13.10.2007 | 21:10
Kvartmilljón á mann!
Það rifjaðist upp fyrir mér að í aðdraganda borgarstjórnarkosninga árið 2006 var það eitt kosningaloforða Björns Inga Hrafnssonar, að rétt væri að söluandvirði 45% eignarhluta Reykjavíkur í Landsvirkjun rynnu beint í vasa eigendanna, borgarbúa sjálfra. Um það sagði hann meðal annars í forsíðufrétt, sem ég skrifaði hinn 19. maí 2006:
Það ríkir enginn verulegur ágreiningur um það, að óskynsamlegt sé fyrir Reykjavíkurborg að standa í uppbyggingu tveggja samkeppnisfyrirtækja á orkumarkaði, Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Landsvirkjunar, sagði Björn Ingi aðspurður um hvort hann vildi einkavæða OR. Ég tel að OR eigi áfram að vera í samfélagseigu og að það eigi að efla hana. En við höfum ekkert við 45% óvirkan eignarhlut í Landsvirkjun að gera, fyrirtækis, sem er í samkeppni við OR.
Þetta hlaut víða góðar undirtektir, en ekki meðal samstarfsmanna hans í borgarstjórn. Sjáum til hvort Svandís Svavarsdóttir vill taka það upp í hinni nýju og nútímalegu stefnu, sem henni hefur verið falið að móta. Mér sýnist að hún sé opin fyrir hverju sem er þessa dagana.
Björn Ingi er vanur að klára þau mál, sem hann tekur að sér fyrir umbjóðendur sína. Mér sýnist að hann hafi síður en svo gefist upp á því að losa fast fé úr orkugeiranum. Hann ákvað bara að gefa þá annað.
13.10.2007 | 20:30
…allir saman nú!
Pétur Gunnarsson, ritstjóri Eyjunnar, býsnast yfir því að bent sé á framsóknarmafíuna að störfum. Ýjar nánast að því að mannréttindabroti í því, hvort að framsóknarmenn megi ekki stunda viðskipti eins og annað fólk. En þá er Pétur að missa af punktinum. Hann er sá að framsóknarforkálfum virðist fyrirmunað að stunda viðskipti eins og annað fólk. Það er meinið.
Í bloggfærslu Péturs lætur hann eins og hér ræði bara um einhverja sárasaklausa kjósendur Framsóknarflokksins, sem svo ótrúlega vilji til að hafi viðskiptavit. Ótrúlegt viðskiptavit sýnist manni raunar. Gefum Birni Inga Hrafnssyni orðið um það:
Ég er geysilega ánægður með framboðslistann og bind miklar vonir við allt það góða fólk sem á þar sæti. Margir hafa unnið í þágu Framsóknarflokksins um langt árabil, aðrir eru nýgræðingar í pólitík. Heiðurssæti listans skipa þau Valdimar Kr. Jónsson, prófessor emeritus, Sigrún Sturludóttir húsmóðir, Áslaug Brynjólfsdóttir fv. fræðslustjóri og loks Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi. Þá er formaður kosningastjórnar Helgi S. Guðmundsson framkvæmdastjóri, sem gegnt hefur trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í marga áratugi.
Þetta skrifaði Björn Ingi á blogg sinn hinn 18. mars 2006, undir fyrirsögninni: B-listinn: Nú þurfa allir að standa saman. Manni sýnist að það hafi bara lukkast ágætlega. Þeir standa allir saman enn.
Var það ekki mikilmennið Benjamín Franklín, sem sagði að ef menn stæðu ekki saman myndu þeir áreiðanlega hanga hver í sínu lagi?
Sú samstaða kom Birni Inga svo á óvart að hann felldi tár. Ég get upplýst það að ég grét líka þegar ég fékk fregnir af því. Af hlátri.
..................
Á myndinni að ofan eru flokksforysta Framsóknarflokksins í desember síðastliðnum, séðir með vélauga Sivjar Friðleifsdóttur. Þetta eru Helga Sigrún Harðardóttir, Sigurjón Örn Þórsson, Sigurður Eyþórsson, Rúnar Hreinsson, Jón Sigurðsson, Stefán Bogi Hjálmarsson, Helgi S. Guðmundsson, Guðni Ágústsson og Sæunn Stefánsdóttir. Helgi er þessi með veskið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 13. október 2007
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 406309
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar