Leita í fréttum mbl.is

Stóra letrið hjá Sjóvá

Ég get ekki kvartað undan viðskiptum mínum við Sjóvá í gegnum tíðina. Þvert á móti hefur mér þótt þjónustan þar til fyrirmyndar. Þessa dagana stendur yfir auglýsingaherferð hjá fyrirtækinu, þar sem það gumar af því að hafa endurgreitt liðlega 20.000 tjónlausum félögum í Stofni um 320 milljónir króna. Gott og vel. Hér á hamingjuheimilinu fögnuðum við þessari endurgreiðslu með því að skála í rauðvíni.

En auglýsingaherferðin fékk mig til þess að hugsa. Í henni er þekkilegur ungur leikari í aðalhlutverki og hann þykist vera að lesa upp nöfn allra félaga í Stofni úr gríðarmiklum skjalabunkum til þess að gratúrlera þá. Í blaðaauglýsingum furðar hann sig svo á því hvað það skuli vera til margir Magnúsar. Já já.

Sjálfur staldraði ég hins vegar við skjalabunkana miklu. Mér sýnist að hann sé með um 3.000 síður af nöfnum til þess að lesa upp. Það þýðir að það séu tæplega sjö nöfn á síðu. Er það ekki — án þess að ég ætli að eyða orðum í of há iðgjöld, samráð eða annað slíkt — frekar léleg nýting á skógum heimsins? Eða er letrið svona stórt? Vanalega kvarta menn fremur undan smáa letrinu hjá tryggingafélögum.

En bara svo það sé á hreinu, þá myndi þessi listi yfir tjónlausa félaga í Stofni rúmast á rétt ríflega 400 síðum ef prentað væri út með 12pt letri og aðeins eitt nafn í línu, sem þá er aðeins um 25% nýting á síðunni. Það er um það bil sá síðufjöldi og leikarinn er með í hægri höndinni. Sem út af fyrir sig er alveg saga til næsta bæjar, sem yrkja má um í auglýsingum. En til hvers að ýkja?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband