Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2009

Nei er svariđ

Senn verđa atkvćđi greidd á Alţingi um Icesave-uppgjafarsamningana. Mikiđ hef veriđ látiđ međ fyrirvara ţá, sem fylgja eiga samţyktinni, en ţeir munu einu gilda. Á ţeim mun enginn taka mark, en hiđ eina sem upp úr stćđi vćri viđurkenning ţingsins á ábyrgđ ríkisins. Hún er engin núna, en međ samţykkt ţingsins á samningunum myndi hún loks liggja fyrir og allt annađ yrđi samkomulagsatriđi, ţar sem Íslendingar vćru einvörđungu ţolendur og stjórnvöld í Lundúnum og Haag gerendur. Ţađ má ekki verđa.

Ţess vegna er svariđ nei. Ţađ er hiđ eina rétta sem góđir ţingmenn og góđir Íslendingar geta til ţeirra mála lagt. Sérstaklega ţeir, sem unna frelsi landsmanna og sjálfstćđi landsins. Allt annađ vćru svik viđ land og ţjóđ, sem lengi munu verđa uppi. Og nú er komiđ ađ einstökum ţingmönnum ađ velja og hafna. Vilja ţeir skrá nöfn sín á spjöld sögunnar sem ţjóđníđingar eđa ekki?

Svariđ er nei; Íslandi allt!


Gylfi Magnússon byrjar í pólitík

Gylfi Magnússon ásamt umbjóđendum sínum báđum. 

Ég sé ađ Gylfi Magnússon viđskiptaráđherra hefur ráđiđ til sín Benedikt Stefánsson sem ađstođarmann ráđherra. Ég ţekki ţá báđa af góđu, Gylfi var nágranni minn á ćskuárunum og Benedikt bekkjarbróđir í Melaskóla, auk ţess sem leiđir okkar hafa einnig legiđ tvisvar saman á starfsćvinni. Ţeir Gylfi og Benedikt eru báđir skynsamir menn og bćta hvor annan ágćtlega upp, Gylfi hefur mest haldiđ sig í akademíunni, en Benedikt í athafnalífinu, var t.d. hjá deCODE á uppgangstíma ţess og nú síđast í greiningardeild Landsbankans. Benni á rćtur ađ rekja til krata (hann er sonur Stefáns Benediktssonar), en ég held ađ Gylfi hafi stađiđ nćr Sjálfstćđisflokknum, a.m.k. man ég eftir honum á kosningaskrifstofu flokksins í Vestur- og Miđbć hér til forna. Báđir eru ţeir kurteisir menn, međ fínlegan (ađ ég segi ekki lćrđan) húmor og kunna ađ horfa víđar en til sérgreinar sinnar.

Ég set samt sem áđur spurningamerki viđ ţessa ráđningu. Jafnvel upphrópunarmerki líka.

Gylfi var skipađur ráđherra án umbođs frá kjósendum og rćtt um ađ hann vćri „faglegur“ og „ópólitískur“ ráđherra. Á sínum tíma var gefiđ til kynna ađ ţar ađ baki lćgi einkar göfugar hvatir um nýja stjórnarháttu og ađ best vćri ađ sem flestir ráđherrar vćru sóttir utan ţings. Ţađ er önnur umrćđa, en hins vegar grunar mann ađ ţađ hafi meiru ráđiđ um skipan utanţingsráđherranna ađ stjórnarflokkarnir voru í vandrćđum međ ráđherraskipan úr ţingflokkunum og síđan hafa almannatengslaráđgjafarnir örugglega mćlt međ ţví.

Látum ţađ allt samt vera og föllumst einfaldlega á málatilbúnađ stjórnarmeirihlutans, ađ Gylfi sé „faglegur“ og „ópólitískur“ ráđherra. En til hvers í fjáranum vantar hann ţá pólitískan ađstođarmann?

Ađstođarmenn ráđherra standa eilítiđ utan viđ stjórnsýslunna, ţeir eru ráđnir beint af ráđherra, án auglýsingar, og engum dylst ađ ţeir eru pólitískir og persónulegir starfsmenn ráđherrans en ekki ráđuneytisins. Ráđuneytisstjórar hafa ekkert yfir ţeim ađ segja og ţeir láta sig hverfa úr ráđuneytinu um leiđ og ráđherrann.

Vanti Gylfa ađstođ til ţess ađ sinna sínum „faglegu“ ráđherrastörfum er urmull af fólki til ţess innan ráđuneytisins. Hann ţyrfti ekki ađ sćkja neinn til slíkra starfa utan ráđuneytisins nema af ţví ađ ađstođarmađurinn er pólitískur. Sem ţýđir ađ ráđherrann er pólitískur. Ţessi ráđning er viđurkenning viđskiptaráđherra á ţví. Ţađ blasir viđ.

Međ ţví er Gylfi auđvitađ ađ taka undir ţá gagnrýni, sem ađ honum hefur veriđ beint undanfarnar vikur, ađ hann sé orđinn rammpólitískur. Ţađ hafa menn ekki síst ţótt merkja af einarđri og pólitískri vörn hans í Icesave-vandrćđum ríkisstjórnarinnar, en auk Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráđherra er Gylfi eini ráđherrann, sem hefur haldiđ uppi vörnum fyrir ţann vonda málsstađ.

En gott og vel, af hverju skyldi Gylfi ekki vera pólitískur eins og hver annar? Jú, ţađ er vegna ţess ađ hann er ókjörinn. Embćttismannsígildi, var okkur sagt. Ţrátt fyrir ađ kosiđ hafi veriđ til Alţingis síđan Gylfi varđ ráđherra vildi hann ekki taka sćti á frambođslista, ţó honum hafi veriđ bođiđ ţađ. Hann er sumsé ađ seilast lengra en ađ var stefnt, tekur ţátt í hinni pólitísku orrahríđ, án ţess ađ gefa kjósendum fćri á ađ veita sér umbođ, hvađ ţá ađ ţeir geti svipt hann ţví. Ţađ er sama hvađ Gylfi reynist arfaslakur, kjósendur geta ekki veitt honum lýđrćđislegt ađhald.

Ţetta er nokkur vandi. Sams konar vandi og ég hygg ađ hafi gert hruniđ eins ömurlegt og raun ber vitni, ţar sem samhengiđ vantađi milli valda og ábyrgđar.Ţarna ţarf Gylfi ađ gera upp viđ sig hvort hann ćtlar ađ vera „faglegur“ og ópólitískur ráđherra eđa hella sér út í pólitík. En hann getur ekki gera hvort tveggja. Nú ţegar hann hefur valiđ ađ vera póltískur ráđherra skuldar hann ţjóđinni svör um ţađ í hvers umbođi hann sitji. Hver veit nema honum gefist kostur ađ sćkja sér ţađ fyrr en varir.


mbl.is Ráđinn ađstođarmađur viđskiptaráđherra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband