Leita í fréttum mbl.is

Hátíðardagur í Norður-Reykjavík

Ég var alinn upp við það að kjördagur væri hátíðardagur og eins og vant er klæði ég mig upp í tilefni dagsins, vel fallegt bindi og pússa skóna. Svo er að kjósa rétt.

Í mínu kjördæmi getur verið vandi að velja milli lista, þó það vefjist ekki fyrir mér. Minn gamli vopnabróðir, Guðlaugur Þór Þórðarson, leiðir lista sjálfstæðismanna og hefur náttúrlega nokkuð forskot í mínum huga. En ef heimurinn væri svo skrýtinn, að ég væri fráhverfur Sjálfstæðisflokknum þennan annars ágæta dag, þá er ýmislegt gott fólk í framboði hjá öðrum flokkum. Katrín Jakobsdóttir, ágæt vinkona mín, leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar — græns framboðs og ég er viss um að Alþingi verður betri staður með hana þar. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, leiðir lista hans, en að mínu viti er hann sá stjórnmálamaður, sem mest hefur vaxið í þessari kosningabaráttu. Það væri slys ef hann kæmist ekki á þing. Og ekki má gleyma Össuri Skarphéðinssyni, leiðtoga íslenskra jafnaðarmanna, sem fer fyrir lista Samfylkingarinnar í kjördæminu.

Á hinn bóginn verð ég að játa að það kitlar ekki mikið að geta kosið Magnús Þór Hafsteinsson, oddvita frjálslyndra. Fyrir nú utan það að ég átta mig ekki á því hvaða erindi sá tækifærissinnaði orðhákur á á Alþingi, þá kann hluti máflutnings hans að hafa haft áhrif á mig: Sem Reykvíkingur get ég ekki hugsað mér að kjósa einhvern Akurnesing á þing. Ég þekki hans gömlu flokkssystur, Margréti Sverrisdóttur, af góðu einu (ef undan er skilið daður hennar við kynþáttastefnu frjálslyndra á síðasta landsfundi þeirra), en ég held að ljóst sé orðið að Íslandshreyfingin fer erindisleysu í þessum kosningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband