Leita í fréttum mbl.is

MMMM!

 Andríki

Fjögur þúsundasta tölublað elsta dagblaðsins á íslenska vefnum kom út í dag. Það er Vef-Þjóðviljinn, sem hér um ræðir, en hann hefur komið út á hverjum degi frá 24. janúar 1997 og fagnar því 11 ára afmæli sínu eftir 2½ viku.

Það þarf mikla elju til þess að halda úti skrifum af þessu tagi hvern einasta dag ársins, því ekki gefur líðandi stund alltaf augljós tilefni til brýninga og athugasemda eins og Vef-Þjóðviljinn hefur flutt í meira en áratug. En þau finnast nú samt og list Vef-Þjóðviljans er einmitt sú að gera það með talsverðum broddi og er fátt óviðkomandi: þar má finna umfjöllun um menningu og dægurmál rétt eins og stjórnmál og sagnfræði. Í ljósi þess að útgáfan heitir Andríki eru tilefnin þó jafnan næg, því erindrekar hins opinbera virðast óþreytandi við að leggja nýjar hömlur á borgarana og blása báknið út. Einu virðist gilda þótt „nýfrjálshyggjuöflin“ í Sjálfstæðisflokknum hafi verið við völd í bráðum 17 ár, að því er manni skilst á vinstrimönnum.

Til allrar hamingju er Vef-Þjóðviljinn málgagn klassískrar frjálshyggju, en ekki þessarar nýju, vondu, sem er í þann veginn að sjá til þess að meira en helmingurinn af striti landsmanna renni til hins opinbera, sem svo ráðstafar gæðunum af óendanlegri ráðdeild sinni og skynsemi. Ætli það sé nokkur hætta á að hið opinbera muni láta þar staðar numið?

Þetta samsetta stöpla- og línurit sýnir glögglega skelfilegar afleiðingar hinnar taumlausu „nýfrjálshyggju“, sem er á góðri leið með að gera hagkerfið fullkomlega sósíalískt. Skyldi þar vera fundin enn ein skýring útrásarinnar? Að menn séu aðeins að freista þess að bjarga verðmætum undan eyðileggingarafli hins opinbera?

Nei, erindi klassísks frjálshyggjudagblaðs eins og Vef-Þjóðviljans hefur glögglega aldrei verið meira en einmitt núna. Öfugt við önnur blöð nýtur það engra tekna frá hinu opinbera, heldur er það rekið í sjálfboðavinnu og fyrir frjáls framlög lesenda, auk þess sem að hin ágæta Bóksala Andríkis skilar einhverjum tekjum. Það er full ástæða til þess að skora á fólk að styðja þetta góða og nauðsynlega framtak með því að láta fé af hendi rakna. Það má bæði gera með föstu framlagi, sem dregið er mánaðarlega af krítarkorti, eða með því að leggja inn á reikning útgáfunnar: reikningsnúmer hennar er 0512-26-000200 og kennitalan 510795-2379. Væru 4.000 krónur ekki við hæfi? Króna fyrir hvert tölublað er ekki mikið.

Umfram allt skiptir þó máli að lesa Vef-Þjóðviljann. Daglega!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Nú, bara farinn að betla fyrir últrahægrimálagnið! Frábært og bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 7.1.2008 kl. 23:05

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hlynur, ólíkt því sem þú berst fyrir - skattfrekri afþreyingarstarfsemi fyrir fólk í þægilegum skrifstofustörfum hjá ríkinu - þá er "últrahægrimálgagnið" þér algjörlega sársaukalaust framtak sem þú ættir e.t.v. ekki að uppnefna nema með hæfilegri virðingu. En þú ræður því auðvitað sjálfur hverju þú berð virðingu fyrir. Ekki er það veski launþega. Svo mikið er víst.

Geir Ágústsson, 10.1.2008 kl. 22:45

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Jú Geir, reyndar ber ég mikla virðingu fyrir launþegum og þeirra hag. Efast hinsvegar um að þú gerir það. Að þú berir virðingu fyrir veskjum kemur mér hinsvegar ekkert á óvart:) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 11.1.2008 kl. 08:52

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Hlynur, þú boðar að ríkið eigi að reyta launþega af launum sínum í þeirra eigin þágu. Með slíka virðingu að vopni hver þarf þá óvirðingu þína?

Ákúrur þínar um að ég miði mínar skoðanir við peninga, á meðan þú samtímis vilt ráðstafa fé annarra með eða án þeirra samþykkis, sýnir að ég á e.t.v. ekki að sóa tíma mínum í orðræður við þig.

Geir Ágústsson, 11.1.2008 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband