Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Matur og drykkur

Lofsöngur til Krónunnar

Ég var gerđur út af örkinni til ţess ađ kaupa inn til helgarinnar og fór eins og oftast út í Bónus í Kjörgarđi. Ég veit ađ mađur á helst ekki ađ leggja í verslunarferđ ţangađ eftir kl. 15.00, allra síst á föstudegi, en ákvađ ađ taka sjensinn. Ţađ voru mistök. Búđin var enn stappađri en venjulega og grískt Ginnungagap viđ kassana, enda sýndist mér afgreiđslufólkiđ flest vera erlendir unglingar í starfskynningu. Eins og atvinnuástandiđ er hérna er erfitt eđa vonlaust viđ ţađ ađ eiga og Bónus engan veginn sér á báti hvađ ţađ varđar, eins og ég minntist á í síđdegisútvarpi Ríkisútvarpsins fyrr í dag.

En ţetta varđ mér um megn, svo ég sneri frá og leitađi hćlis í kjallaranum í Kjörgarđi, í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar nánar tiltekiđ, en ţar rćđur ríkjum frćndi minn Ţorlákur Einarsson, sem sjálfsagt er gáfađasti, fróđasti og skemmtilegasti verslunarstjóri Reykjavíkur, ađ Braga Kristjónssyni fornbóksala undanskildum.

Eftir andlega nćrandi samrćđur viđ Ţorlák hóf ég verslunarleiđangurinn á ný og ţá rifjađist upp fyrir mér ađ einhverjir höfđu mjög mćrt hina nýju verslun Krónunnar viđ Fiskislóđ úti á Granda. Ég var aldrei neitt hrifinn af Krónunni úti í JL-húsi, en ég ákvađ ađ slá til og prófa ţessa nýju Krónu-verslun.

Ţađ er skemmst frá ađ segja ađ ţessi verslun var ekki nógsamlega dásömuđ í mín eyru. Hún er alveg frábćr. Ţarna er hátt til lofts og vítt til veggja, bjart og hreinlegt. Ţó ţađ vćri föstudagseftirmiđdagur og klukkan ađ verđa sex var engin örtröđ ţarna. Vöruúrvaliđ var alveg ágćtt og ţađ er sérstök ástćđa til ţess ađ benda á dagvöruna. Grćnmetiđ var ekki lagerafgangur vikunnar eins og mađur lendir alltof oft í hjá keppinautnum og mér finnst alveg til sérstakrar fyrirmyndar ađ kjötiđnađarmennirnir starfa fyrir allra augum bak viđ glervegg. Verđiđ var sambćrilegt viđ ţađ, sem gerist hjá Bónus, en upplifunin var miklu nćr ţví sem mađur á ađ venjast í Hagkaupum eđa Nóatúni. Ţannig ađ mér fannst ég fá miklu meira fyrir peningana, bćđi hvađ varđar vörugćđi og ţćgindi, sem ég met nokkurs. Ţarna voru nćg bílastćđi og starfsfólkiđ sýndi af sér ţjónustulund og gott viđmót, alveg frá kerrumeistaranum til kassadömunnar.

Ég mun halda tryggđ viđ Melabúđina ţegar ég vil gera okkur dagamun og Nóatún eđa Hagkaup ţegar ég vil njóta breiđs vöruúrvals. En hvađ stórinnkaupin varđar held ég ađ Krónan hafi veriđ ađ eignast nýjan fastakúnna.


Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Jan. 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband