Leita í fréttum mbl.is

Klámhögg

Þessi klámkappræða í Silfri Egils fannst mér furðuleg og lýsandi um ruglið, sem vaðið hefur uppi í því samhengi. Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi vinstrigrænna og góðborgari samkvæmt eigin játningu, hljóp hratt yfir sögu og setti samasemmerki milli kláms, vændis, mansals og barnakláms, þó hún skipti raunar um skoðun nokkrum setningum síðar og notaði > og => jöfnum höndum í stað samasemmerkisins. Þetta taldi hún sjálfgefnar forsendur umræðunnar og vildi ekki ræða málin nema út frá því. Þess vegna vildi hún berjast gegn mansali með því að fara gegn hvers kyns klámi. Guðmundur Steingrímsson staldraði aðeins við þetta og spurði hvort ekki væri nær að fara beint fram gegn mansali ef það væri höfuðvandi þjóðarinnar. Sóley fannst það nú alls ekki og vildi Sieg an allen Fronten. Jájá. Það er þá sjálfsagt rétt að setja sömu snillingana til þeirra verka og gerðu Ísland eiturlyfjalaust árið 2000. Verður Ingibjörg Sólrún ekki komin á vinnumarkaðinn 13. maí?

Ég hjó líka eftir því að Sóley tönnlaðist á því að það þyrfti ekki að ræða þessi mál af því að klám væri ólöglegt á Íslandi. Punktur basta! En hver sá, sem hefur fyrir því að lesa hina fremur óljóst orðuðu grein hegningarlaga um klám, sér að þar er ekki gerð minnsta tilraun til þess að skilgreina óskapnaðinn. Á hinn bóginn má af refisheimildunum sjá, að tilhæfið þykir ekki ýkja alvarlegt nema börn komi við sögu. En hvernig er það, ef eitthvað er í lögum, er það þá bara þannig og ekki tækt til umræðu?! Samkvæmt því eiga vinstrigrænir ekkert upp á dekk með andstöðu sína við virkjanir og stóriðju, enda allt margsamþykkt á Alþingi.

Þegar umræðan fór að verða of erfið neitaði Sóley svo að ræða málið frekar, sagði það ekki eiga neitt erindi í umræðuþátt eins og Silfrið, það væri verkefni fyrir lögfræðinga, kynjafræðinga og félagsfræðinga. Það var og. En umfram allt ekki fyrir opnum tjöldum eða þannig að við ótíndur almúginn komi að málum.

Það var fleira ruglið í þessarri umræðu, sem verður kannski tilefni frekari skrifa hér. En ég skora á alla að horfa á þáttinn, því hann var mjög upplýsandi. Bara ekki um umræðuefnið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll Andrés. Þú færð hrós skilið að vera svo snöggur að koma með "grein" eftir þáttinn. Vona að þú hafir séð Jón Sigurðsson standa sig afar vel?

Ég get ekki reynt að orða þetta sem þú segir, betur! Sammála...

Sveinn Hjörtur , 4.3.2007 kl. 14:06

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef verið að skoða bloggið hennar Katrínar Önnu undan farið. Ef maður vill nálgast þetta umræðuefni á öðrum forsendum en feminista, þá er maður "fordómafullur og illa upplýstur". Smá um síðuna hér

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.3.2007 kl. 14:25

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Átti að vera hér ..sry

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.3.2007 kl. 14:28

4 identicon

Það er mikið að þú ferð að blogga aftur.

Ég persónulega grét af hlátri og litla frjálslynda hjartað mitt gladdist mjög að sjá gelgjustælana, ranghvolfandi augunum ofl hjá þessum mega komma. Einfaldlega vegna þess að þarna tapaði VG allavega tíu prósenta fylgi ef ekki meir.

Þeir eru búnir að reyna að fela Kolbrúnu undanfarið en þá slapp þessi út. Þeim (VG) tekst ekki að fela eðlið alveg fram að kosningum og þess vegna er engin hætta á að þeir komist í stjórn.

Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband