Leita í fréttum mbl.is

Sagnir

Ég sé í orðrómi Mannlífs, að sá sem þar heldur á penna er nokkuð gramur í garð eiganda Íslandsprents, sem mun hafa í hyggju að gefa út nýtt blað sem keppa á við Söguna alla. Er talað um prentsvart siðleysi í því samhengi og verður ekki annað séð en að blaðamaðurinn sé nokkuð upptekinn af hagsmunum eigenda sinna, jafnótrúlegt og það nú er.

Geta Birtíngsmenn í alvöru verið hissa og hneykslaðir á því að einhverjir aðrir en þeir vogi sér að gefa út tímarit á Íslandi? Mér finnst það bera vott um khutspa í ljósi sögunnar, því eigendur Birtíngs (sem áður hét Fróði) keyptu fyrirtækið eftir að hafa gert einstaklega harða hríð að því, fyrst með tímaritaútgáfu 365 og þegar það gekk ekki með tímaritaútgáfu Fögrudyra. Tímaritaútgáfa 365 helgaðist af því að búa til misvandaðar eftirlíkingar af tímaritum Fróða og það var ekkert sérstaklega farið í felur með það eins og sjá mátti þegar Hér og nú stældi Séð og heyrt. Fögrudyr voru sömuleiðis stofnaðar utan um Ísafold, sem stefnt var gegn Mannlífi (en var óneitanlega engin eftirlíking og þvert á móti mun betra blað), og síðan voru gefin út einhver skammæ blöð, sem var stefnt gegn titlum Fróða/Birtíngs.

Mér þóttu allar þessar eftirlíkingar frekar ömurlegar, aðallega vegna þess að þær áttu sér engan sjálfstæðan tilgang, annan en þann að skaða keppinaut á auglýsingamarkaði. Atlagan mistókst að því leyti að blöð Birtíngs lifðu af en hin ekki, ef Ísafold er undanskilin enda var hún allt annars eðlis. En hún tókst að því leyti að Baugur komst yfir allt saman.

En er eitthvað við slíku að segja? Á maður að bölsótast út í Caleb Badham, sem fyrstur bruggaði Pepsi, fyrir ófrumleika eða láta sér nægja að leggja mat á mjöðinn út frá bragði og verði? Ég hallast að hinu síðarnefnda. Sem félagi í Sögufélagi hlýt ég því að fagna aukinni samkeppni í útgáfu rita um sagnfræðileg málefni um leið og ég skora á lesendur þessara lína að ganga til liðs við Sögufélag, sem gefur út tvö tímarit og alls kyns fræðirit.


Bloggfærslur 26. maí 2007

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband