Leita í fréttum mbl.is

Stöðvum landflóttann!

landflotti

Það eru vitaskuld vondar fréttir að Baugsmenn kjósi að flytja einhver félaga sinna úr landi, en fyrir vikið munu vafalaust einhverjir missa vinnuna, hið opinbera verður af tekjum o.s.frv. Ekki síst er það blóðugt þegar haft er í huga að upphaflega voru fyrirtæki Baugs að mestu leyti fjármögnuð af íslenskum launþegum í gegnum lífeyrissjóðina

Á hinn bóginn er vitaskuld langt síðan Baugsmenn hófu flutning ýmissar starfsemi sinnar til annara landa, fyrst og fremst Bretlands, en einnig til Færeyja, Danmerkur og Bandaríkjanna, að ekki sé minnst á feitu jómfrúna, þ.e.a.s. Virgin Gorda á Bresku Jómfrúreyjum.

Fyrst ekki var betri fréttir að finna í Morgunblaði morgundagsins, fór ég því að fletta gömlum Moggum til þess að finna betri fréttir úr fortíð. Rakst ég þá ekki á þessa ljómandi skemmtilegu auglýsingu úr félagsstarfi Sjálfstæðisflokksins frá 1980, sem gefur að líta að ofan. Þá stóð yfir mikil fundaherferð á vegum Sambands ungra sjálfstæðismanna undir kjörorðunum „Stöðvum landflóttann“, en þá var venju fremur þröngt í búi hér heima á skeri. Sem sjá má lét Hreinn Loftsson ekki sitt eftir liggja og vildi helst færa í tal skattamál og réttindi einstaklingsins. Eins og kunnugt er hafa þau málefni ekki verið honum síður hugleikin að undanförnu en þá í fyrndinni.

Líkt og áður hefur verið bent á hér á síðunni er Hreinn „stjórnarmeðlimur“ í Baugi Group, fyrrverandi stjórnarformaður, lögmaður félagsins og einn helsti consiglieri hins núverandi starfandi stjórnarformanns, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Væri ekki ráð að hann tæki upp þráðinn á ný og legði sitt af mörkum til að stöðva landflóttann?


mbl.is Mun flytja einhver félög Baugs til annarra landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú verður að upplýsa okkur um hvar frummyndin af Hreini fæst keypt. Áður en Baugsmenn koma í veg fyrir frekari birtingar. Að öðru leyti vísast í greinar Indriða H. Þorlákssonar um ofmetnar tekjur okkar af útrásarfyrirtækjum.

bara ég (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 21:41

2 identicon

Vantar ekki líka inn á CV talninguna að hann var aðstm. Davíðs?

Reyndar áhugavert hve margir af aðstoðarmönnum DO hafa lent upp á kant við hann (eða öfugt).

Krissi (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband