Leita í fréttum mbl.is

Ljúgðu að mér

Ég lagði það á mig í gærkvöldi, að horfa á atburði liðinnar viku, eins og þeir birtust á skjánum. Þar kenndi ýmissa grasa, sumt var athyglisvert, annað spaugilegt, margt óbærilega leiðinlegt og eitt og annað var eins og upp úr absúrdkómedíu.

Sérstaklega varð mér starsýnt á framgöngu Björns Inga Hrafnssonar, sem lagði ofuráherslu á það, að hann kæmi til dyranna eins og hann væri klæddur og legði spilin á borðin, alveg einstaklega hreinn og beinn, hefði ekkert að fela, ærlegur, drægi ekkert undan, með sannleikann einan að vopni og svo framvegis. Manni þótti alveg nóg um sannindaheitstrengingarnar, enda yfirleitt óbrigðult óhreinindamerki þegar fólk þarf að tönnlast á hreinleika sálar sinnar. Og það var eitthvað, sem ekki gekk alveg upp í söguþræðinum um myndun hins nýja meirihluta.

 

Hljómsveitin Unun hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér, sérstaklega fyrsta breiðskífa þeirra, Æ, sem er þrettán ára gömul um þessar mundir og síung. Lagið Ljúgðu að mér rifjaðist upp fyrir mér þegar ég var að horfa á frásögnina af framvindunni og því notaði ég það í þessa samklippu. Ég skellti því líka inn í lagalistann hér til hægri. Tær snilld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Snilldin ein.  Næturvörðurinn Heiða hljómaði vel.

Læt vera hversu tær hljómurinn var í Binga en stundum er hann sem nýskrúbbaður fremingadrengur og stundum eins og Glanni Glæpur.  Menn verða bara að vita hvenær hann er að fara að fermast og hvenær hann er Glanni.

Miðbæjaríhaldið.

Bjarni Kjartansson, 17.10.2007 kl. 11:24

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Hvað forrit notarðu til að klippa þetta saman?

María Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 11:31

3 Smámynd: Andrés Magnússon

Ég notaði iMovie ’08 frá Apple á MacBook Pro (2GHz Intel Duo). Það er afar einfalt forrit til heimabrúks. Ég var svona klukkutíma að hnoða þessu saman eftir að ég hafði sogað til mín straumana frá RÚV. Ef ég væri að stunda svona klipp að staðaldri (undir annað en heimilisræmurnar) myndi ég sjálfsagt nota öflugri græju eins og Final Cut Studio 2, en hún er hins vegar í vægast sagt öðrum verðflokki.

Andrés Magnússon, 17.10.2007 kl. 12:10

4 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Ég verð nú að segja það að mér finnst sjálfstæðismenn vera að kasta steinum úr glerhúsi þegar þeir saka aðra um óheilindi. Það þarf ekki að líta lengra aftur en til stofnunar Baugsstjórnarinnar til að sjá að mjölið er fúlla og myglaðra í því pokahorninu. Það er líka nokkuð einfeldningslegt að halda því fram eins og margir gera að D listamenn hafi ekkert þreifað fyrir sér með VG eða Samfó. Þrátt fyrir að Gísli Marteinn geri í því að leika kórdrengshlutverkið þá er hann afar lélegur pólitíkus ef það er það eina sem hann kann. 

Segjum sem svo að Björn Ingi segi satt. Hann fær SMS frá minnihlutanum á miðvikudagskvöldið, ræðir við vini og félaga sem vara hann við afleiðingunum, hann ákveður ekkert og heldur fast í það að hitta Villa. Morguninn eftir fær hann fullmótað tilboð frá minnihlutanum um samstarf og restina vita flestir.

Held það væri hinsvegar áhugaverðara að taka saman viðtölin við Villa og sjá hversu oft hann hefur orðið tví- þrí og fjórsaga. Varð fyrir vonbrigðum með spaugstofuna að hún skyldi ekki nýta tækifærið betur. 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 17.10.2007 kl. 13:31

5 Smámynd: Guðmundur Jóhannsson

Sorry med Islensku stafina,  Thetta er vel gert og synir vel hvernig Bingi hagadi ser.  Vilhjalmur hefur kannski stundum verid klauflegur i svorum en tvisaga er hann ekki, mikill munum a heilindum thessara fyrrum samstarfsadila.

mbk. mundi

Guðmundur Jóhannsson, 17.10.2007 kl. 16:49

6 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Takk

María Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 18:37

7 identicon

Bingi eða Bingó eða hvað hann heitir er alltaf sannfærandi og ekki síður Margrét Sverris sem situr fyrir Frjálslynda flokkinn og Íslandshreyfinguna og einhverja fleiri. Gerði eina litla fallega vísu á þriðjudaginn var þegar nýi meirihlutinn settist að kjötkötlunum þar sem mauksoðið fórnarlamb var á boðstólnum:

BaktjaldamakkssérfræðIngar

í bakherbergjum þinga,

brasa hvern þeir eigi

í bakið næst að stinga.

Með hentistefnumál fylgja

Hrappssyni Birni Inga.

Ömurlegur Dagur

í lífi Reykvíkinga. 

mbk. Stormsker 

Sverrir Stormsker (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband