Leita í fréttum mbl.is

Enginn áhugi á eldvörnum

Í frétt á mbl.is, sem er vísað til hér að neðan, kemur fram að samkvæmt könnum sem Gallup gerði fyrir Brunamálastofnun og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) sé eldvörnum verulega ábótavant á mörgum heimilum. Talsvert vanti upp á að nægilega margir hafi reykskynjara, eldvarnateppi og slökkvitæki á heimilum sínum og alltof fáir (17,3%) segjast hafa gert neyðaráætlun fyrir heimilið. Þetta er vafalaust þörf ádrepa fyrir jól og áramót.

En ég verð samt að játa að reynsla mín af fagmönnunum í þessum bransa er ekkert sérlega traustvekjandi.

Ég bý í gömlu timburhúsi í grónu hverfi og næsta hús við hliðina á er líka timburhús. Vandinn er sá að á milli húsanna er óleyfisskúr, sem staðið hefur hér í einhverja áratugi sakir ótrúlegs sinnuleysis borgaryfirvalda, en um aldarfjórðungur er síðan samþykkt var á skúrinn niðurrifsskrafa. Skúrinn tengir húsin saman og einhvern ógæfudaginn myndi hann mynda eldbrú á milli þeirra. Ef kviknar í öðru húsinu mun hitt húsið verða sama eldi að bráð, en hús af þessu tagi fuðra upp á nokkrum mínútum og allar eldvarnir snúast um það að koma heimilisfólkinu út í stað þess að reyna að bjarga nokkrum verðmætum.

Af þeim sökum hafði ég samband við forvarnardeild Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og vildi að gerð yrði úttekt á skúrnum. Ég var minnugur þess hvernig eldur í óleyfisskúrum á baklóðum við Laugaveg hafði breiðst út í önnur hús og þá var gert mikið átak til þess að uppræta þá. En nei, það reyndist enginn áhugi á að athuga það. Við vorum akkúrat einni götu frá því svæði, sem tekið var til skoðunar í kjölfar stórbrunans við Laugaveg, og þar við þurfti bara að sitja! Mér leið eins og kúnna á tómum veitingastað, sem fær ekki afgreiðslu hjá eina þjóninum af því að ég sit ekki á „hans borði“.

En nú eru nýir herrar í Ráðhúsinu. Kannski ég hringi í gamla góða Villa.


mbl.is Eldvörnum á mörgum heimilum verulega ábótavant
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahérna eru menn að vakna upp við vondan draum?? Þetta er nú ekki nýtt og skítur reglulega upp kollinum svona í mánuðinum fyrir jólin. Þá vaknar allt af værum blundi og allt á að gerast en sofnar svo eftir þrettándan því þá er ekki varið í að ræða eldvarnir lengur.

Gangi þér vel í baráttunni

Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 25.11.2006 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband