Leita í fréttum mbl.is

Möppudýrin misskilja netið

Nefnd um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi, sem Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, skipaði á síðasta ári, hefur loks lokið störfum. Áliti nefndarinnar var skilað til Geirs H. Haarde, núverandi forsætisráðherra, í dag og á vef Stjórnarráðsins mátti sækja .pdf-skjal, sem inniheldur skilabréf og skýrslu nefndarinnar, ásamt drögum að frumvarpi og kynningarbréf til forseta Alþingis. Þetta birtist vitaskuld á vef forsætisráðuneytisins, sem einnig hefur á sinni könnu íslenska upplýsingasamfélagið, sem á að leiða rafræna og gegnsæja stjórnsýslu og allt það.

En það er svo skrýtið að þetta merka plagg, sem unnið hefur verið í ritvinnslukerfi, sett upp og prentað; hefur síðan verið skannað inn til útgáfu í nefndu .pdf-skjali. Það skjal inniheldur sumsé ekki lengur texta, heldur myndir af texta. Ætli hinar og þessar skrifstofur hins opinbera séu svo ekki með fólk í vinnu hjá sér við að slá textann inn að nýju í tölvukerfi sín, þar sem einhver mun síðar raða þeim í stafrófsröð áður en hann setur þau í tætarann. Nei, stjórnkerfið hefur enn ekki áttað sig á netinu.

Það verður því að bíða ögn að ég birti gagnrýni mína á skýrsluna og frumvarpsdrögin, enda nauðsynlegt að henni fylgi allýtarlegar tilvitnanir, en sjálfur vil ég forðast í lengstu lög að þurfa að slá inn þessa ömurð sjálfur og reyni því að nálgast frumskjalið, þar sem má afrita textann. En til þess að gefa lesendum nasasjón af henni get ég þó sagt að ég tel frumvarpsdrögin hættulegustu aðför að lýðræði á Íslandi frá öndverðu. Meira um það síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég skrifa þeim og bendi á þetta.  Skönnuð pdf skjöl eru harla ólæsileg - það er reyndar best að hafa skýrslur ekki bara á pdf formi heldur líka t.d. sem venjuleg textaskjöl sem það þurfi engar kúnstir við að afrita kafla úr þeim.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 22.11.2006 kl. 18:02

2 Smámynd: Jónas Björgvin Antonsson

Hva, er'ett'ekki bara allt með ráðum gert...

Annars mega þetta vera nett mögnuð drög ef í þeim felst svo hættuleg aðför að lýðræðinu að það má nánast sjá þig svitna við lesturinn. Verður gaman að sjá hvað þú gefur upp (af því að ég er allt of latur til að nenna að garfa í'essu sjálfur).

J#

Jónas Björgvin Antonsson, 23.11.2006 kl. 15:58

3 Smámynd: Andrés Magnússon

Rétt að taka það fram, að þessu hefur verið kippt í liðinn hjá ráðuneytinu. Takk fyrir það!

Andrés Magnússon, 30.11.2006 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband