Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Vísindi og frćđi

Kennari kvaddur

Jón S. Guđmundsson tekur viđ verđlaunum Jónasar Hallgrímssonar úr hendi Tómasar Inga Olrich menntamálaráđherra.

Mér ţótti dapurlegt ađ lesa ţađ í Morgunblađinu í morgun ađ Jón S. Guđmundsson, íslenskukennari viđ Menntaskólann í Reykjavík, vćri látinn. Ţrátt fyrir ađ Jón Gúm (líkt og hann var oftast kallađur af nemendum) hefđi aldrei veriđ kennari minn utan 2-3 forfallatíma, fékk ég samt notiđ leiđsagnar hans í nokkrum mćli.

Jón var aldrei sínkur á tíma sinn ţegar kom ađ ţví ađ leggja menntaskólanemum og íslenskunni gott til og ég naut ţeirrar gćfu ađ kynnast honum talsvert vegna útgáfu Skólablađsins, sem ég var nokkuđ viđlođandi í skólatíđ minni. Jón annađist jafnan prófarkalestur blađsins og var meira ađ segja ábyrgđarmađur ţess, en sá vanţakkláti starfi var vitaskuld launalaus.

Ţegar Jón skilađi próförkum af sér var ekki ađeins búiđ ađ leiđrétta villurnar, heldur gaf hann sér tíma til ţess ađ útskýra fyrir okkur ástćđurnar, benda á annađ sem betur mćtti fara og leggja okkur heilt til um stíl. Jón gaf engan afslátt ţegar íslenskan var annars vegar, en ţađ gat veriđ erfitt ađ tjónka viđ óstýriláta og stćriláta unglinga, sem allt ţóttust vita og geta og hikuđu ekki viđ ađ bera fyrir sig tjáningarfrelsi, höfundarrétt og skáldaleyfi til ţess ađ réttlćta vitleysuna! Jón ţekkti til allrar hamingju sitt heimafólk og sagđi okkur til af slíkri hćversku og rósemi ađ ómögulegt var ađ leiđa ábendingar hans hjá sér. Til allrar hamingju fyrir okkur og lesendurna.

Ég áttađi mig ekki á ţví ţá, en auđvitađ var Jón ađ kenna okkur. Ađ ţví bý ég enn ríkulega og hygg ađ svo sé um ađra ţá er nutu hennar. Jón S. Guđmundsson var nefnilega ekki ađeins kennari ađ starfi, heldur af köllun og eđli. Ţađ var ţví vel til fundiđ ţegar ţessum framúrskarandi kennara voru veitt verđlaun Jónasar Hallgrímssonar á íslenskudeginum áriđ 2003, en myndin ađ ofan er tekin viđ ţađ tćkifćri ţegar Tómas Ingi Olrich, menntamálaráđherra, afhenti honum viđurkenninguna. Jón unni íslenskunni af lífi og sál og náđi ađ kveikja sama neista í brjóstum ţúsunda nemenda á hálfrar aldar löngum kennsluferli.

Blessuđ sé minning Jóns S. Guđmundssonar og hafi hann ţökk fyrir ćvistarfiđ.


Hindurvitni og heilbrigđisstéttir

Dr. Kwac's Quick Cancer Cure

Vildi vekja athygli á nýrri fćrslu Péturs Tyrfingssonar á Eyjunni, en sá góđi herra skrifar alltof sjaldan. En hann skrifar alltaf ţannig, ađ tíma manns er vel variđ í lesturinn. Ađ ţessu sinni fćrir hann í tal kerlingarbćkur, kukl og skottulćkningar, sem virđast njóta skjóls eđa afskiptaleysis heilbrigđisstétta. Orđ í tíma töluđ. Ein glefsa:

Viđ höfum öll stjórnarskrárbundinn rétt til ađ vera heimsk og vitlaus og bođa öđrum galskapinn. Aftur á móti er okkur bannađ ţađ ef viđ höfum tekiđ okkur á herđar ábyrgđ lćknis, sálfrćđings, hjúkrunarfrćđings o.s.frv. Almenningur verđur ađ geta treyst ţessum fagstéttum og ţeim er gert ađ byggja störf sín á vísindalegri ţekkingu. 

Nú er ég ţeirrar skođunar ađ fólki eigi ađ vera frjálst ađ leita ţeirra lćkninga, sem ţví sýnist. En međan hér er viđ lýđi einokun miđaldagilda í heilbrigđisiđnađi verđa ţau ađ lúta ströngum skilyrđum. Einokunin er veitt á ţeirri forsendu ađ gildin búi yfir einstakri ţekkingu; fyrir vikiđ fá ţćr ađgang ađ međölum, sem öđrum er bannađur nema ađ ţeirra ráđi, og fćr ţeim í hendur vald um líf og dauđa. Leggi ţćr skottulćkningar af ţessu tagi ađ jöfnu viđ eigin frćđi, ţá er grundvöllur einokunarinnar brostinn.


Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Jan. 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband