Leita í fréttum mbl.is

Það ætti einhver annar að skoða þetta

Auðvitað er það rétt hjá Landsbankanum að svara ekki fyrirspurninni á annan hátt. Bankaleynd leyfir það ekki og nógu standa bankarnir völtum fótum svo þeir fari ekki að rugla í því.

Löggjafinn á enda ekkert með að vera að setja sig í stellingar sem rannsakari og dómsvald.

Það vekur hins vegar spurningar hvort málið kalli ekki einmitt á athugun annarra til þess bærari yfirvalda.

Jón Ásgeir hefur með yfirlýsingum og málshöfðunarhótunum sínum staðfest að hann sé potturinn og pannan í því að hreinsa bestu bitana út úr 365 í nýtt og nánast óspjallað félag. Hann sjálfur. En nú má hann ekki — eins og nokkuð hefur verið um fjallað — veita nokkru félagi forstöðu, hafa prókúru eða annað ámóta, af því að hann er dæmdur maður.

Vel má vera að hann sé með hið nýja félag leppað í bak og fyrir, en fyrir liggur viðurkenning hans á því hver sé aðalmaðurinn. Vissi Landsbankinn það ekki? Er ekki augljóst að hann var að taka þátt í óhreinindum með dæmdum manni? Það mætti og ætti að rannsaka.


mbl.is Báru fyrir sig bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skulum gera ráð fyrir að fjármálaeftirlitið eigi að skoða þessa hluti og geri það.

Palli (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 14:59

2 identicon

Erlendir aðilar eru furðu lostnir yfir því að enginn,  hafi þurft að segja af sér vegna fjármálahneysklinins á Íslandi.  Ég fer með veggjum í dag ,  margir erlendir aðilar -  bankar og fyrirtæki hringja stanslaust og spyrja frétta !!   Við erum spilltasta land í Evrópu.    Geir talar eins og hann sé að vinna baki brotnu VEGNA okkar.  almúgans !!  Ég vil hann burt og meðráðherra hans Þorgerði sem talar í dag - ein og ekkert hafi gerst !!!  Ræða bara um útvarpslög - ekki satt. !

Hvað finnst þér Andrés ?

Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 00:29

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Burt séð frá því hver á í hlut, þá á Alþingi ekki að fara fram á það við bankana að þeir brjóti lög. 

Alþingi væri raunar nær að líta í eiginn barm og skoða hvaða lög það samþykkti gagnrýnilaust eða gagnrýni lítið, sem varð til þess að hinir og þessir aðilar í þjóðfélaginu hafa geta skuldsett sig á kostnað þjóðarinnar.  En það er bara eins og Elín Árnadóttir  bendir á, "ekki benda mig þó ég hafi sofnað á vaktinni".

Annars fannst mér bæði Geir og Ingibjörg svara ýmsu á fundinum í gær í mikilli afneitun.  Anndrés, þú varst á fundinum og mér fanns svipurinn á þér, þegar myndavélinni var beint að þér, vera þannig að þú værir ekki að kaupa allt sem sagt var.  Það getur svo sem verið rangt hjá mér.

Marinó G. Njálsson, 15.11.2008 kl. 12:04

4 Smámynd: Landfari

Það  sem vekur athygli mína er að Jón Ásgeir skuli yfir höfuð vilja verja einum og hálfum milljarði í þessi félög. Núna þegar peningar eru dýrir og vandfundnir.  Varla getur það verið  fjárhagslegi ávinningurinn sem þessi félög skila í ársskýrslunum sem hvetur hann til þess arna.

Mig grunar það það búi aðrir hagsmunir að baki. Skoðanmyndandi áhrif fjölmiðla geta verið gulls ígildi eins og dæmin sanna.

Landfari, 17.11.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband