Leita í fréttum mbl.is

Ísland á móti lýðræðinu

 

Kínverska fréttastofan Xinhua er ekki ávallt sú áreiðanlegasta, þannig að ekki er öruggt að það sé rétt eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, haft, að Íslendingar geti ekki stutt þjóðaratkvæðagreiðslu Taívana um aðildarumsókn að Sameinuðu þjóðunum, að áformuð þjóðaratkvæðagreiðsla sé mistök og að Íslendingar styðji stefnuna um „eitt Kína“ heilshugar. En það er ekkert ósennilegt að þetta sé rétt hermt hjá Xinhua.

Að því gefnu að svo sé held ég hins vegar að þar sé ráðherrann á villigötum. Má það vera að Lýðveldið Ísland sé á móti þjóðaratkvæðagreiðslum í öðrum löndum? Alveg burtséð frá efni atkvæðagreiðslunnar eða afleiðingum niðurstöðu hennar, sem Ísland getur vel haft skoðanir á, hlýtur það að ganga gegn öllum hugmyndum Íslendinga um erindi sitt í alþjóðasamfélaginu og lýðræðishugsjóninni sjálfri, að leggjast gegn þjóðaratkvæðagreiðslum.

Málefni Taívans og Kína eru að sönnu flókin og af einhverjum ástæðum hafa íslenskir ráðamenn kosið að binda trúss sitt við alræðisstjórnina í Peking fremur en lýðræðisstjórnina í Taípei. Þessi mikla áhersla á tengsl Íslands við einræðisríkið hafa aldrei verið rædd eða skýrð með fullnægjandi hætti. Vonandi rennur sá dagur upp innan tíðar.

Hitt vekur hins vegar furðu, að utanríkisráðherra Íslands leggi lykkju á leið sína til þess að ítreka stefnuna um „eitt Kína“ í sama mund og blóðið flýtur á götum Lhasa, hinnar fornu höfuðborgar Tíbets. Hvernig ber að skilja þá yfirlýsingu ráðherrans?

Kínversk stjórnvöld hafa gefið mótmælendum í Tíbet frest til mánudags til þess að gefast upp og gefa sig fram. Eftir það verður alþýðuherinn láta koma á sínum himneska friði líkt og 1989. Ef það verður gert með sams konar blóðbaði og fjöldahandtökum er erfitt að sjá hvernig íslensk stjórnvöld geta mótmælt því eftir að hafa svo nýverið ítrekað stuðning sinn við „eitt Kína“. Sá er líka munurinn nú og 1989 — og það á við um flest Vesturlönd — að viðskipta- og efnahagstengsl við Rauða-Kína hafa margfaldast síðan. Í viðtalinu við Xinhua lýsti Ingibjörg Sólrún enda  „yfir ánægju með þróun samskipta landanna tveggja og sagði að miklir möguleikar fælust í frekari samvinnu Íslands og Kína.“ Þeir hagsmunir einir og sér kunna að verða þess valdandi að lýðveldið Ísland þegi þunnu hljóði ef til frekari ódæða kemur í Lhasa.

En Ingibjörg Sólrún og ríkisstjórnin öll má vita að hún talar og þegir ekki í nafni Íslendinga. Það þarf enga þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að leiða það í ljós.


mbl.is Íslendingar styðja ekki SÞ-umsókn Taívan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta er orðið ískyggilegt. Ísland er með Hamas á Gaza, Ísland er með Kína í Tíbet, Ísland er með Kína gegn Taívan og lýðræðinu og Ísland gerir ekkert fyrir fólk í Darfúr fyrr en byssurnar hafa þagnað.

Þetta eru greinilega geðþóttaákvarðanir ráðherra sem virðist ekki fylgja neinni ákveðinni stefnu, en ekki þætti mér ólíklegt að ISG hafi tekið þá ákvörðun sem höfð er eftir henni hjá Xinhua. Morgunblaðið hlýtur að hafa rannsakað það .

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.3.2008 kl. 15:09

2 identicon

held að ríkisstjórnin, borgarstjórnin og allt stjórnarbatteríið sé aftengt frá fólkinu, nú erum við almenningur bara þegnar þeirra, ekki húsbændur, það skýrir allskyns furðulegheit úr öllum áttum.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 16:56

3 identicon

Vissulega hljómar það ekki sérlega lýðræðislega róttæk hugmynd að styðja þessar kröfur íbúanna en þeir eru 23 milljónir auk þess sem þjóðin hefur 400.000 manna her.

Minnkandi stuðningur við lýðræðislegar kröfur Taívan skýrist af auknum efnahagsumsvifum og mikilvægi Kína í heimsviðskiptum. Gildin víkja þannig fyrir efnahagslegum hagsmunum og er í þeim skilningi til sölu.  Meira hér fyrir áhugasama: http://stiklur.blogspot.com/2007/06/gildi-og-heildindi-til-slu.html

Jón Helgi (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 17:16

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála. Björk túlkar betur þjóðarsálina en Ingibjörg.

Sigurður Þórðarson, 15.3.2008 kl. 18:52

5 identicon

Eins og öllum ætti að vera ljóst að svona yfirlýsingar (ef réttar eru) gefur ISG eingöngu í nafni ríkisstjórnarinnar. Hvað svo sem má segja um hennar skoðanir þá er það ekki hennar persónulegar skoðanir sem þar koma fram. Svo er eins með alla utanríkisráðherra frá lýðveldisstofnun. En það veistu auðvitað Andrés. Hún sem sagt talar í nafni ...ríksstjórnarinnar.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 21:37

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ingibjörg í Kína! Og talar um lýðræði. Sameinað Kína??? Af því að þetta er nú blaðamaður sem er að vekja á þessu athygli um Kína sameinaða og Íslendingar "styðji" eitthvað Í Kína þá langar mig til að koma með smá innlegg sem fólk er vonandi ekki búin að gleyma.

Ritfrelsi Kínastjórnar: Mörg blöð eru bönnuð. Blaðamenn eru settir í fangelsi. Internetnotkun er takmörkuð með leyfum. Skipulagður hópur með kínverskum læknum starfa við það eitt að t.d. húðfletta fanga og selja til USA og Evrópu sem efni í andlitssmyrsl, líffæri eru teknir úr föngum og seld með skipulögðum hætti sem voru handteknir fyrir að leggja skellinöðrunni sinni á vitlausan stað. Eingöngu vegna þess að þeir voru í réttum blóðflokki og á réttum aldri, voru þeir dæmdir til dauða INN í fangelsinu! Kínverskur læknir sem vann við þetta flúði til USA og sagði frá öllu saman.

Kína er svo stórt að eiginlega er þetta fullt af ólíkum löndum sem stjórna þó sameiginlega með mikilli grimmd, og allt er selt til að afla gjaldeyris. Ég er í e-mail sambandi við verslunarstjóra sem sér um sambönd við kaupendur í Evrópu. Í verksmiðjunni vinna þúsundir manna. Sumir eru með smá laun, aðrir eru á engum launum. Svo eru sumum lánaðir peningar sem aldrei tekst að greiða til baka vegna yfirdráttarvaxta sem slær okkar bankavexti margfalt út.

Vegna stærðar Kína er almennt gott fólk þarna, þótt ömurleg fátækt sé á risastórum svæðum þarna. Ég ætlaði að gefa þessum verslunarstjóra í þessu stórfyrirtæki "headphone" en hann þorði ekki að láta senda sér þetta frá útlöndum af ótta við að missa vinnuna vegna öfundsýki sem það gæti skapað. Hann  á gamla fartölvu og er með internettengingu heima hjá sér, en ég þarf að passa mig á að senda honum linka svo hann lendi ekki í höndum internetlögreglu.

Barnaheimili drepa börn meðvitað úr svelti. Sérstaklega ef þau eru fötluð. Taívan er í betri stöðu en Tíbet að mörgu leyti. Hryðjuverkinn þar á sér enga hliðstæðu. Blaðamenn tala bara ekkert of mikið um þetta og þeir sem koma til Tíbet til að afla upplýsinga er vandlega gætt svo þeir fari nú ekki að segja frá því sem er að ske í Kína.

Kínastjórn er grimmari að Hitler, Stalín, Saddam Hussein og öll hryðjuverkasamtök heims samanlögð verða að kórdrengjum syngjandi í kirkju við hliðina á því sem er að ske í dag í þessu risalandi. 

það var sagt eftir lok seinni "heimstyrjaldarinnar" að Kínverski herinn væri svo stór, að ekki þyrfti nema að vopna hann með einum hníf og hrísgrjónapoka, þá gætu þeir hertekið flest lönd í kring um sig.

Kínverskur almenningur er búin að búa við ógnarstjórn síðan á tímum Mao gamla.

Sleikjuskapur Íslenskara ráðamanna fékkst ekki betur staðfestur en þegar Falu Gong fólk á Íslandi voru með friðsamleg mótmæli, en voru samt fjarlægð með lögregluvaldi til að þóknast geðsjúkum og morðóðum glæpamanni sem kom í opinberri heimsókn til Ísland hér á dögunum.

Já, Björk er eini íslendingurinn sem ekki sleikir rassgatið á Kínverskum stjórnvöldum. Viðskiptasambönd við Kína þurfa Íslendingar ekkert á að halda. En Íslensk fyrirtæki eru búnir að opna skrifstofur þarna og nota svo sannarlega sömu aðferðir við vinnuþrælkun sem þykir sjálfsagður hlutur þar í landi og er undir verndarvæng stjórnvalda.

Viðbjóðurinn sem stjórnvöld standa fyrir gerir alla aðra harðstjóra í heiminun að algjöru djóki þegar þeim er líkt saman.

Já það var gott hjá Ingibjörgu að styðja Kínastórn til að auka vinsældir sínar við Kínverska stórglæpamenn!. Af hverju er verið að krítisera hana á Íslandi??

Utanríkisráðherra Íslands er landinu til stórskammar og þreytist ekki á því að auglýsa Íslensk stjórnvöld sem mestu vesalinga og aumingja á öllum sviðum sem hægt er að hugsa sér. Enda ekki vanþörf á að heimurinn fái að vita hvað Íslensk ríkistjórn samanlögð stendur fyrir.

Hvað eru margir blaðamenn með í þessarri ferð Ingibjargar? Tengdamma er kínversk og flúði til Norpur Tailands og ef bara 1% af því sem hún hefur sagt mér er satt, er það nóg til að til að henda Kínveska sendiráðinu út og öllu því hyski sem sem styður og tekur málstað Kínastjórnar.

Alveg merkilegt hvað Ingibjörg sækir í versta félagsskap sem finnst á jörðinni. Þaðsegir eitt og annað hvaða perónu sú norn hefur að geyma. Vonandi er hún bara geðveik, ég hef samúð með því fólki sem hefur geðsjúkdóma. Ef hún er það ekki, er hún ófreksja í mannsmynd með öllu því innræti sem því fylgir.

Óskar Arnórsson, 15.3.2008 kl. 22:46

7 identicon

Þetta snýst og mun alltaf snúast um peninga. Sem eru að sjálfsögðu lyktarlausir.

Það land sem tekur upp á því að láta sína stjórnmálamenn vera heiðarlega útávið er land sem verður undir.

Úlfur (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband