Leita í fréttum mbl.is

En bankaráðið?

Jón Sigurðsson, varaformaður bankaráðs Seðlabankans: Ætlar þú að segja af þér?

Það er merkilegt að Helgi Hjörvar og fleiri Samfylkingarmenn láta eins og að allar heimsins hörmungar hvíli á herðum bankastjóra Seðlabankans. Nú skal ekki lítið gert úr völdum þeirra og ábyrgð, en hvernig er það með bankaráðið, hefur það ekkert verið að fylgjast með og ber það enga ábyrgð? Það er vert að hafa í huga að í það eru kjörnir trúnaðarmenn þingsins, þannig að Helga væri næst að spyrja þá út úr. Og kjósa nýja ef honum þykir ástæða til. Á hans vegum hafa þar setið peningamálasérfræðingar á borð við sjálfa Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, en núna má þar finna Jón Sigurðsson þjóðhaga og Guðnýju Hrund Karlsdóttur varaþingmann. Ég legg til að Helgi byrji á að krefjast afsagnar þeirra, það eru hæg heimatökin.


mbl.is Stjórn Seðlabankans víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtíðin og Samfylkingin

Framtíðarhópurinn kynnir síðustu framtíð. Þessa sem kom ekki.

Já, það er ekki seinna vænna að framtíðarhópur Samfylkingarinnar hefji aftur störf. Til þess að kynna sér hans merku störf um gömlu framtíðina geta menn farið á framtid.is og hlakkað til þess að fá línuna um Framtíðina 2.0. Ef menn eru á þeim buxunum geta þeir líka skemmt sér við að ná í skýrslu Samfylkingarinnar um efnahagsmál, sem unnin var undir ritstjórn Jóns Sigurðssonar, en hann hefur bæði staðið við stjórnvölinn í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu. Í því samhengi skal sérstaklega bent á hvernig fjallað er um stöðu viðskiptabankanna og þýðingu þeirra fyrir hagkerfið. Það er nánast eins og Jón og félagar hafi ekki tekið eftir því að þeir væru til.


mbl.is Framtíðarhópur Samfylkingar hefur störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til upprifjunar

Um daginn var útgáfu 24 stunda hætt enda gömlu erkióvinirnir Morgunblaðið og Fréttablaðið við það að ganga í það heilaga og ófært að hafa elju annars þeirra áfram í húsinu. Af þeim sökum er Morgunblaðið sneisafullt af blaðamönnum þessa dagana, þó mig gruni að þeim muni nokkuð fækka í dag. Hvort af hjónabandinu verður er svo annað mál, samkeppnisyfirvöld eiga eftir að blessa það áður en það verður gilt. Kannski ég leggi orð í belg um það síðar.

Í tilefni af endalokum 24 stunda fór að gramsa í skrifum mínum fyrir Blaðið, sem seinna varð 24 stundir, en þar annaðist ég einkum skoðanaskrif ýmis. Þar fann ég m.a. eftirfarandi forystugrein, sem þar birtist 29. ágúst 2006:

Traust og siðferði

Undraskjótur vöxtur íslensks viðskipta- og fjármálalífs hefur verið þjóðfélaginu öllu mikil lyftistöng, en á sama tíma hefur það valdið ýmsum áhyggjum, einmitt vegna þess hve hratt þessar breytingar hafa orðið. Lím samfélagsins er traust manna á meðal og hið sama á við um viðskiptalífið, en á það kann að hafa hallað. Í hinu nýja íslenska hagkerfi eru leikreglurnar ekki öllum ljósar, skjótfenginn gróði sumra hefur valdið öðrum uggi í brjósti og gegnsæi á markaði er hér einatt fremur gruggugt.

Starfsemi banka og fjármálafyrirtækja hefur til dæmis þanist svo hratt út að Fjármálaeftirlitið hefur ekki fylgt henni eftir og draga má í efa að það hafi styrk til þess að veita nauðsynlegt aðhald. Fjármálaeftirlitið getur þannig ekki á nokkurn hátt keppt við bankana um bestu sérfræðingana á því sviði og bestu starfsmennirnir, sem þar eru þjálfaðir innan dyra, eru keyptir út af þeim sem þeir eiga að vera að fylgjast með. Er það eðlilegt eða heilbrigt fyrir íslenskt fjármálalíf?

Á sama hátt má efast um það að Kauphöllin hafi afl og efni til þess að fylgjast nógsamlega með fyrirtækjum, sem þar eru skráð á markað. Almenningshlutafélög eiga að vera háð afar ströngum reglum, svo allur almenningur geti treyst því, að hann hafi jafngreiðan aðgang að upplýsingum um stöðu þeirra og sérfræðingar fagfjárfesta eða innherjar. Á dögunum bar það hins vegar við, að öllum að óvörum og án nokkurra afkomuviðvarana, tilkynnti ein af máttarstoðum íslensks viðskiptalífs um að 1.500 milljóna króna tap, þvert ofan í allar væntingar. Algert aðgerðaleysi Kauphallarinnar bendir til þess að hún sé ekki í stakk búin til þess að halda reglu í sínum húsum.

Undanfarna mánuði hafa dómstólar ítrekað komist að þeirri niðurstöðu að stjórnendur almenningshlutafélaga megi sækja sér fé að láni í sjóði þeirra, nota það til þess að kaupa eignir, sem þeir selja svo aftur til fyrirtækisins með hagnaði án þess að eigendurnir, hluthafarnir, verði nokkurs vísari en hagnaður þeirra verður minni en ella fyrir vikið. Þetta telja dómstólarnir að séu venjuleg viðskipti og ósaknæm. Verður því trúað að slíkur trúnaðarbrestur milli stjórnenda og eigenda fyrirtækja sé viðtekin venja í íslensku viðskiptalífi?

Ef íslenskt viðskiptalíf á að dafna og þroskast verður það að njóta trausts, bæði á markaði og í samfélaginu öllu, en það vinnst ekki ef uppi eru ríkar efasemdir um viðskiptasiðferðið. Eins og fyrrgreind dæmi sýna er langur vegur frá að það gerist af sjálfu sér eða fyrir tilstilli veikburða stofnana, sem kunna að vera háðar málsaðilum. Löggjafinn þarf að skakka leikinn.

En það gerði hann nú ekki. 


Glitnis-myndband

Komið er á YouTube enn ein ræman um afkima íslenska viðskiptalífs. Að þessu sinni er fjallað um Glitni, en þetta kvað víst aðeins vera 1. hluti. Ýmsir athyglisverðir vinklar eru settir þarna fram.

 


Hverjum klukkan glymur

nasdaq 

Í gær kom það í hlut Geirs H. Haardes forsætisráðherra að „hringja bjöllunni“ við lok viðskipta á hlutabréfamarkaðnum Nasdaq. Ég set gæsalappir þar utan um því Nasdaq er algerlega rafrænn markaður og þar er ekkert markaðsgólf eða eiginleg bjalla. Þess í stað studdi Geir á hnapp til þess að binda enda á viðskiptin þennan daginn.

Af einhverri ástæðu komu hin fleygu orð um hverjum klukkan glymur upp í huga minn. Metallica gerði lag með því heiti, For Whom the Bell Tolls, sem hlusta má á í tónlistarspilaranum efst til hægri. Áður hafði Ernest Hemingway auðvitað komið þeim á hvers manns varir, en hann fékk þau að láni frá breska frumspekiskáldinu og prédikarnum John Donne. Hann notaði þau í frægri bænagjörð: „Spurðu ekki hverjum klukkan glymur, hún glymur þér.“

Sú hugvekja frá 1623 hefur svo sannarlega staðist tímans tönn og raunar er ég ekki frá því að hún sé einstaklega viðeigandi nú á þessum óvissutímum á mörkuðum. Það má a.m.k. með góðum vilja lesa hana þannig núna, svo tíðrætt sem Donne verður um að enginn geti einangrað sig, stöðu alþjóðasamfélagsins; betl, lántökur og eymd; gull, gengi og gjaldmiðla; ágirnd, auðlegð og mótlæti. Í lokin bendir hann svo á þær varnir og öryggi ein sem dugi. Ætli íslenskum fjármálafakírum og áhugamönnum um efnahagsmál væri ekki hollt að lesa Donne, nú þegar þeir eru að kynnast guðsóttanum?

Who bends not his ear to any bell which upon any occasion rings? but who can remove it from that bell which is passing a piece of himself out of this world? No man is an island, entire of itself; every man is a piece of the continent, a part of the main.

If a clod be washed away by the sea, Europe is the less, as well as if a promontory were, as well as if a manor of thy friend's or of thine own were: any man's death diminishes me, because I am involved in mankind, and therefore never send to know for whom the bell tolls; it tolls for thee.

Neither can we call this a begging of misery, or a borrowing of misery, as though we were not miserable enough of ourselves, but must fetch in more from the next house, in taking upon us the misery of our neighbours.

Truly it were an excusable covetousness if we did, for affliction is a treasure, and scarce any man hath enough of it.

No man hath affliction enough that is not matured and ripened by it, and made fit for God by that affliction.

If a man carry treasure in bullion, or in a wedge of gold, and have none coined into current money, his treasure will not defray him as he travels.

Tribulation is treasure in the nature of it, but it is not current money in the use of it, except we get nearer and nearer our home, heaven, by it.

Another man may be sick too, and sick to death, and this affliction may lie in his bowels, as gold in a mine, and be of no use to him; but this bell, that tells me of his affliction, digs out and applies that gold to me: if by this consideration of another's danger I take mine own into contemplation, and so secure myself, by making my recourse to my God, who is our only security.

Nýtt og betra líf

Ég hef ekki bloggað neitt að ráði að undanförnu; ekki vegna þess að tilefnin gefist ekki, það gera þau í hrönnum; heldur vegna þess að ég hef haft mun mikilvægari hnöppum að hneppa. Ég var sumsé svo stálheppinn að eignast dóttur í liðnum mánuði. Henni og móður heilsast vel (þó mig gruni að þær séu að fá flensu) og stóru systurnar tvær eru í skýjunum yfir þessu mesta krútti allra krútta. Ég líka og veit því ekki hversu iðinn ég verð í bloggheimum á næstunni. Það er meira en nóg að gera á heimilinu og á Viðskiptablaðinu sitjum við ekki auðum höndum heldur.

En af þessu góða tilefni vildi ég deila með lesendum skemmtikvæði eftir bandaríska skáldið Ogden Nash (1902-1971), en hann var sumpart svar Bandaríkjamanna við Þórarni Eldjárn. Nema Þórarinn er náttúrlega mun fjölhæfara skáld en Nash var.

 

Song To Be Sung by the Father of Infant Female Children

 

My heart leaps up when I behold

A rainbow in the sky;

Contrariwise, my blood runs cold

When little boys go by.

For little boys as little boys,

No special hate I carry,

But now and then they grow to men,

And when they do, they marry.

No matter how they tarry,

Eventually they marry.

And, swine among the pearls,

They marry little girls.


Oh, somewhere, somewhere, an infant plays,

With parents who feed and clothe him.

Their lips are sticky with pride and praise,

But I have begun to loathe him.

Yes, I loathe with loathing shameless

This child who to me is nameless.

This bachelor child in his carriage

Gives never a thought to marriage,

But a person can hardly say knife

Before he will hunt him a wife.


I never see an infant (male),

A-sleeping in the sun,

Without I turn a trifle pale

And think is he the one?

Oh, first he'll want to crop his curls,

And then he'll want a pony,

And then he'll think of pretty girls,

And holy matrimony.

A cat without a mouse

Is he without a spouse.


Oh, somewhere he bubbles bubbles of milk,

And quietly sucks his thumbs.

His cheeks are roses painted on silk,

And his teeth are tucked in his gums.

But alas the teeth will begin to grow,

And the bubbles will cease to bubble;

Given a score of years or so,

The roses will turn to stubble.

He'll sell a bond, or he'll write a book,

And his eyes will get that acquisitive look,

And raging and ravenous for the kill,

He'll boldly ask for the hand of Jill.

This infant whose middle

Is diapered still

Will want to marry My daughter Jill.


Oh sweet be his slumber and moist his middle!

My dreams, I fear, are infanticiddle.

A fig for embryo Lohengrins!

I'll open all his safety pins,

I'll pepper his powder, and salt his bottle,

And give him readings from Aristotle.

Sand for his spinach I'll gladly bring,

And Tabasco sauce for his teething ring.

Then perhaps he'll struggle though fire and water

To marry somebody else's daughter.  


Fyrir þetta þarf að refsa hart og hratt

ofsaakstur 

Þessi hegðan er svo fullkomlega ábyrgðarlaus að ég trúi ekki öðru en að yfirvöld sækist eftir hörðustu refsingu, himinhárri sekt og helst ævilangri sviptingu ökuréttinda. Farþegann ætti svo að sækja til saka fyrir saknæmt aðgerðaleysi eða samsekt. Það þykir mér samt ekki nóg að gert og vonast til þess að nýtt verði heimild um upptöku ökutækisins. Fyrir svona háskaleik á að refsa harðlega og senda skilaboð um hvernig á slíku verður tekið.

Morgunblaðið talar um að hér hafi tveir „unglingspiltar“ verið á ferð, en getur þess svo að þeir séu um tvítugt. Þá eruþetta fullorðnir menn, lögráða og að líkindum sakhæfir, þó auðvitað megi líkja athæfinu við geðveiki eða alvarlegan greindarskort.

Ég á beinna hagsmuna að gæta. Ein dætra minna er í Austurbæjarskóla og leikur sér þarna í portinu ásamt vinum sínum á hverjum degi. Vestur í Bandaríkjunum er bæði hefð og lagabókstafur fyrir því að taka sérdeilis hart á hvers kyns lögbrotum nálægt barnaskólum. Væri ekki rétt að taka þann sið upp hér?


mbl.is Ofsaakstur á skólalóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjargvættir eða bullukollar

Orkuveita Reykjavíkur burt frá Hellisheiði og Jemen

Og ég sem var alveg viss um að Kjartan bróðir væri kominn heim frá Jemen!

Grínlaust þá er nærvera OR í Jemen engin umfram viljayfirlýsingu um frekari viðræður milli REI og Rafveitu Jemen um mögulega samvinnu á sviði jarðhitamála. Eins og fram hefur komið er Saving Iceland hins vegar ekki áfram um opinskáar viðræður. Það segir sitt um virðingu þeirra fyrir lýðræðinu. Að ekki sé minnst á lög og reglu, en hópurinn telur sig augljóslega vera á einhverri hnattrænni undanþágu. Hvaða viðbrögð eru þá viðeigandi við aðgerðum þeirra?


mbl.is Með aðgerðir á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafmagnað rokk

dave

Mér er sagt að þetta hafi verið frábærir tónleikar, en ég fór nú ekki. Finnst enda eilítið spes að koma á 200.000 watta tónleika til þess að undirstrika andstöðu við orkuútflutning. Settist þess vegna frekar upp í þýskan benzíndrifinn blæjubíl (undursamlegan Audi A3 Cabriolet) og reykspólaði til Póra og Heiðu í Laxnesi, þar sem verið var að fagna 40 ára afmæli hestaleigunnar. Stelpurnar mínar komu með og skipuðu mér án afláts að hækka í Ramones á leiðinni inn í dal. Þangað komnar dönsuðu þær svo frá sér allt vit í hlöðunni við íslenskt kántrí.

Í laugardagsmogganum var annars ágætt viðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Björk, þar sem hún gerði stuttlega grein fyrir afstöðu sinni í þessum málum. Það var gott hjá henni. Með fylgdi afbragðsportrett eftir Bernhard Ingimundarson, sem sjá má hluta af hér að ofan.

Myndin minnti mig á portrett af öðrum söngvara, David Lee Roth, sem prýddi sólóplötuna Eat 'em and Smile, frumraun hans eftir að leiðir skildu með honum og Eddie Van Halen hér um árið. Eins og sjá má er meiri villimaður í Dave, en fremur kabuki í Björk. Eins og vera ber.

Af þessu tilefni hlustaði ég á Dave aftur eftir langt hlé og þetta var bara skolli góð plata hjá honum. Það sakaði ekki að hann var með einvalalið með sér; Steve Vai á gítar, Billy Sheehan á bassa og Gregg Bisonette á trumbum. Bætti þess vegna við laginu Yankee Rose í tónlistarspilarann efst til hægri.


mbl.is Óður til náttúrunnar í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðvum landflóttann!

landflotti

Það eru vitaskuld vondar fréttir að Baugsmenn kjósi að flytja einhver félaga sinna úr landi, en fyrir vikið munu vafalaust einhverjir missa vinnuna, hið opinbera verður af tekjum o.s.frv. Ekki síst er það blóðugt þegar haft er í huga að upphaflega voru fyrirtæki Baugs að mestu leyti fjármögnuð af íslenskum launþegum í gegnum lífeyrissjóðina

Á hinn bóginn er vitaskuld langt síðan Baugsmenn hófu flutning ýmissar starfsemi sinnar til annara landa, fyrst og fremst Bretlands, en einnig til Færeyja, Danmerkur og Bandaríkjanna, að ekki sé minnst á feitu jómfrúna, þ.e.a.s. Virgin Gorda á Bresku Jómfrúreyjum.

Fyrst ekki var betri fréttir að finna í Morgunblaði morgundagsins, fór ég því að fletta gömlum Moggum til þess að finna betri fréttir úr fortíð. Rakst ég þá ekki á þessa ljómandi skemmtilegu auglýsingu úr félagsstarfi Sjálfstæðisflokksins frá 1980, sem gefur að líta að ofan. Þá stóð yfir mikil fundaherferð á vegum Sambands ungra sjálfstæðismanna undir kjörorðunum „Stöðvum landflóttann“, en þá var venju fremur þröngt í búi hér heima á skeri. Sem sjá má lét Hreinn Loftsson ekki sitt eftir liggja og vildi helst færa í tal skattamál og réttindi einstaklingsins. Eins og kunnugt er hafa þau málefni ekki verið honum síður hugleikin að undanförnu en þá í fyrndinni.

Líkt og áður hefur verið bent á hér á síðunni er Hreinn „stjórnarmeðlimur“ í Baugi Group, fyrrverandi stjórnarformaður, lögmaður félagsins og einn helsti consiglieri hins núverandi starfandi stjórnarformanns, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Væri ekki ráð að hann tæki upp þráðinn á ný og legði sitt af mörkum til að stöðva landflóttann?


mbl.is Mun flytja einhver félög Baugs til annarra landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband