Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2009

Lođpeningar heilagrar Jóhönnu

Ţessi athugasemd Samfylkingarinnar ţykir mér nokkuđ sérkennileg. Látum efnisatriđin eiga sig, viđ verđum bara ađ trúa framkvćmdastjóranum um ađ Samfylkingin ćtli ađ „mćta halla ríkissjóđs međ ađhaldi, niđurskurđi og baráttu gegn skattsvikum,“ ţótt ekkert bóli á nánari hugmyndum um útfćrslurnar.

Og ţó, nei, viđ skulum ekki trúa Sigrúnu Jónsdóttur, framkvćmdastjóra Samfylkingarinnar, minnug ţess hvađ ţađ gafst vel ađ trúa síđasta framkvćmdastjóra Samfylkingarinnar, Skúla frćnda mínum Helgasyni. Ţessum sem átti ađ upplýsa um alla styrki yfir hálfri milljón en gerđi ţađ ekki. Ekki frekar en formađur flokksins eđa flokksstjórnarmenn. Og hvernig var ţađ, ćtlađi nýi framkvćmdastjórinn ekki ađ vera búinn ađ birta upplýsingar um fjárstyrki til einstakra félaga Samfylkingarinnar? Ég bíđ spenntur eftir ţví. Sérstaklega tölunum frá Samfylkingarfélagi Reykjavíkur áriđ 2006. Kannski Magnús Orri bloggi um ţćr viđ tćkifćri. 

Hvađ sem ţví líđur ţykir mér hneykslan Samfylkingarinnar vera fremur ankannaleg. Ţessa dagana er á fullu herferđ, sem kölluđ er Sammála, herferđ sem augljóslega er hluti af kosningabaráttunni. Hún nafnlaus međ öllu, en kannski ţađ sé vegna ţess ađ fyrsćtur auglýsinganna telji sig vera svo ofbođslega frćgar. En viđ vitum ekkert um ţađ hver fjármagnar ţá herferđ, hvert styrkir eru sóttir eđa hvar eđa hvort bókhaldiđ er ađ finna. Hitt er augljóst ađ ţó undir áskorun Sammála skrifi allra flokka kvikindi, ţá er herferđ hennar vatn á myllu Samfylkingarinnar og ađeins Samfylkingarinnar. Ţađ ţarf ekki annađ en ađ kynna sér stefnu flokkanna í Evrópumálum til ţess ađ átta sig á ţví.

Nú veit ég ekkert um ţann félagsskap, ekki frekar en hinn međ skattaauglýsinguna. Ég dreg ţađ nokkuđ í efa ađ ţeir séu beinum tengslum viđ nokkurn flokk. Ţađ breytir hins vegar ekki hinu ađ ţessir hópar eru ţátttakendur í stjórnmálalífinu og markmiđ ţeirra er beinlínis ađ hafa áhrif á kosningarnar. Svo vill svo skemmtilega til ađ málatilbúnađur ţeirra hentar sumum betur en öđrum.

Ţađ er fullkomlega fyrirsjáanleg afleiđing laganna um fjármál stjórnmálaflokka, sem sett voru 2006, og mađur trúir ekki öđru en ađ háheilög Jóhanna (sem virđist hafa gengist undir ţagnarheit) hafi séđ ţađ fyrir líka, svo lengi sem hún fjallađi um fjármál stjórnmálaflokka. Af hverju ţykjast Samfylkingarmenn nú vera hissa og draga upp sinn besta vandlćtingarsvip? Ţetta er einfaldlega ţađ, sem Kanarnir kalla „soft money“, en slíkur lođpeningur í stjórnmálum er helst til ţess fallinn ađ auka áhrif sérhagsmunahópa.

Kannski mönnum finnist slík starfsemi hábölvuđ, ţađ les mađur a.m.k. út úr skrifum vinstribloggara. En hvađ? Verđur nćst kannski — í nafni heiđarlegra stjórnmála — öđrum bannađ ađ birta stjórnmálaáróđur en skráđum stjórnmálaflokkum á ríkisframfćri? Miđađ viđ offorsiđ í minnihlutastjórninni kćmi manni slíkt ekki á óvart ţegar hún verđur komin međ ţingmeirihluta, eins og virđist stefna í.


mbl.is Samfylkingin svarar auglýsingu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Neysluréttur og eignaréttur

Knock, knock… Who’s there?

Ég sá á Vísi haft eftir Arnari Birgissyni hústökumanni, ađ í sínum huga skipti „eignarétturinn minna máli en neyslurétturinn.“

Ţetta er merkileg skođun. Má ekki einmitt fćra fyrir ţví sterk rök ađ upphaf óhamingju Íslands hafi veriđ hvernig sumir töldu sig hafa öđlast neyslurétt en höfđu minni áhyggjur af eignarréttinum?


Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Jan. 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband