Leita í fréttum mbl.is

Það má víst ekki hýða þá

Einhverjir eru að furða sig á að samráðsforstjórarnir skuli ákærðir meðan olíufélögin sjálf eru fyrir rétti. Ekki ég. Hefði meira að segja kosið að félögin væru skorin úr snörunni. Ég ræddi um þetta mál á Stöð 2 fyrir um þremur og hálfu ári, eftir að í ljós kom að olíufélögin höfðu meðgengið fyrir samkeppnisyfirvöldum og leitað samninga. Mér sagðist svo frá:

Ég vona að dómstólar sekti olíufélögin ekki um eina krónu, heldur segi þeim að fara og syndga ekki framar. Því eins og ég minntist á hér fyrir viku, þá vitum við öll hverjir borga sektir olíufélaganna þegar allt kemur til alls. Það verða viðskiptavinir þeirra, ef viðskiptavinur er orðið sem ég er að leita að.

En hvað á þá að gera? Við höfum aflagt líkamlegar refsingar, svo við getum víst ekki bundið þessa kalla við kagann og látið hýða þá, þó það sé óneitanlega freistandi.

En við höfum annan kost, kost sem ég er sannfærður um að sé áhrifaríkari og réttlátari, bæði í nánd og firð. Hvað segið þið um að þessir kallar verði látnir sæta ábyrgð? Og þá meina ég þessa kalla, en ekki olíufélögin. Fyrir þessum fyrirtækjum fóru nefnilega framkvæmdastjórar, stjórnir og stjórnarformenn. Og þeir eiga að bera ábyrgð. Þeim eru borguð himinhá laun, ekki vegna þess að vinnudagurinn sé svo langur, hvað þá vegna þess að það sé svo mikill vandi að reka olíufyrirtæki á Íslandi við þessar aðstæður, heldur vegna þess að þeir eru í ábyrgðarstöðum og ábyrgðin er mikil. Og þá eiga þeir líka að sæta ábyrgð.

Þess vegna vona ég heitt og innilega að olíufyrirtækin verði látin sleppa með tiltal en að stjórnendur þeirra verði dæmdir til ævintýralegra sekta.  Þá er tryggt að neytendur verði ekki látnir borga benzínbrúsann eina ferðina enn og um leið ætti að það að forða forstjórum framtíðarinnar frá því að falla í freistni.

Ég sé ekki ástæðu til þess að hnika orði af þessu núna. 


mbl.is Þrír einstaklingar ákærðir vegna samráðs olíufélaganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Fullkomið rugl. Með sömu rökum ætti aldrei að sekta nein fyrirtæki fyrir að svindla á almenningi. Það voru olíufélögin sem högnuðist á okkur. Hvers á til dæmis Atlantsolía að gjalda, svindlaði ekki en er nú í samkeppni við fyrirtækin sem eiga að sleppa við sekt? Auðvitað á að sekta þremenningana og helst að stinga þeim í 4 ár í fangelsi en hýðingar eru mér ekki að skapi.

Bæði félögin og forstjórarnir eiga að borga okkur til baka það sem þeir/þau svindluðu á okkur.

Hlynur Hallsson, 13.12.2006 kl. 23:16

2 identicon

Þessi skrif lýsa þekkingaskorti af hagfræði, sama og Davíð (sem gerður var að Seðlabankastjóra í kjölfarið ???) lét fara frá sér á svipuðum tíma í sjónvarpsviðtali.

Annað hvort gengur Andrés útfrá því að olíufélögin séu vísvitandi með minni álagningu til að græða minna af gæsku sinni en munu minnka gæsku sína vegna sektanna og fara að græða meira, en hafi ástandið verið svo, þá var þetta samráð um halda verðinu niðri en ekki uppi

 eða

olíufélögin eins og önnur fyrirtæki haga sinni verðlagningu til að hámarka hagnað til skamms eða langs tíma og í hvorugu tilfellinu munu sektargreiðslur breyta því hvaða verðlagning gefur mestan hagnað.

Og þar fyrir utan hefur réttilega verið bent á dælulykil Atlantsolíu, þ.a. eingöngu vitleysingarnir (Andrés?) myndu láta olíufélögin ná sektinni til baka úr eigin vasa.

Haukur (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 01:27

3 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Ég vil nú reyndar taka undir refsihugmyndir Andrésar hér en myndi vilja ganga miklu lengra. Mér finnst kominn tími til að fyrirtæki á markaði lendi virkilega illa í því að haga sér með þessum hætti og stjórnendur þeirra líka. Svona brot gegn neytendum eiga að vera mjög alvarleg og hvers vegna er ekki hægt að ræða frelsisskerðingu fyrirtækja í hegningarlögum rétt eins og frelsisskerðingu einstaklinga sem sýna endurtekinn og einbeittan brotavilja gegn öðrum???

Og by the way Haukur, samráðið var ekki til að halda verði niðri heldur til að halda því uppi fyrir hámarkshagnað fyrirtækjanna á okkar kostnað.  

Við svona gífurlega alvarlegum brotum fyrirtækja eiga ekki eingöngu að vera sektir. Það ætti að refsa forstjórum þeirra því þeir bera ábyrgð á slíkri glæpastjórn ... og jafnvel refsa stjórnarmönnum (sem þó ekki endilega gátu vitað af þessu). Svo ætti að svipta fyrirtækið frelsi þannig að það væri gert að sæta frelsisskerðingu markaðarins - eða semsagt að vera svipt leyfi til að starfa á markaði tímabundið. Bara rétt eins og við myndum missa leyfi til að taka þátt í samfélagi okkar ef okkur dettur í hug að fremja mjög alvarlega glæpi gagnvart náunganum.  Ef svo alvarlegar refsingar væru við slíkum brotum myndi stjórnendum aldrei detta í hug að setja fyrirtæki sitt í slíka hættu.

Hvernig er það með tryggingafyrirtækin - er ekki verið að rannsaka samráð þar? Var búið að komast að niðurstöðu í því máli?   

Andrea J. Ólafsdóttir, 14.12.2006 kl. 11:31

4 identicon

Andrés - trúirðu þessu sjálfur?  Eða hefurðu ekki sjálfstæða hugsun og hefur apar bara eftir Davíð?

Bara svona til að segja þér - og Davíð - beinum orðum hvað er rangt við þessa kenningu þá eru þrjú olíufélög sem eru kærð fyrir samráð en það eru í dag fjögur félög á markaðnum.  Reyni þessi þrjú félög að velta sektunum út út í verðið hjá sér þá munu neytendur versla við fjórða félagið sem ekki þarf að hafa áhyggjur af sektum.

Ég hélt reyndar að þetta væri grunnurinn að þeirri hagfræði sem lífspeki þín gengur út á þannig að þú ættir að skilja þetta.    Og þó - maður skilur betur þessa lífsspeki þegar það opinberast að hún er byggð á svona misskilningi út í gegn!

Ekki það, ég hef ekki áhyggjur af þér, Andrés, þú ert sauðmeinlaus.  Það er sú staðreynd að við erum með Seðlabankastjóra sem er með sömu ranghugmyndir sem hræðir mig! 

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 23:52

5 identicon

Steingrímur. Þetta virkar ekki alveg svona, góurinn. Vissulega eru 4 olíufélög núna, en þetta fjórða er lítið og með afgreiðslur á fáum stöðum. Til viðbótar, ef sektirnar verða verulegar og falla á þessi þrjú félög, þá munu þau hækka verð. Þetta fjórða mun síðan hækka líka, vera samt aðeins undir hinum, en þar sem það þarf ekki að vera nema aðeins undir hinum munum við þurfa að borga brúsann. Aftur.

Þannig virkar þetta. 

Þórarinn Stefánsson (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband