Leita í fréttum mbl.is

Leitað langt yfir skammt

Já, það þykja athyglisverðar fréttir vestur í Bandaríkjunum þegar forstjóri stórfyrirtækis er verðlaunaður með aukagreiðslum þó hagnaðurinn hafi minnkað. Þetta eru engar smáupphæðir: 13,2 milljónir Bandaríkjadala, sem samsvara um 883 milljónum króna. En þarf að leita svo langt eftir slíkum fréttum? Þess háttar tölur hafa líka sést hér á Íslandi, þó það sé sjaldgæft, og það hjá nokkuð minni fyrirtækjum en Motorola.

Í ljósi frétta af frekari taprekstri hjá 365 (áður Dagsbrún) væri kannski ómaksins vert fyrir fjölmiðla, nú eða hluthafa, að kynna sér kaupréttarsamninga og bónusa hjá æðstu stjórnendum. Það er þó ekki allt á sömu bókina lært. Sumir virðast hafa lent í því að draga hlutafjárverðið hraðar niður en svo að þeir næðu að innleysa hagnað. Það lítur ekki vel út í CV.


mbl.is Forstjórinn fékk milljónir í þóknun á meðan hagnaður minnkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fengu ekki stjórnendur 365 miðla vegleg laun (samtals ca. 160 mió.kr.) á síðasta ári þrátt fyrir tap upp á rúma 5 mia.kr. hjá fyrirtækinu....??!???!????!!!?? 

Örn Jónasson (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband