Færsluflokkur: Matur og drykkur
28.9.2007 | 20:37
Lofsöngur til Krónunnar
Ég var gerður út af örkinni til þess að kaupa inn til helgarinnar og fór eins og oftast út í Bónus í Kjörgarði. Ég veit að maður á helst ekki að leggja í verslunarferð þangað eftir kl. 15.00, allra síst á föstudegi, en ákvað að taka sjensinn. Það voru mistök. Búðin var enn stappaðri en venjulega og grískt Ginnungagap við kassana, enda sýndist mér afgreiðslufólkið flest vera erlendir unglingar í starfskynningu. Eins og atvinnuástandið er hérna er erfitt eða vonlaust við það að eiga og Bónus engan veginn sér á báti hvað það varðar, eins og ég minntist á í síðdegisútvarpi Ríkisútvarpsins fyrr í dag.
En þetta varð mér um megn, svo ég sneri frá og leitaði hælis í kjallaranum í Kjörgarði, í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar nánar tiltekið, en þar ræður ríkjum frændi minn Þorlákur Einarsson, sem sjálfsagt er gáfaðasti, fróðasti og skemmtilegasti verslunarstjóri Reykjavíkur, að Braga Kristjónssyni fornbóksala undanskildum.
Eftir andlega nærandi samræður við Þorlák hóf ég verslunarleiðangurinn á ný og þá rifjaðist upp fyrir mér að einhverjir höfðu mjög mært hina nýju verslun Krónunnar við Fiskislóð úti á Granda. Ég var aldrei neitt hrifinn af Krónunni úti í JL-húsi, en ég ákvað að slá til og prófa þessa nýju Krónu-verslun.
Það er skemmst frá að segja að þessi verslun var ekki nógsamlega dásömuð í mín eyru. Hún er alveg frábær. Þarna er hátt til lofts og vítt til veggja, bjart og hreinlegt. Þó það væri föstudagseftirmiðdagur og klukkan að verða sex var engin örtröð þarna. Vöruúrvalið var alveg ágætt og það er sérstök ástæða til þess að benda á dagvöruna. Grænmetið var ekki lagerafgangur vikunnar eins og maður lendir alltof oft í hjá keppinautnum og mér finnst alveg til sérstakrar fyrirmyndar að kjötiðnaðarmennirnir starfa fyrir allra augum bak við glervegg. Verðið var sambærilegt við það, sem gerist hjá Bónus, en upplifunin var miklu nær því sem maður á að venjast í Hagkaupum eða Nóatúni. Þannig að mér fannst ég fá miklu meira fyrir peningana, bæði hvað varðar vörugæði og þægindi, sem ég met nokkurs. Þarna voru næg bílastæði og starfsfólkið sýndi af sér þjónustulund og gott viðmót, alveg frá kerrumeistaranum til kassadömunnar.
Ég mun halda tryggð við Melabúðina þegar ég vil gera okkur dagamun og Nóatún eða Hagkaup þegar ég vil njóta breiðs vöruúrvals. En hvað stórinnkaupin varðar held ég að Krónan hafi verið að eignast nýjan fastakúnna.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.9.2007 | 01:04
And about bloody time!
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar