Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Trúmál og siđferđi

Hvíti snákurinn kemur

 Whitesnake

Ég er búinn ađ vera ađdáandi Whitesnake í 28 ár, ć síđan ţeir Jon Lord og Ian Paice gengu til liđs viđ David Coverdale, sinn gamla félaga úr Deep Purple. Ţeir gengu síđar sinn veg, en hápunkti náđi bandiđ líkast til áriđ 1987 ţegar gítarsnillingurinn John Sykes (Thin Lizzy) hjálpađi Coverdale til viđ ađ búa til sándiđ, sem aflađi ţeim ţeirra vinsćlda, sem hljómsveitin lifir enn á. Ég hef fyrir löngu misst sjónar á tíđum mannabreytingunum, enda á Coverdale sveitina rekur og rćđur menn eftir ţörfum. Núna er hann međ gítarleikarana Doug Aldrich (spilađi um hríđ međ Dio) og Reb Beach (Winger og Dokken), ţannig ađ ég gerđi ráđ fyrir nóg af rifjárnsgítartilţrifum í bland viđ hársprey í Laugardalshöllinni, ţađan sem ég var ađ koma.

Mér kom hins vegar skemmtilega á óvart ađ bandiđ hljómađi talsvert nćr nútímanum en ég hafđi búist viđ, en án ţess ađ skemma gömlu lögin. Jú, Coverdale er farinn ađ eldast eilítiđ, en ţađ kemur ekki ađ sök nema ţegar hann er ađ reyna ađ syngja á ţví háa céi, sem hann tamdi sér 1987-1993. En gamla, góđa djúpa blúsröddin er ţarna ennţá og ţannig naut hann sín best. Ţađ kom vel í ljós snemma á tónleikunum ţegar hann tók Fool for Your Lovin' sem var fyrsti alvöru smellurinn međ gamla Whitesnake. Seinna komu fleiri gamlir standardar eins og Ain't Gonna Cry No More, Love Ain't No Stranger og Ain't No Love in the Heart of the City. Einnig hljómuđu nokkur ný lög og ljóst ađ bandiđ er enn undir áhrifum frá Zeppelin. Mest bar ţó á metsölulögunum af plötunni Whitesnake (1987), lögum á borđ viđ Is This Love, Here I Go Again, Crying in the Rain, Still of the Night og Give Me All Your Love. Undir lokin kom Whitesnake svo á óvart međ ţví ađ taka gamla Deep Purple lagiđ Burn, međ smá viđkomu í Stormbringer. Síđast kom Coverdale einn fram á sviđiđ og söng Soldier of Fortune einn og óstuddur. Tćr snilld.

Tónleikarnir voru miklu skemmtilegri en ég eiginlega ţorđi ađ vona. Bandiđ var ţétt, hafđi gaman af ţessu og stemmningin í salnum var fyrirtak. Íslendingar geta veriđ kaldir áheyrendur, en Coverdale — sjómađur sem hann er — átti ekki í vandrćđum međ ađ stjórna salnum til dáđa.

Ég sá Whitesnake tvisvar á níunda áratugnum í London, og síđan fyrir 18 árum, fyrst á Donington og svo í Reiđhöllinni ef ég man rétt. Skrýtnir tónleikar. Coverdale ekki í miklu stuđi en gítarleikararnir Steve Vai og Adrian Vandenberg héldu tónleikunum uppi. Ég missti ţví miđur af seinni tónleikunum ţá helgina, ţví kvöldiđ eftir var Coverdale lagstur međ hálsbólgu og Pétur heitinn W. Kristjánsson gerđist stađgengill hans. Ţađ hefđi ég viljađ sjá. Fyrir ţá tónleika tók ég símaviđtal viđ Coverdale fyrir Morgunblađiđ, sem var einkar ánćgjulegt; hann er herramađur og međ hćrri greindarvísitölu en gengur og gerist í ţungarokkinu.

Set af ţessu tilefni inn Whitesnake-lagiđ Crying in the Rain af plötunni 1987, ţó fyrri útgáfa á Saints & Sinners hafi einnig veriđ ágćt. Lćt einnig fylgja Soldier of Fortune međ Deep Purple, sem Coverdale syngur af innlifun og Ritchie Blackmore leikur á kassagítar af ekki minni tilfinningu. Á ţau má hlýđa í tónlistarspilaranum efst til hćgri hér á síđunni.


Mogginn sannar nauđsyn kristinfrćđikennslu

Ţađ er talsvert skeggrćtt og kristnina og menntakerfiđ ţessa dagana og ég get alveg tekiđ undir ţá gagnrýni, sem fram hefur komiđ á frumvarp menntamálaráđherra, ţar sem fjölmenningargrauturinn er tekinn fram yfir kristindóminn. Siđmenning okkar og siđfrćđi, sem byggist á snjallri blöndu kristni, gyđingdóms og grískrar heimspeki međ síđari lagfćringum og viđbótum, tekur ađ mínu viti öllu öđru fram. Hún er samofin íslenskri menningu og ţjóđlífi, en ţađ vćri beinlínis veriđ ađ ala á ranghugmyndum međ ţví ađ láta öđru vísi. Ég tel ađ menn ćttu ađ hugsa sig mjög vandlega um áđur en ţeir kasta ţví fyrir róđa í nafni hins fjölmenningarlega umburđarlyndis. Međ ţví vćri veriđ ađ höggva ađ rótum ţjóđarinnar og viđ vitum hvernig rótlausum, skjálfandi, litlum grösum vegnar. Verst af öllu ţykir mér ţó ţessi póst-móderníska nálgun, ađ allt skuli lagt ađ jöfnu, en međ ţví er í raun veriđ ađ innrćta börnum, ađ stórt séđ skipti ekkert nokkru máli.

En síđan sé ég í jólablađinu, sem fylgdi Morgunblađinu í dag, ađ ţađ veitir örugglega ekki af aukinni kristinfrćđikennslu í íslenska menntakerfinu. Ţar er á síđu 83 ađ finna viđtal Hrundar Hauksdóttur viđ Láru Sveinsdóttur, leikkonu, sem fer međ hlutverk Maríu Magdalenu í vćntanlegri uppfćrslu Borgarleikhússins á rokkóperunni Jesúsi Kristi súperstjörnu. Ţar gćtir óviđjafnanlegs misskilnings, sem er opinberađur í fyrirsögn og inngangi:

Leikur móđur Jesú Krists

Borgarleikhúsiđ setur upp á nćstunni Súperstar — hina sígildu og kraftmiklu rokkóperu frá 1970. Lára Sveinsdóttir fer međ hlutverk Maríu Magdalenu og lék Hrund Hauksdóttur forvitni á ađ vita hvernig Lára upplifir hlutverk Maríu Magdalenu, móđur Jesús Krists.

Ţađ var og. Fyrir utan mismunandi beygingu á nafni frelsarans í fyrirsögn og texta kemur ţarna fram ný kenning um uppruna hans. Er virkilega til of mikils mćlst ađ fólk gerir greinarmun á Maríu Magdalenu og Maríu Guđsmóđur? Ţađ er ekki eins og menn ţurfi ađ vera doktorar í Nýja-Testamentinu til ţess ađ kunna á ţví skil, Da Vinci lykillinn ćtti ađ duga. Hér ađ ofan má hins vegar sjá hluta af málverki Grecos af Maríunum tveimur.

Lára nefnir svo í viđtalinu, ađ í uppfćrslunni komi fram ađ María Magdalena hafi stundađ vćndi, en ţađ hefur ekkert ađ segja;  Hrund kippir sér ekkert upp viđ ţađ ađ María mey hafi veriđ hóra, eins og hún hefur skiliđ ţađ. Engin frétt í ţví.

Á venjulegum degi vćru svona vinnubrögđ eftirtektar og ámćlis verđ. En í jólablađi? Hrund er heppin ađ kjarni kristindómsins er takmarkalaus fyrirgefning og kćrleikur Guđs.

 

....................

Viđbót 28.XII.2007: Vek athygli á athugasemd frá Hrund Hauksdóttur í athugasemdakerfinu, ţar sem hún ber af sér sakir. Rétt skal vera rétt.


Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Jan. 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband