Leita í fréttum mbl.is

Hrein bilun

moska 

Það er auðvitað hrein bilun að vekja fólk upp að svefni hinna réttlátu með bænakalli kl. fimm um morgun. Þórarinn Ingi Jónsson, hinn frumlegi listnemi og sprengjusérfræðingur Listaháskóla Íslands (LHÍ), sem stendur fyrir ósköpunum segir „að bilun í hugbúnaði hljóti að hafa valdið því að upptaka af bænakalli múslima fór að hljóma klukkan fimm í nótt.“ Er það nú víst? Samkvæmt sið múhameðstrúarmanna ber að ganga til bæna fimm sinnum á dag, í fyrsta sinn við dögun. Sólarupprás í Reykjavík í morgun var kl. 4.51, svo máske var hugbúnaðurinn einmitt að virka fullkomlega.

Að sögn listnemans var tilgangurinn með tiltækinu að „koma með mótvægi við neikvæða umræðu um íslam í hinum vestræna heimi.“ Mikið gekk það nú vel!

Fram kom í frétt um málið að Þórarinn hafi stundað nám við LHÍ í um tveggja mánaða skeið, þannig að tæpast telst hann nú fullnuma. Það vekur hins vegar spurningar um hvers vegna skólayfirvöld í LHÍ tóku hugmyndinni svo opnum örmum, ekki síst í ljósi þess að hún er fráleitt frumleg. Ég held að það hafi verið sumarið 2002, sem bænaköll múslima ómuðu reglulega yfir miðbæ Reykjavíkur frá Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Þar var þá sýning um menningu araba og ekki af miklu að taka í myndlistinni eins og gefur að skilja. Mér er það í fersku minni, enda vann ég í Hafnarhúsinu þá. Bænaköllunum var vægast sagt misvel tekið, en það sem mér þótti einna merkilegast var að arabískur starfsmaður fyrirtækisins var hreint ekki ánægður með uppátækið og þótti móðgun og nánast guðlast að dæla út bænaköllum í auglýsingaskyni eða „listrænum tilgangi“.

Hitt er svo annað mál, að þarna er máske ein skýringin á því hversu illa borgaryfirvöldum hefur gengið að verða við óskum safnaðar múslima um lóð undir mosku hér í höfuðstaðnum. Morgunsvæfum mörlandanum þykir alveg meira en nóg að þurfa að þola kirkjuhringingar um ellefuleytið einu sinni í viku. 


mbl.is Bilun í hugbúnaði kveikti á bænakalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki fyrir mjög mörgum  árum var ég með flokk byggingarmanna í vinnu og þurftu þeir að nota hamra við  mótauppslátt.  Það lá á að ljúka verki  og komið fram um klukkan  10 um kvöldið, en þá mætti lögreglan á svæðið og óskaði eftir því að mennirnir hættu  vinnunni  vegna ónæðis og kvartana nágranna.  Það hljóta að vera til einhver  lög og reglugerðir um svona lagað!  Varla þarf hann Allah hinn mikli að vera að láta að hæla sér hér upp á Íslandi að næturlagi, eða þjáist hann af einhverri minnimáttarkennd  og athyglissýki? Eða er svo ástatt um listamanninn, ef  til vill? (bænakallið er að mestu lofsöngur um Allah og  hann Mó) 

Ljónshjarta I (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 17:17

2 Smámynd: Andrés Magnússon

Ég hygg að það séu skýr ákvæði um næturfrið í bæjar- og lögreglusamþykktum um land allt, en efa að beinlínis sé fyrir um það mælt í lögum.

Hitt er svo annað mál, að þrátt fyrir að bænir múslima fimm sinnum á dag séu einn hornsteina íslams er ekkert sem býður að kalla verði menn til bæna með köllum úr mínarettum eða hjóðkerfum. Það er aðeins sem hver annar siður, vissulega samofinn trúarlífi margra, en ekki helgur. Hvað þá að slíkt njóti einhverrar mannréttindaverndar eins og sumir virðast ímynda sér. Ekki fremur en blæjurnar, sem eiga sér enga trúarlega stoð í Kóraninum.

Andrés Magnússon, 3.5.2008 kl. 18:10

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Er það ekki hrein bilun að þurfa að biðja fimm sinnum á dag. Andskotinn hafi það bara! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.5.2008 kl. 23:41

4 identicon

Sæll Andrés

Sé ég tár á hvarmi Andrés?Slæm athygli er betri en engin athygli og illt umtal er betra en ekkert umtal. Hér er á ferð upprennandi, kotroskinn, sjálhverfur listamaður í borg þar sem ekki verður þverfótað fyrir sjálhverfu fólki. Málsvörn Þórarins Inga er þessi-þar sem er offramboð á kárínum verður að toppa delluna með enn stærri dellu.Kolla tekur viðtal við piltinn og hann skýrir mál sitt.Vera má að þátturinn Sjálfstætt fólk geri honum góð skil í haust.

Róbert Trausti Árnason (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 09:05

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það er ekki svona langt síðan þetta var í Hafnarhúsinu, Andrés. Ég man vel eftir þegar ég talaði við konu í síma á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, sem er í næsta húsi, og ég heyrði ekkert í henni á meðan þetta gekk yfir. Hún afsakaði þetta bak og fyrir og sagði starfsfólk í húsunum í kring verða himinsælt þegar þessum ósköpum lyki. Það heyrðist bókstaflega ekki mannsins mál á meðan þetta glumdi.

En kannski hafa þeir bara stillt græjurnar of hátt.

Bendi þér og öðrum á að kíkja hingað og taka afstöðu - helst að vera með auðvitað!

Lára Hanna Einarsdóttir, 4.5.2008 kl. 13:59

6 identicon

Leonard Cohen.

Hringdi bjöllum.

Kallaði sig Stefán.

Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband