Leita í fréttum mbl.is

Litlir karlar og stórir

Það var undursamlegt að horfa á viðtalsþáttinn með Milton Friedman í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi, sem Bogi Ágústsson stýrði ágætlega. Þessi endursýning frá 1984 var einkar gefandi fyrir frjálshyggjumann á miðjum aldri eins og mig, en einhverveginn hafði mér — 19 ára síblönkum menntaskólanema — tekist að öngla saman fyrir hádegisverðarfundinum, sem andmælendur Friedmans í sjónvarpssal kváðust ekki hafa efni á að sækja.

Friedman var ekki hávaxinn maður, en samt var með ólíkindum að sjá hvað hinir norrænu langintesar, Bakkabræðurnir Stefán Ólafsson, Birgir Björn Sigurjónsson og Ólafur Ragnar Grímsson, voru miklu smærri en hann. Nú, 22 árum síðar, voru skoðanir Friedmans jafnskýrar og lifandi og þá, en hinir vinstrisinnuðu viðmælendur hans voru eins og aftur úr allt annarri öld. Sem þeir vitaskuld voru. Og eru.

En þarna sátu þeir kotrosknir og drýgindalegir, krossleggjandi skankana í takt, og mótbárurnar svo fáfengilegar, einatt á misskilningi byggðar og svo illa fram settar, að aumingjahroll setti að manni. Ég veit ekki hvorum ég vorkenndi meira: þeim að skilja þessa heimild eftir sig eða Friedman að þurfa að ansa þessu rausi í klukkutíma og kortér.

Hitt er svo annað mál, að nú skilur maður betur hina furðulegu grein Stefáns Ólafssonar um Friedman, sem birt var í Lesbók Morgunblaðsins um liðna helgi. En gat Morgunblaðið virkilega ekki sýnt minningu Friedmans meiri sóma en að birta þessa síðbúnu hefnd Stefáns? Að ekki sé minnst á sjálfsvirðingu Lesbókarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Heyr, heyr.

Snorri Bergz, 12.12.2006 kl. 14:09

2 identicon

Þetta er hárrétt hjá þér Andrés. Þetta viðtal er einhver merkasta heimild okkar íslendinga um vinstrivilluna í landinu, sem fyrir einhvern ótrúlegan aumingjaskap þjóðarinnar, rataði að lokum inn á Bessastaði.

 Umræddar kappræður eru einhvert það mesta konfekt sem sjónvarpið hefur borið á borð fyrir hina skikkuðu styrkjendur sína á síðustu árum. Það á vel við í jólamánuði að bera slíkt á borð. Þessi þáttur ætti að verða fastur liður í jóladagatali barnanna um hver jól!

Stefán Einar Stefánsson (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband