Leita í fréttum mbl.is

En bankaráðið?

Jón Sigurðsson, varaformaður bankaráðs Seðlabankans: Ætlar þú að segja af þér?

Það er merkilegt að Helgi Hjörvar og fleiri Samfylkingarmenn láta eins og að allar heimsins hörmungar hvíli á herðum bankastjóra Seðlabankans. Nú skal ekki lítið gert úr völdum þeirra og ábyrgð, en hvernig er það með bankaráðið, hefur það ekkert verið að fylgjast með og ber það enga ábyrgð? Það er vert að hafa í huga að í það eru kjörnir trúnaðarmenn þingsins, þannig að Helga væri næst að spyrja þá út úr. Og kjósa nýja ef honum þykir ástæða til. Á hans vegum hafa þar setið peningamálasérfræðingar á borð við sjálfa Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, en núna má þar finna Jón Sigurðsson þjóðhaga og Guðnýju Hrund Karlsdóttur varaþingmann. Ég legg til að Helgi byrji á að krefjast afsagnar þeirra, það eru hæg heimatökin.


mbl.is Stjórn Seðlabankans víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Andrés - lestu skilgreininguna og birtu hér skilgreininguna á hlutverki bankaráðs annars vegar og bankastjórnar/bankastjóra hinsvegar. Svo máttu skýra afhverju Sjálfstæðisflokkur skipaði Halldór Blöndal og Hannes Hólmstein í bankaráð en Samfylkingin skipaði þó tvo fagmenn þ.e. tvo hagfræðinga í bankaráð.

Helgi Jóhann Hauksson, 31.10.2008 kl. 15:58

2 Smámynd: Rýnir

Sælir piltar,

þessi umræða er búin að vera ansi sérstök.

Varðandi bankaráðið og bankastjórnina, þá er ágætt að hafa þessa setningu í huga: "Bankastjórn hefur náið samráð við bankaráð um stefnumörkun og ákvarðanir í mikilvægum málum."

Þannig að ég spyr eins og Andrés: Hvað með bankaráðið?

Góðar kveðjur,

Rýnir, 31.10.2008 kl. 16:15

3 Smámynd: Andrés Magnússon

Jón Sigurðsson er að sönnu hagfræðingur (að vísu gamall pólitíkus líka, fyrir þá sem finnst það skipta máli), en Guðný Hrund er ekki hagfræðingur. Solla ekki heldur ef út í það er farið. Það stendur ekki upp á mig að útskýra hvernig þingmenn Sjálfstæðisflokksins velja menn í bankaráð, ég hef ekki verið að draga stjórn bankans í efa. En það hafa ýmsir þingmenn Samfylkingarinnar gert og ég tel að þeir ættu að horfa sér nær.

Andrés Magnússon, 31.10.2008 kl. 16:44

4 Smámynd: Hagbarður

Ég er nú bara svo gamall í þessu að ég hélt að þeir sem réðu laununum væru yfirmennirnir. Þið kannski leiðréttið mig ef það hefur breyst eitthvað. Var það ekki Helgi sem hækkaði launin?

Hagbarður, 31.10.2008 kl. 17:19

5 identicon

Ótrúlega aumt yfirklór Sjálfstæðismanna að benda á hæfan og vandaðan einstakling sem Jón Sig. er og sem er nýbyrjaður í bankaráði SI, sumar 2007.  Hafir þú ekki vitað það Andrés, þá einkavæddi DO bankana, lagði niður Þjóðhagsstofnun, lækkaði skatta á þenslutímum, samþykkti 90% húsnæðislán þegar hann var forsætisráðh., afnam eða minnkaði bindiskyldu bankanna sem Seðlabankastjóri. Og svo gagnr'yniru J'on ! L'elegt !

Gísli (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 22:09

6 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Er búið að skipa Guðnýju Hrund í stjórn Seðlabankans?

Hagfræði getur verið fjölbreytt en þá hlýtur þú fyrst og fremst að vera að velta fyrir þér þjóðhagfræði.

Lára Stefánsdóttir, 1.11.2008 kl. 00:18

7 Smámynd: Ár & síð

Gott að þú gerir þér grein fyrir að einhver ber ábyrgð og þarf að fara. Nú þarf bara að skera úr hver eða hverjir það eru, kannski allir!
Matthías

Ár & síð, 1.11.2008 kl. 00:29

8 identicon

Einangrun hvað? X-D er búið að sækja um í ESB (sjá að neðan). Eða, nei, þeir eru að sækja um í neyðarsjóði ESB!!!

Bíddu, er þá til ókeypis hádegisverður eftir allt saman? Hvað segja stuttbuxnadeildin núna og náhirð Davíðs um þetta?

Geir Haarde forsætisráðherra segir.

Jón Hákon Halldórsson skrifar:

„Evrópusambandið hefur frumkvæðið að því að viðra þessa hugmynd við okkur í gegnum sendiráðið í Brussel. Það byggir meðal annars á því að ég skrifaði Sarkozy Frakklandsforseta fyrr í mánuðinum til að útskýra stöðuna á Íslandi,” segir Geir Haarde um mögulegt lán Íslendinga úr neyðarsjóði Evrópusambandsins. Á vefútgáfu Times í dag segir Joaquín Almunia, framkvæmdastjóri peninga- og efnahagsmála ESB, að enn sem komið er séu Íslendingar og Ungverjar einu umsækjendurnir úr sjóðnum en heildarupphæðin í sjóðnum er 25 milljarðar evra.

Geir segir allt of snemmt að segja til um hversu hátt lánið yrði eða hvað fælist í láninu og skilyrðum sem því myndi fylgja. Framkvæmdastjórnin eigi eftir að fara yfir málið og svo Evrópusambandsþingið. Geir segir að lán úr þessum neyðarsjóð sé ekki eitthvað sem geti komið í staðinn fyrir eitthvað af því sem nú þegar er byrjað að ræða. Frekar yrði um viðbót við aðrar ráðstafanir að ræða ef til lánsins úr neyðarsjóðnum kæmi.”

Flottir á því í X-D núna. Ótrúlegt lið alveg. Vilja ekki sækja um aðild að ESB en geta hugsað sér að fara þar um með betlistaf núna til að hreinsa upp ógeðið sem þeir hafa skilið eftir sig við eigið hagststjórnar klúður hér heima. En ESB er samt ekki treystandi.

Þarf að segja meira?

Socrates (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 02:27

9 identicon

Andrés

Forsætisráðherra leitar logandi ljósi með betlistaf sinn um allan heim að láni handa sjúklingnum sem er sem stendur í öndunarvél.  Nú er leitað til óvinarins í ESB um neyðarlán úr nýstofnuðum sjóði þar.  

 Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Daviðs, bæði fyrr og nú (því ekki er Geir leiðtogi flokksins), hefur ALLT viljað gera til að koma í veg fyrir að vilji þjóðarinnar um aðildarviðræður færu fram og ekki hefur mátt ræða upptöku evru.  

Nú er árangur einangrunarstefnunnar að koma í ljós.  Til hamingju með það.  En nú er nóg komið af bulli um vinstri og hægri til þess eins að menn geti stundað hér hrossakaup og klíkuskap (einkavinavæðingin).  Slíku líkur nú þegar við höfum misst sjálfstæði okkar í peningamálum sem er þá líklega blessing in disguise og ákveðin vernd fyrir þessum sömu öflum innan Sjálfstæðisflokksins.  Af sömu ástæðum hafa Sjálfstæðismenn (Sjálftökuflokkurinn) ekki viljað ESB og nýjan gjaldmiðil því þá missa þeir þjóðina úr úr gíslingu sinni.

 Den tid den sorg.

But plís, ekki bíta höfuðið af skömminni með því að vera reyna halda uppi vörnum með náhirð Davíðs því að þjóðin hefur misst húmorinn fyrir þessu.  Tvenn námskeið fyrirhuguð svo að fólk komist úr landi því hér bíður ekkert nema djöfull og dauði eftir 17 ára valdatíð og fjármálastefnu Sjálfstæðismanna.  Takk fyrir það.  En málið er að það er ekki svo auðvelt fyrir alla að koma sér héðan, t.d. barnafólk, skuldara, eldri borgara og sjúklinga.

En ég geri þá kröfu á þig og þína samflokksmenn að þið verðið hér saman næstu 10-15 árin og sýnið ábyrgð með því að hreinsa upp skítinn sem sjálftökustefna ykkar olli þjóðinni og þú hefur varið með kjafti og klóm. 

Andrés, nú er að sýna styrk og standa sig við skítamoksturinn og vanda sig betur næst þegar þið t.d. úthlutið bönkunum og einnig þegar þið veljið ykkur næsta leiðtoga.  

Socrates (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 02:50

10 identicon

Valgerður Sverris viðurkenndi í útvarpi í morgun að lækkun matarskatts á þenslutímum væru mistök. Rétt eins og lækkun tekjuskatts, afnám hátekjuskatts og eignaskatts. Allt var þetta gert á þenslutímum. Fyrri stjórnvöld eiga miklu meiri þátt í þeirri slæmri stöðu sem við erum í núna en þau vilja vera láta.  Þau helltu olíu á þenslubálið.

Nú skulu þið frjálshyggjupésar og Sjálfræðissinnar hreinsa eftir ykkur skítinn !

Gísli (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 14:49

11 Smámynd: Rýnir

Sælt veri fólkið,

Andrés skrifar færslu um hvort bankaráðið beri enga ábyrgð og umræðan allt í einu komin á það plan að verið er að vitna í útvarpsviðtal við Valgerði Sverrisdóttur í morgun. Auk þess búið að minnast á ESB, lækkun matarskatts, Þjóðhagsstofnun og Sarkozy Frakklandsforseta?

Annars minni ég aftur á þessa setningu af vef bankans varðandi bankaráðið og bankastjórnina: "Bankastjórn hefur náið samráð við bankaráð um stefnumörkun og ákvarðanir í mikilvægum málum."

Þannig að ég spyr aftur eins og Andrés: Hvað með bankaráðið?

Góðar kveðjur,

Rýnir, 1.11.2008 kl. 15:03

12 Smámynd: Sævar Helgason

Formaður bankaráðs Seðlabanks Íslands, Halldór Blöndal,fv ráðherra, var nýlega krafinn ábyrgðar á Seðlabanka afglöpum.  Hann svaraði því til að bankaráðið hefði aðeins á sinni könnu eftirlit með rekstri bankans- þ.e  skrifstofuhaldi og þ.h.  Við þetta umsýslueftirlit er fjöldi uppgjafa (uppgefinna) pólitíkusa og einn háskóla professor .. Meira grínið...

Seðlabankastjórarnir (þrjú stk) eru ekkert grín- þeir eru dauðans alvara..

Sævar Helgason, 1.11.2008 kl. 15:06

13 Smámynd: Rýnir

Sæl öll aftur,

takk fyrir svarið Sævar.

"Sjálf mun ég tilkynna forseta Alþingis afsögn mína úr bankaráði Seðlabanka Íslands þegar í kvöld. Ég bið þjóðina afsökunar á því að hafa ekki axlað mína ábyrgð fyrr.

Virðingarfyllst,

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
hagfræðingur."

(Sjá: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/10/09/segir_sig_ur_bankaradi_sedlabankans/ ).

Ég átta mig ekki alveg á þessu, var hún að segja af sér og biðja þjóðina afsökunar á því að skrifstofuhald bankans var ekki í lagi?

Góðar kveðjur,

Rýnir, 1.11.2008 kl. 15:29

14 identicon

það er augljóst að Rotturnar, náhirð Davíðs, eru að flýja skipið.  Menn reyna í örvæntingu sinni að finna einhvern vinkil á því að þeir séu hugsanlega ekki ábyrgir fyrir stöðu mála....og þurfi að kokgleypa það og byrja moka skít.  það duga engar smjörklíur lengur, drengir, heldur bara byrja moka með þjóðinni eða því sem eftir verður af henni.

Góðar stundir

Socrates (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 17:36

15 identicon

Dæmi um að rottur flýja sökkvandi skip er þegar fólk segir af sér í flýti áður en athygli fjölmiðla beinist að þeim.

Hér er skólabókardæmi;

"Sjálf mun ég tilkynna forseta Alþingis afsögn mína úr bankaráði Seðlabanka Íslands þegar í kvöld. Ég bið þjóðina afsökunar á því að hafa ekki axlað mína ábyrgð fyrr.

Virðingarfyllst,

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
hagfræðingur."

Þetta var bara hlægilegt atriði.

sandkassi (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 02:15

16 identicon

Gunnar!

Hvor er betri músin sem læðist að sú sem stekkur?  

Sigríðu axlaði sína ábyrgð og sagði sig úr bankaráðinu þó hvorki hún né aðrir en Sjálfstæðismenn beri ábyrgð á gjörðum Davíðs og náhirðarinnar.

Davíð starfar í skjóli ykkar og engra annarra.  Þjóðin hefur fengið nóg fyrir löngu.  En í ljósi þess að Davíð er enn (aðal)formaður Sjálfstæðisflokksins þá kemur þetta ekkert sérstaklega á óvart.  Hann og hans eðli er að taka eins marga með sér í fallinu og hann getur,  þjóðin þar á meðal.  Það rottubragur af því en í samræmi við annað hjá leiðtoga lífs ykkar.

Socrates (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 08:58

17 Smámynd: Andrés Magnússon

Sælir eru fattlausir, Gísli! Fyrir það fyrsta er ég ekki „sjálfstæðismenn“. Það vill svo til að ég er sjálfstæðismaður, félagi í hverfafélagi Vestur- og Miðbæjar, en hér tjái ég mig sem sjálfstæður maður, ekki sem sjálfstæðismaður frekar en hver kýs úr að lesa.

En þar fyrir utan er ég ekkert að efast um Jón Sigurðsson; veit ekki annað en að hann sé hinn mætasti maður eins og aðrir bankaráðsmenn. Ég var aðeins að benda á að hafi Samfylkingin efasemdir um yfirstjórn Seðlabankans gæti hún byrjað á að líta í eigin barm. Og ræktað garðinn sinn. Eða grisjað, eftir atvikum.

Ég hygg að miðað við reynslu undanfarinna vikna og missera ætti forysta Samfylkingarinnar að hafa áttað sig á því, að því minna sem hún segir um efnahagsmál því betra. Henni hentar að benda á aðra, en á endanum eru það hennar eigin orð, sem dæma hana. Gallinn er sá að þau bitna á Íslendingum öllum.

En það er svo bara broslegt þegar farið er að vitna í Valgerði Sverrisdóttur um það hvernig lækkun matarskattsins hafi hleypt öllu hér í bál og brand. Látum vera að á sínum tíma stærðu framsóknarmenn sig sérstaklega af þeirri lækkun, en heldur einhver í alvöru að sú lækkun — sem kom láglaunuðum sérstaklega vel — hafi aukið þensluna sem einhverju nam? Að landsmenn hafi barasta étið góðærið?! Jú, kannski það hafi orðið þensla á buxnastrengnum hjá einhverjum.

— — —

Sjálfur Socrates skrifar hér í löngu máli og virðist hafa gleymt að taka óðjurtarpillurnar sínar. Ég gef honum það ráð helst að stofna eigin blogg, því athugasemdir hans fara út um víðan völl og snúast minnst um þessa færslu mína.

Hann telur að Íslendingar hafi þegar sótt um aðild að ESB með því að hugleiða að sækja um í neyðarsjóð ESB. Vert er að minna á að með EES tókust Íslendingar á herðar ýmsar skuldbindingar gagnvart ESB, m.a. fjárhagslegar, sem aftur gætu veitt þeim ýmis réttindi, þó ekki hafi nú á það reynt hingað til. Hvort það á við um neyðarsjóðinn er óvíst en sumir innan ESB telja að minnsta kosti forsendur til slíks.

Socrates nefnir og að sjálfstæðismenn megi ekki heyra á evru og ESB minnst (mér finnst raunar kappnóg af þeim þessa dagana) og að til þeirrar „einangrunarstefnu“ megi rekja efnahagsófarir þjóðarinnar. Í næstu setningu er það síðan „sjálftökuflokkurinn“ og þar fram eftir götum.

Hér hefur ýmislegt farið miður í hagstjórninni á undanförnum árum og ég hef leyft mér að gagnrýna það sumt við mismikinn fögnuð sjálfstæðismanna. Ekki síður má tína til eitt og annað í stjórnskipaninni, sem jók lausungina og gaf hinni nýju stétt auðmanna of mikil völd á sviðum, sem hana varðaði ekkert um. Við því vöruðu sjálfstæðismenn hins vegar, en við dræmar undirtektir. Þessi vandamál og fleiri stæðu öll efir þó svo við hefðum ekki mátt þola þessa kollsteypu. Nú vilja menn máske ræða þau af meiri alvöru og það er vel, en má ég þá biðja um rök fremur en vænisjúklegar upphrópanir.

Það vissu það allir, sem vita vildu, að hér hafði boginn verið spenntur of hátt. Þess vegna skeggræddu menn hér það með hvaða hætti lendingin yrði, hörð eða mjúk. En það sá það ekki nokkur maður fyrir að skammtímalánsfjármarkaður myndi harðlokast á einni nóttu og ekki aðeins gagnvart íslenskum bönkum, heldur öllum heimsins bönkum. Þess vegna varð íslenska lendingin hvorki hörð né mjúk, heldur brotlending.

Andrés Magnússon, 2.11.2008 kl. 11:07

18 identicon

Hver er fattlaus Andrés ? Ekki þú (eða hvað?) sem skautar algerlega framhjá þeirri gagnrýni að skattalækkanir á þenslutímum voru beinlínis hættulegar og kyntu undir alltof mikla einkaneyslu og skuldasöfnun, bæði einstaklinga og fyrirtækja. Margir hagfræðingar úti í heimi (ég slepp að nefna þá sem eru hér á landi) gagnrýndu þetta harðlega. DO svaraði með skætingi eins og oft áður. T.d. reyndu Davíð og Hannes HG að reyna gera lítið úr Þorvaldi Gylfa en það sem hann benti hefur svo til allt rætst, því miður, og ekkert var gert til að koma í veg fyrir það. Sjálfstæðismenn tóku undir og fannst það fyndið ! Svona hefur nú ástand þjóðmála verið undanfarin ár. Ráðamenn (Davíð og Geir) eru kallaðir fífl af varfærnum hagfræðingi frá Chicago háskóla. Og þú segir að ég sé fattlaus, kræst ! Hefurðu ekkert betra fram að færa.

Ef þú ert ekki Sjálfstæðismaður verandi í þeim flokki veit ég ekki hvað. Nú ef þú vilt ekki lengur kannast við þann flokk skil ég það vel. En þessu ástandi sem Flokkurinn hefur komið þjóðinni í, getið þið (sorry ég meina Sjallar) ekki logið ykkur útúr, eins og svo oft hefur tekist.

Jón Sig. er nýtekinn við sem bæði í bankaráð og Fjármálaeftirliti og því miður hefur það lent á honum að þrífa skít eftir "góðæristjórnir" fyrri ára. Já, manstu kannski ekki hve oft Foringinn klifaði á því, að nú ríkti góðæri í landinu sem hann þakkaði sér. Bara, það var tekið á láni, svo til allt saman. Jón varaði við þessari skuldasöfnun fyrir kosningar 2007. Bíddu, hlustaðu Geir og Davíð þá ? Aðrir í bankaráðinu eins og Halldór Blöndal og Hannes hugmyndafræðingur eru ekki ágætis menn í bankaráði. Hálfgerðir vanvitar í slíka stjórn svo hreint sé talað út.

Þeir eru menn sem fá svona stöður mþa. sleikja upp Foringjann. Þeir tímar eru nú sem betur liðnir. Nú dugir ekki lengur aumt flokksskírteini í Sjálfstæðisflokki og vonandi verður sá flokkur þurrkaður út í kosningum. Reyndar má telja líklegt að þessi flokkur klofni, enda aldrei verið annað en hagsmunabandalag valdanna vegna.

Kannski að þetta sé ein af þeim fáu ljóstýrum sem við eigum í myrkrinu.  Annars hafðu það gott !

Gísli (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband