Leita í fréttum mbl.is

Nokkrir góðir dagar

Ég fékk fyrirspurn um það í athugasemdakerfinu frá Hlyni vini mínum hvort ég væri hættur að blogga. Stutta svarið við því er nei.

En ég tók mér nokkurra daga hlé frá blogginu vegna anna í vinnu. Við á Viðskiptablaðinu höfum verið að breyta því í dagblað, sem er aðeins meira en að segja það. Eftir allnokkrar svefnlausar nætur kom blaðið út og bara ágætlega lukkað, þó við eigum auðvitað enn mikið verk fyrir höndum. Þumalfingursreglan er sú, að frá fyrsta útgáfudegi eftir gagngerar breytingar taki um þrjár vikur að koma þeim skikki á blað, sem vera ber. Svo er þetta auðvitað dagleg barátta enda eðli dagblaða að þróast dag frá degi. En ég ætla að hlífa lesendum við tæknilegu stagli. (Það væri þá nær að maður stofnaði sérstakan blogg um tölvur og tækni.)

Á meðan þessu stóð hafði ég lítinn tíma til þess að fylgjast með fréttum, hvað þá að skrifa um þær. Nú ætti aðeins meiri tími að gefast til slíkrar iðju, en ekki miklu meiri, svona fyrsta kastið. En ég er a.m.k. farinn að lesa blöðin aftur af viðeigandi kostgæfni, þannig að maður hefur nægan efnivið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er fagnaðarefni að samkeppni komi á þennan markað.

Til hamingju!! Þöggun er dauðadómur lýðræðingu.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 22:09

2 Smámynd: Andrés Magnússon

Þakka hlýjar kveðjur. Í tilefni af endurkomu minni bætti ég við laginu Battle Ready með Otep í tónhlöðuna. Það er viðeigandi fyrir utan að vera urrandi snilld.

Andrés Magnússon, 16.2.2007 kl. 22:14

3 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Velkominn til baka, það er bara af hinu góða. Hefði verið slæmt ef bæði Hrafn og þú hefðuð hætt skrifum hér á moggablogi

Guðmundur H. Bragason, 16.2.2007 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband