Leita í fréttum mbl.is

Páfi pólitísks réttrúnaðar

Um daginn kom fram að Benedikt páfi XVI. tæki fram í formála nýrrar bókar sinnar um Jesúm Krist frá Nazaret, að þær skoðanir, sem hann setti fram þar, væru opnar fyrir gagnrýni. Með þessu þótti hann draga sterklega í efa óskeikulleika páfa, því guðfræðingurinn Joseph Ratzinger geti illa skilið milli sín og embættis síns. Nú er ég ekki pápisti, þannig að ég hef aldrei viðurkennt óskeikulleika hans heilagleika. en mér þótti þessi póstmódernismi úr páfastóli honum ekki til álitsauka.

Í dag les ég í fréttum frá Tyrklandi, að páfi hafi samsinnt þeim orðum Recep Tayyip Erdo%u011Fans, forsætisráðherra Tyrklands, að „íslam væri trúarbrögð friðar, kærleika og umburðarlyndis“! Erindi páfa til Tyrklands var að bæta samskiptin við aust-rómversku réttrúnaðarkirkjuna, sem skildi við Róm árið 1054 og því varla seinna vænna. En manni sýnist helst á þessu að hann sé á góðri leið með að breyta kaþólsku kirkjunni í pólitíska rétttrúnaðarkirkju. Er hann galinn eða er allt til salgs?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband