Leita í fréttum mbl.is

Hið alþýðlega yfirbragð 24 stunda

 

Þegar nafni Blaðsins var breytt í 24 stundir og útlitinu nokkuð breytt var ég ekki alveg viss um tilganginn. En í morgun áttaði maður sig á því að það er verið að reyna að búa til einhvern vísi að götublaði að enskum hætti. Ég hef mínar efasemdir um að íslenskan henti vel í slíka fyrirsagnaorðaleiki og þessi fyrsta tilraun féll nokkuð flöt. Við hverju megum við búast næst? „Bada Bing!“ þegar allt kemst upp í Orkuveituóperunni? „Skamm Skatthiesen!“ þegar skattalækkanirnar láta standa á sér? Eða „Þaulseti Íslands!“ þegar herra Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnir að hann hafi ákveðið að láta undan óbærilegum þrýstingi fólksins í landinu og bjóða sig fram fjórða sinni?

Það má vel vera að þetta sé rétta aðferðin til þess að laska Fréttablaðið, en þá þarf meira til: fleiri skandala, meiri áherslu á íþróttir en menningu og hálfberar stelpur á síðu sex. Ég er ekki viss um að hinn flauelsklæddi femínisti Ólafur Þ. Stephensen sé alveg rétti náunginn í það fremur en orðaleikina. Held að menn eigi að eftirláta The Sun þá dýru list. Og hvar á þetta nýja málgagn alþýðunnar að standa í Evrópumálunum? Með lýðveldinu eða landráðamönnunum?

....................

P.S. Sé auglýsingu á mbl.is fyrir 24 stundir. Þar er spurt: „Hvað ætlar Ómar að gera í dag?“ og fyrir neðan er hið nýja slagorð 24 stunda: „— kemur þér við“. Æi nei, eiginlega ekki. Síðan verð ég nú að segja, að heldur finnst mér það nú kljent hjá dagblaði að geta ekki einu sinni bögglað saman málfræðilega réttu slagorði. „24 stundir — kemur þér við“. Rétt útgáfa, „24 stundir — koma þér við“ er hins vegar ekkert sérlega snjöll. Raunar sérlega flöt. En betri en fyrra slagorð Blaðsins: „— hefur svo margt að segja“. Hins vegar sakna ég kjörorða Blaðsins: „Frjálst, óháð og ókeypis“. Hefur eitthvað af því breyst?


Bloggfærslur 12. október 2007

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband