Leita í fréttum mbl.is

Varnarmálaráðherrann á hnjánum

landrad

Þessi frétt á Vísi vakti athygli mína. Ekki síst þó myndatextinn. Er þetta utanríkisráðherra, sem þarna er á hnjánum?

En grínlaust, gengur þetta áhugaleysi varnarmálaráðherrans ekki landráðum næst? Að það sé erlendum herjum í sjálfsvald sett hvort þeir komi hingað eða ekki. Eða er staðan máske þannig að hernám Breta er næsti leikur? Það er ein leið inn í Evrópusambandið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vart verður annað sagt en að hér sé um hrein og klár landráð að ræða og skal sá gildisdómur fram settur.

Í Bretlandi eru í gildi gömul landráðalög og sé rétt munað eru viðurlögin hressileg !

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 17:40

2 identicon

Það er ekki óeðlilegt, Andrés, að landráðahugtakið komi upp í hugann.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 19:49

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það hefur verið upplýst að einverjir ráðherrar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde eru samflokksmen G. Brown.

Tvö stærstu mál Samfylkingarinnar eru að reka seðlabankastjóra og ganga í ESB. Þegar kreppan reið yfir reyndi Samfylkingin að skapa ágreining og vera með annan fótinn í stjórnarandstöðu, með því að krefjast þess að tafarlaust yrði samið við IMF. Samfylkingin hefur boðið aðild að ESB sem allsherjarlausn allra vandamála og því eru harðar deilur við Breta tvíeggjað sverð fyrir Samfylkinguna.

Hver trúir því í dag að Bretar muni bera Íslendinga á höndum sér?

ESB hefur aldrei gefið varanlega undanþágu frá Rómarsáttmálanum (í sjálfum stofnsáttmálanum er kveðið á um að fiskistofnar séu sameig bandalagsins) og enginn stjórnmálamaður innlendur eða erlendur aðrir en samfylkinngarmenn hafa gefið í skyn að slíkt geti nokkur tíma verið í spilunum.

Sigurður Þórðarson, 12.11.2008 kl. 20:59

4 identicon

Takk fyrir þekka Andrés. Eins og ég sé þetta er hér spurningin um að sýna þann styrk sem þarf til að blanda ekki saman aðskildum hlutum- samningi við NATO og karpi um pund.

Breski herinn skartar án efa þjálfuðum sómamönnum og varnarmálaráðherra Breta er örugglega ekki sáttur við notkun á ákvæðum hryðjuverkalaga að tilefnislausu, sem veikt gæti notkun á þeirri heimild þegar virkilegt tilefni er til. Er ekki sterkt að taka virkilega vel á móti fulltrúum Breta þótt í búningi séu. Þeir eru í vinnu hjá bresku þjóðinni sem okkur þykir mjög vænt um.

Okkur hefur því miður láðs með öllu að sína í verki samúð með þjáningarbræðrum og systrum í Bretlandi vegna Icesave málsins. Höfum við ekki verið ansi sjálfhverf ?

Einar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 21:09

5 identicon

Takk fyrir þetta Andrés. Eins og ég sé þetta er hér spurningin um að sýna þann styrk sem þarf til að blanda ekki saman aðskildum hlutum- samningi við NATO og karpi um pund.

Breski herinn skartar án efa þjálfuðum sómamönnum og varnarmálaráðherra Breta er örugglega ekki sáttur við notkun á ákvæðum hryðjuverkalaga að tilefnislausu, sem veikt gæti notkun á þeirri heimild þegar virkilegt tilefni er til. Er ekki sterkt að taka virkilega vel á móti fulltrúum Breta þótt í búningi séu. Þeir eru í vinnu hjá bresku þjóðinni sem okkur þykir mjög vænt um.

Okkur hefur því miður láðs með öllu að sína í verki samúð með þjáningarbræðrum og systrum í Bretlandi vegna Icesave málsins. Höfum við ekki verið ansi sjálfhverf ?

Einar ilhjálmsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 21:13

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég hvet sjálfstæðismenn til að sýna félögum sínum í ríkisstjórn  sem norpa hvern laugardag á Austurvelli samstöðu og mótmæla með þeim aumingjaskap utanríkisráðherra.

Sigurður Þórðarson, 12.11.2008 kl. 23:18

7 identicon

Hvernig hefur tekist með samskipti við nágrannaþjóðir okkar?

Hver er utanríkisstefna Íslendinga?

Er einhver að stjórna utanríkismálunum?

Doddi (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 23:18

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ólafur Ragnar er í utanríkismálunum að dissa þá sem ekki fíla okkur, eins og ofdekraður krakki í sykurrússi. Mikil hjálp í því.

Við erum orðnir brandari á alþjóðavetvangi. Eitthvað svona Túrkmenistan á sterum.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2008 kl. 04:11

9 identicon

Elsku kúturinn minn, þú mátt ekki rugla saman utanríkisráðherranum og Birni Bjarnasyni varnarmálaráðherra, yfirmanni óeirðaherafla þjóðarinnar.

Bestu kveðjur, Gummi Sig.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 16:37

10 Smámynd: Andrés Magnússon

Gummi Sig. þarf ekkert að óttast rugling af minni hálfu í þessum efnum. Mér er það í fersku minni þegar Ingibjörg Sólrún staglaðist glaðhlakkaleg á því í sjónvarpsviðtali að hún væri varnarmálaráðherra. Eins þegar hún lét semja varnarmálalög í snarhasti til þess að geta stofnað Varnarmálastofnun á mettíma (áður endurmati á varnarþörfum landsins lauk), en hennar fyrsta verk var svo að brjóta eigin lög til þess að ráða gæðing sem forstjóra stofnunarinnar. Mér er líka hugstætt þegar sá skjólstæðingur ISG kom í sitt fyrsta viðtal og virtist telja sig hafa löggæsluhlutverki að gegna.

Andrés Magnússon, 14.11.2008 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband