Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2009

Forseti á villigötum

Forstjórinn og forseti hans galdra peninga.

Ţađ var gaman ađ hlýđa á forseta lýđveldisins, herra Ólaf Ragnar Grímsson, áđan ţar sem hann kynnti „áherslur sínar“ viđ lausn stjórnarkreppunnar. Sjálfsöryggi hans mátti vel merkja á ţví hversu oft hann endurtók ţađ, sem hann hafđi ađ segja. Og ef einhver efađist um hver er ađalkallinn á Íslandi, ţá vefst ţađ ekki lengur fyrir honum hver er skođun herra Ólafs á ţví. Gaman ađ hógvćrđin og sjálfsgagnrýnin, sem hann hét ţjóđinni í nýársávarpi sínu, skuli hafa enst í heila 25 daga. Ţađ er nýtt met.

Forsetinn sagđi brýnast vćri ađ skapa á ný „samfélagslega sátt í íslensku samfélagi“. Eđa hvađ menn vildu kalla ţađ, ţjóđareitthvađ, nýtt Ísland, nýtt lýđveldi eđa eitthvađ svoleiđis. Í ţví samhengi kynni einhver ađ vilja minnast ţess hversu vel forsetanum tókst til síđast ţegar hann var á ţessum buxunum, upptekinn af sínu eigin einstaka hlutverki viđ ađ „brúa gjána milli ţings og ţjóđar“. Ég nenni ţví ekki ađ sinni.

En er ţađ verkefni í alvöru brýnast? Ég tek heilshugar undir ţau sjónarmiđ ađ stjórnkerfi Íslands og helstu stofnanir ţjóđfélagsins hafi brugđist; ekki ađeins á síđustu vikum á mánuđum, heldur rćđir hér um samfellda ţróun undanfarna áratugi. Ţar má tína flest allt til: löggjafann, framkvćmdavaldiđ og dómsvaldiđ; fjölmiđla, frćđasamfélag og fjármálamarkađ. Og já, meira ađ segja sjálfan forsetann, ţennan ćđsta handhafa sannleika og réttlćtis. Ţađ, ađ smíđa nýtt lýđveldi, er hins vegar ekki vandalaust verkefni og allra síst ber ađ flana ađ ţví. Nei, hér eru mun brýnni verkefni eins og ađ bjarga ţví, sem bjargađ verđur, koma í veg fyrir gjaldţrot atvinnulífsins, fjöldaatvinnuleysi, gjaldţrot heimila og ađ fólk missi heimili sín. Ađ ógleymdu langtímamarkmiđinu, sem er ađ koma í veg fyrir ađ hér blasi viđ landauđn innan nokkurra áratuga, sem er raunveruleg og ađsteđjandi hćtta.

En finnist forsetanum brýnast ađ búa til nýtt lýđveldi, áđur en ljóst er hvort hér verđur ţjóđ, hann um ţađ. Hann ćtti ţó máske ađ líta sér nćr. Vćri ekki tilvaliđ ađ forsetinn gengi á undan međ góđu fordćmi viđ ađ skapa hiđ nýja Ísland međ ţví ađ axla loks ábyrgđ á öllu sínu ömurlega auđmannaflangsi sem brautryđjandi útrásarinnar og segđi af sér?

Ef ekki, getur ţess veriđ langt ađ bíđa ađ búasáhaldabyltingin frelsi Bessastađi?


mbl.is Skapa ţarf samfélagslegan friđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Jan. 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband