Leita í fréttum mbl.is

Hvar er Íslandsdeild Amnesty?

Ég bara spyr: Hvar er Íslandsdeild Amnesty? Hér á landi er fjöldi pólitískra fanga og hið opinbera kemst upp með að brjóta alþjóðasáttmála, stefna samskiptum við vinveitt ríki í hættu og vera á mála hjá erlendum stórfyrirtækjum.

Eða svo skilst manni á „frétt“, sem Saving Iceland hefur sent frá sér, en samkvæmt henni eru dauðasveitir Ríkislögreglustjóra og Rio Tinto í óða önn við að smala saman frelsissveitum stóriðjuandstæðinga. Ætli það verði settar upp bráðabirgðafangabúðir á þjóðarleikvanginum? Manni sýnist að Kynþáttaeftirlitið hafi komið að málum með því að mæla út „utlendigar“ þegar önnur ámóta „frétt“ er lesin á vef samtakanna.

Baráttuaðferðir þessa hóps dæma sig auðvitað sjálfar og hugmyndafræðingana, sem að baki standa. En maður skyldi samt ekki vanmeta skaðann, sem slíkir hópar getað valdið. Ekki endilega hér á landi, heldur ekki síður erlendis með svona málflutningi. Allur almenningur mun seint sjá rausið, en svona „fréttir“ eiga aldeilis upp á pallborðið vinstrivillingunum, sem vilja trúa nánast hverju sem er, svo framarlega, sem það styður óra þess um stóru samsærin. Og slíkt getur hratt undið upp á sig með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, eins og menn þekkja af hinum fjölþjóðlega flokki iðjulausra róttæklinga, sem ferðast um heiminn til þess að valda óeirðum í kringum alþjóðlegar efnahagsráðstefnur og ámóta.

Það er eitthvað, sem vert er að hafa áhyggjur af. Ekkert er þessu fólki greinilegar kærar en að gerast píslarvottar. En það vill ekki borga sektir, beinlínis til þess að sitja inni, svo það geti skreytt sig með stolnum fjöðrum og sagst vera „pólitískir fangar“, sem auðvitað gerir lítið úr raunverulegum pólitískum föngum hvarvetna. Það fagnar refsivistinni, svo þá er rétt að spyrja sig hvaða refsing geti mögulega verið við hæfi. Það má víst ekki flengja það á beran bossann á torgum úti, þó slík niðurlæging væri líkast til best til betrunar þeirra fallin. En mér finnst að þá ætti réttvísin að krefjast annarar refsingar, auk fjársekta og varðhalds til vara. Til dæmis brottvísunar útlendinga úr landi og nokkurra ára banns við ferðalögum hingað, Schengen-banns við fólki utan þess og færslu á gátlista Schengen-kerfisins (SIS) fyrir alla. Ætli það væri ekki refsing, sem kæmi við kaunin á kónunum?

Mönnum kann að finnast það harkaleg viðbrögð, en þá ættu þeir að hafa hugfast að þetta eru nákvæmlega sömu aðferðir og notaðar eru gegn fótboltabullum í Evrópu. Hver er munurinn á þeim og Saving Iceland


Bloggfærslur 30. júlí 2007

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband