Leita í fréttum mbl.is

Einsatzgruppe 1627

Orðið á götunni, persónulegur bloggur Andrésar Jónssonar formanns Ungra jafnaðarmanna, greinir frá því að Sveinn Arnarson, ungur jafnaðarmaður á Akureyri, hafi fengið inn um lúguna hjá sér umslag stappfullt af kynþáttaáróðri, þó ekki sé farið nánar út í þá sálma.

Umslagið var merkt „Group 1627“, sem væntanlega vísar til Tyrkjaránsins í Vestmannaeyjum, en um miðjan júlí 1627 gerðu um 300 sjóræningjar úr Barbaríinu strandhögg þar og hnepptu 242 Vestmannaeyinga í þrældóm og seldu í Algeirsborg. Ætli það megi ekki telja til hryðjuverks? Allt um það er tæplega hægt að kenna Tyrkjum eða Serkjum um ránið, þó sjóræningjarnir hafi notið griða Barbarísins og selt ánauðarfeng sinn þar. Þetta voru allra þjóða kvikindi og sjálfsagt flestir útlagar úr Kristindómnum (Evrópa var sjaldnast svo nefnd á þeim dögum).

Hitt er svo annað mál, að það er sjálfsagt full ástæða til þess að hafa áhyggjur af sókn íslamista í Evrópu þessa dagana, en það kemur kynþáttum ekkert við. Öðru máli kann að gegna í norðaustanverðri Afríku, þar sem arabar fást enn við að hneppa negra í þrældóm, en það liggur nánast í þagnargildi. 

Aftur til Akureyrar: Hvers konar þjóðernissinnar eru það, sem nefna sig „Group 1627“? Það mætti halda að ástkæra, ylhýra væri ekki nógu fínt fyrir þá. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Allt er reynt til þess að hræða fólk um þessa skrítnu og öðruvísi manneskjur sem koma frá... Guð minn góður, öðru landi!!  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.11.2006 kl. 11:25

2 identicon

Ég væri til í að fá þetta bréf og ramma það inn. Þetta bréf er algjör snilld og löngu komin tími til að einhver þori að lýsa reiði sinni yfir þessa helvítis múslima. Það á að útrýma þeim öllum svo vestrænn heimur geti andað léttar og þurfi ekki að eiga á hættu að verða fyrir barðinu á þeim.

ingþór Ingólfsson (IP-tala skráð) 3.12.2006 kl. 22:50

3 identicon

Það er merkilegt hvað þetta meinta hatursbréf gegn múslimum frá s.k Group 1627 hefur notið mikillar hylli fréttamanna og bloggara. En hlustandinn, áhorfandinn og lesandinn er engu nær. Enginn ómakar sig á því að upplýsa um innihaldið. Maður fær að heyra og lesa um að viðtakendur séu miður sín og vart mönnum sinnandi eftir móttöku á ósköpunum og jafnvel kært til lögreglu allan ósómann (nú væri kannski gott að hafa góða greiningardeild). Er ekki hér á ferðinni dæmigerð "ekki frétt", sem á ekkert erindi í alvarlega þjóðmálaumræðu? 

Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband