Leita í fréttum mbl.is

Meira um skoðanakannanir

Ég las það í Fréttablaðinu frá síðasta miðvikudegi að fjórir af hverjum fimm, sem svöruðu könnuðum blaðsins, ætla að fara utan í sumar. Þetta er sama úrtakið og Samfylkingin uppskar 27,9% fylgi hjá og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, núverandi formaður Samfylkingarinnar, naut fyllsta trausts 12,1% svarenda. En 80,3% ætla úr landi. Er samhengi þarna á milli?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Til hamingju Andrés!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.2.2007 kl. 23:53

2 Smámynd: Andrés Magnússon

Nei, það var næsta færsla á undan.

Andrés Magnússon, 17.2.2007 kl. 00:12

3 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Það vantar allan humor í hann Ægi  Hann þarf að læra að slaka aðeins á strákurinn. Nema hann sé svona stífur af áhyggjum yfir að drottningin hans hún ISG verði ekki forsætisráðherra

Guðmundur H. Bragason, 17.2.2007 kl. 01:13

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þó Ingibjörg Sólrún sé bitur, reið, sár og á móti öllu í fjölmiðlaviðtölum og ræðum (svo mjög að vinstri-grænir eru hátið í samanburði) þá er óþarfi að allir í flokknum api það eftir henni. Nema um sé að ræða einhverja skipun að ofan um að fylgja fordæmi foringjans? ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.2.2007 kl. 12:41

5 Smámynd: Kristján Pétursson

Við sem þekkjum Ingibjörgu Sólrúnu og vitum hversu hæfileikarík hún er, rökvís og heiðarleg ,höfum ákveðna samúð með þeim ,sem sífellt eru að reyna að' skaða mannorð hennar á pólutískum vettvangi.Oftast er það ótti og minnimáttarkennd,sem veldur svona rógi.Við honum kann ég eitt gott ráð,það er að vera heiðarlegur í umfjöllun um aðra.

Kristján Pétursson, 17.2.2007 kl. 17:59

6 Smámynd: Andrés Magnússon

Rógi? Ég átta mig ekki á því hvað Kristján er að fara. Ég hef vissulega ekki dregið af mér við að gagnrýna núverandi formann Samfylkingarinnar, en hún hefur byggst á því sem mér finnst Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafa til unnið. Ástæðurnar hef ég tíundað í allöngu máli, þannig að röksemdafærslan ætti ekki að vefjast fyrir mönnum, hvort sem þeir fallast svo á hana eða ekki. En rógur er það ekki, enda ligg ég ekki á gagnrýnininni, hálfkveðnar vísur kveð ég sjaldan og engum dylst hver heldur á penna.

Í stjórnmálum verða menn að geta tekið gagnrýni á orð sín, gerðir og árangur. Í eðli sínu hlýtur sú gagnrýni að bindast persónum og leikendum, ekki síst þegar í hlut á fólk, sem leggur sérstaka áherslu á leiðtogastjórnmál. Þegar leiðtogahæfileikarnir eru síðan bara svona og svona getur það tæpast kvartað þó að sé fundið eða gaman hent að gorgeirnum og gæfuleysinu. Það á líka við um aðdáendahjörðina.

Andrés Magnússon, 17.2.2007 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband