Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Fyrir þetta þarf að refsa hart og hratt

ofsaakstur 

Þessi hegðan er svo fullkomlega ábyrgðarlaus að ég trúi ekki öðru en að yfirvöld sækist eftir hörðustu refsingu, himinhárri sekt og helst ævilangri sviptingu ökuréttinda. Farþegann ætti svo að sækja til saka fyrir saknæmt aðgerðaleysi eða samsekt. Það þykir mér samt ekki nóg að gert og vonast til þess að nýtt verði heimild um upptöku ökutækisins. Fyrir svona háskaleik á að refsa harðlega og senda skilaboð um hvernig á slíku verður tekið.

Morgunblaðið talar um að hér hafi tveir „unglingspiltar“ verið á ferð, en getur þess svo að þeir séu um tvítugt. Þá eruþetta fullorðnir menn, lögráða og að líkindum sakhæfir, þó auðvitað megi líkja athæfinu við geðveiki eða alvarlegan greindarskort.

Ég á beinna hagsmuna að gæta. Ein dætra minna er í Austurbæjarskóla og leikur sér þarna í portinu ásamt vinum sínum á hverjum degi. Vestur í Bandaríkjunum er bæði hefð og lagabókstafur fyrir því að taka sérdeilis hart á hvers kyns lögbrotum nálægt barnaskólum. Væri ekki rétt að taka þann sið upp hér?


mbl.is Ofsaakstur á skólalóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband