Færsluflokkur: Vísindi og fræði
9.4.2008 | 11:58
Kennari kvaddur
Mér þótti dapurlegt að lesa það í Morgunblaðinu í morgun að Jón S. Guðmundsson, íslenskukennari við Menntaskólann í Reykjavík, væri látinn. Þrátt fyrir að Jón Gúm (líkt og hann var oftast kallaður af nemendum) hefði aldrei verið kennari minn utan 2-3 forfallatíma, fékk ég samt notið leiðsagnar hans í nokkrum mæli.
Jón var aldrei sínkur á tíma sinn þegar kom að því að leggja menntaskólanemum og íslenskunni gott til og ég naut þeirrar gæfu að kynnast honum talsvert vegna útgáfu Skólablaðsins, sem ég var nokkuð viðloðandi í skólatíð minni. Jón annaðist jafnan prófarkalestur blaðsins og var meira að segja ábyrgðarmaður þess, en sá vanþakkláti starfi var vitaskuld launalaus.
Þegar Jón skilaði próförkum af sér var ekki aðeins búið að leiðrétta villurnar, heldur gaf hann sér tíma til þess að útskýra fyrir okkur ástæðurnar, benda á annað sem betur mætti fara og leggja okkur heilt til um stíl. Jón gaf engan afslátt þegar íslenskan var annars vegar, en það gat verið erfitt að tjónka við óstýriláta og stæriláta unglinga, sem allt þóttust vita og geta og hikuðu ekki við að bera fyrir sig tjáningarfrelsi, höfundarrétt og skáldaleyfi til þess að réttlæta vitleysuna! Jón þekkti til allrar hamingju sitt heimafólk og sagði okkur til af slíkri hæversku og rósemi að ómögulegt var að leiða ábendingar hans hjá sér. Til allrar hamingju fyrir okkur og lesendurna.
Ég áttaði mig ekki á því þá, en auðvitað var Jón að kenna okkur. Að því bý ég enn ríkulega og hygg að svo sé um aðra þá er nutu hennar. Jón S. Guðmundsson var nefnilega ekki aðeins kennari að starfi, heldur af köllun og eðli. Það var því vel til fundið þegar þessum framúrskarandi kennara voru veitt verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á íslenskudeginum árið 2003, en myndin að ofan er tekin við það tækifæri þegar Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra, afhenti honum viðurkenninguna. Jón unni íslenskunni af lífi og sál og náði að kveikja sama neista í brjóstum þúsunda nemenda á hálfrar aldar löngum kennsluferli.
Blessuð sé minning Jóns S. Guðmundssonar og hafi hann þökk fyrir ævistarfið.
Vísindi og fræði | Breytt 10.4.2008 kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.9.2007 | 23:32
Hindurvitni og heilbrigðisstéttir
Vildi vekja athygli á nýrri færslu Péturs Tyrfingssonar á Eyjunni, en sá góði herra skrifar alltof sjaldan. En hann skrifar alltaf þannig, að tíma manns er vel varið í lesturinn. Að þessu sinni færir hann í tal kerlingarbækur, kukl og skottulækningar, sem virðast njóta skjóls eða afskiptaleysis heilbrigðisstétta. Orð í tíma töluð. Ein glefsa:
Við höfum öll stjórnarskrárbundinn rétt til að vera heimsk og vitlaus og boða öðrum galskapinn. Aftur á móti er okkur bannað það ef við höfum tekið okkur á herðar ábyrgð læknis, sálfræðings, hjúkrunarfræðings o.s.frv. Almenningur verður að geta treyst þessum fagstéttum og þeim er gert að byggja störf sín á vísindalegri þekkingu.
Nú er ég þeirrar skoðunar að fólki eigi að vera frjálst að leita þeirra lækninga, sem því sýnist. En meðan hér er við lýði einokun miðaldagilda í heilbrigðisiðnaði verða þau að lúta ströngum skilyrðum. Einokunin er veitt á þeirri forsendu að gildin búi yfir einstakri þekkingu; fyrir vikið fá þær aðgang að meðölum, sem öðrum er bannaður nema að þeirra ráði, og fær þeim í hendur vald um líf og dauða. Leggi þær skottulækningar af þessu tagi að jöfnu við eigin fræði, þá er grundvöllur einokunarinnar brostinn.
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 405948
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar