Leita í fréttum mbl.is

Boðið upp í dans


Á kosninganótt getur ýmislegt ófyrirséð gerst og jafnvel í beinni útsendingu, eins og ég fékk sjálfur að reyna í viðtali við Ríkissjónvarpið, þegar minn gamli skólabróðir Úlfur Hróbjartsson fékk þá skínandi hugmynd að hringja í gemsann minn, sem hann réttilega giskaði á að ég hefði gleymt að þagga niður í.

Annað slíkt ógleymanlegt augnablik átti sér stað á sjötta tímanum um nóttina, þegar viðtal var tekið við Illuga Gunnarsson, þingmann okkar Reykvíkinga, á heimili hans, þar sem margir voru gestkomandi að samfagna honum. Tveir gestanna ákváðu að reyna að fipa þingmanninn með því að hafa uppi hljóðlátan dáraskap utan myndsviðs tökuvélarinnar, en þannig að Illugi kæmist ekki hjá því að sjá þá. Hann stóðst þessa þrekraun með prýði, en þeir félagar áttuðu sig ekki á einum óvæntum gagnleik myndatökumannsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband