Leita í fréttum mbl.is

Blindgötur Skjás 1

Skjár 1 verður að hætta að leika sér að áhorfendum. Ég skal játa það að ég horfi nánast ekki á aðrar stöðvar mér til afþreyingar og þeir hafa verið afar fundvísir á góða þætti. Ég get t.d. varla beðið eftir því að Boston Legal og House hefjist á nýjan leik.

En síðan lendir maður í því að fylgjast með þætti eins og Surface, sem lauk í háspennu með því að aðalsöguhetjurnar eru innikróaðar efst í kirkjuturni eftir að flóðbylgja hefur flætt allt umhverfis þau. Og sjórinn er uppfullur af sæskrímslum, sem manni skilst að geti átt eftir að erfa jörðina. Sumsé allt í voða og áhorfendur að vonum spenntir eftir næsta þætti. En það er enginn næsti þáttur, því NBC hætti við gerð þeirra eftir fyrstu vertíðina. Þetta er afar svipað og gerðist með þættina Invasion, sem ABC hætti við framleiðslu á þegar hæst stóð, en Skjárinn keypti samt sýningarréttinn á. Þetta gengur ekki, Maggi minn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband