Leita í fréttum mbl.is

Hægrimenn sniðgengnir í Silfrinu

Um daginn ákváðu nokkrir femínistar að sniðganga Silfur Egils vegna þess hvernig þeim þótti Egill Helgason velja sér viðmælendur. Þótti þeim hann á einhvern hátt ekki gera sjónarmiðum femínismans nægilega hátt undir höfði og nefndu jafnvel til lagaákvæði um skyldur Ríkisútvarpsins við að gæta hlutleysis og allt það.

Í Silfrinu áðan voru þau Guðfinna S. Bjarnadóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Jón Magnússon, Aðalsteinn Baldurson og Margrét Pála Ólafsdóttir að ræða málefni dagsins. Hvernig stendur á því að ekki var einn einasti viðmælandi þarna, hægra megin við miðju? Kosningaúrslit og skoðanakannanir benda til þess að hægrisinnuð viðhorf njóti nokkurrar útbreiðslu í þjóðfélaginu.

Það er helvíti hart fyrir hægrimann eins og mig að þurfa að þola það í eigin húsum, að finnast Jóni Magnússyni og Margréti Pálu mælast skynsamlegast fyrir um ástand og horfur í stjórnmálum.


Bloggfærslur 2. desember 2007

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband