Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bækur

Grófir drættir Dóra

Ég fékk í dag áritað eintak af hinni glænýju og glæsilegu skopmyndabók Halldórs Baldurssonar, 2006 í grófum dráttum. Mér er enda málið eilítið skylt, því það var ég sem munstraði hann til þess að teikna fyrir okkur á Blaðinu á sínum tíma. Þessi bók staðfestir enn og aftur hversu góð ákvörðun það var, enda bera myndir hans — með fullri virðingu fyrir öðrum kollegum — einatt af öðru efni Blaðsins.

Auðvitað eru dagarnir misgóðir hjá Dóra eins og öðrum, tilefnin eru misgóð og hann misjafnlega stemmdur eins og gengur. Og menn geta rétt ímyndað sér hvernig þetta úthald er, dag eftir dag, viku eftir viku, já mánuði, ár. En hann heldur það út og ég man ekki eftir einni einustu teikningu hjá honum, sem féll flöt. Hann nær alltaf að sjá spaugilegar mála, jafnvel þó sumar séu kannski fremur grátbroslegar, og það sem meira er: hann hikar ekki við að taka afstöðu ef því er að skipta. Þannig getur hann í örfáum, grófum dráttum lagt fram þarft innlegg í umræðuna, innlegg sem vigtar. Það gerir hann að skopmyndateiknara á heimsmælikvarða.


Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband