Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Vefurinn

Blogg og auglýsingar

Nei, ég hćtti ekki ađ blogga af fýlu í garđ auglýsingarinnar hér til hćgri. Ég hef bara veriđ frekar pennalatur ađ undanförnu, međ kveflurđu og haft í ýmsu öđru ađ snúast.

Ég vildi hins vegar nota tćkifćriđ og ţakka fyrir mig. Morgunblađiđ hefur bođiđ mér og öđrum lysthöfum ţessa frábćru, ókeypis ţjónustu í tvö ár. Netdeild Morgunblađsins hefur tekiđ athugasemdum frá mér vel og jafnvel hnikađ einhverju til ţegar ástćđa hefur ţótt til. Mér finnst sjálfsagt og eđlilegt ađ ţeir beri eitthvađ úr býtum í stađinn og tekjur af auglýsingasölu finnast mér vel geta falliđ ţar undir. Morgunblađiđ leggur til rammann, bakendann, léniđ, megniđ af tilvísunum, o.s.frv. Ţar á bćnum lifa menn ekki á loftinu frekar en ađrir.

Hitt er annađ mál, ađ hugsanlega ćtti Moggi ađ bjóđa bloggurum einhverskonar tekjuskiptingu. Bloggmaskínur eins og Stebbi Fr. eru međ ríflega 2.000 manns í áskrift hjá sér daglega. Ég hygg ađ Morgunblađiđ grćđi meira á honum en hann á ţví. Kannski upphćđirnar séu ţó smávćgilegri en svo ađ ţađ svari kostnađi ađ standa í slíku bókhaldi.

Síđan lít ég auđvitađ á ţađ sem sérstakan heiđur ađ auglýsendur taki ţessa örmiđla okkar hér á Moggabloggi nćgilega alvarlega til ţess ađ vilja auglýsa og um leiđ borga fyrir ţá ţjónustu sem ég ţigg.

En er ekki ritstjórnarlegu sjálfstćđi mínu ógnađ međ ţessu? Tćpast. Ég hef fengist viđ blađamennsku í liđlega 21 ár og ţađ hefur aldrei plagađ mig ţó hitt eđa ţetta sé auglýst á sömu síđu. En hvađ ef auglýsingin vćri ekki fyrir símkerfi heldur pólitísk? Myndi ég una ţví ef Samfylkingin keypti auglýsingu hér viđ hliđina á? Ójá, ţví meira hrós gćti mađur varla fengiđ en ef pólitískir andstćđingar sćju sérstaka ástćđu til ţess ađ andćfa manni međ ţeim hćtti.

 

....................

P.S. Sé mér til vonbrigđa ađ bloggkerfiđ tekur ekki gríska stafrófiđ vandrćđalaust. Mćtti líklega laga Unicode-stuđninginn. 


Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Jan. 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband