Leita í fréttum mbl.is

Ekki orð

Mér hefur nú alla tíð þótt þetta lið í PETA vera alveg sérstaklega galið og lélegt. Sér í lagi eftir að þessi húmorslausi skríll sigaði lögfræðiherdeild sinni á Michael Doughney, sem hafði leyft sér að að setja upp hreint prýðlega fyndinn vef á léninu peta.org í nafni hinna ímynduðu samtaka People Eating Tasty Animals. Þar mátti finna uppskriftir, ábendingar um notkun leðurs og ámóta. Meira um það hér.

PETA hefur varið margs konar einkennilegar herferðir sínar og óþverralegar baráttuaðferðir á þeirri forsendu að samtökin séu að taka svari þeirra, sem ekki geti varið sig: Blessaðra málleysingjanna.

Er þá ekki harla lélegt hjá þeim að fara af stað með ásakanir gegn fólki, sem hefur svarið Guði þess dýran eið að tala ekki? 


mbl.is PETA saka þagnarmunka um slæma meðferð á dýrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband