föstudag. Ég var staddur í Duus-húsi fyrir 20 árum þegar Ammæli var frumflutt á pínulitlum útgáfutónleikum og einhversstaðar luma ég enn á plötunni. Þegar ég heyrði tónana úr því öldungis frábæra lagi duna í Laugardalshöll fékk ég gæsahúð. Ég eilítið sentímental á stundum.

En tónleikarnir voru hreint út sagt æði. Ég sá Sykurmolana nokkuð oft hér um árið — miðað við meðal-Íslendinginn að minnsta kosti — og ég held að spilagleðin hafi aldrei verið meiri. Björk var í fantaformi og Einar Örn sló ekki af gömlum töktum (þó hann játaði raunar fyrir mér eftir tónleika að hann hefði betur haft súrefniskút til taks beggja vegna sviðsins!). Sigtryggur hefur sjálfsagt aldrei lamið trumburnar af meira öryggi og það var gaman að sjá að Bragi hefur engu gleymt þó hann hafi um hríð ekki snert bassann. Það leyndi sér heldur ekki hvað hann hafði gaman af þessu. Hið sama má segja um Möggu Örnólfs. Og sjálfur gítarguðinn Þór Eldon, sem fæstir hafa séð bregða svip, mátti ekki halda aftur af breiðu brosinu. Þegar Johnny Triumph steig svo á svið ásamt þeim Örnólfi Eldon og Hrafnkatli Flóka Einarssyni til þess að úrskýra Lúftgítar fyrir þjóðinni var þetta svo fullkomnað. Þið fyrirgefið hrifninguna, en þetta var fyrsta flokks fjölskylduskemmtun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband