Leita í fréttum mbl.is

Hindurvitni og heilbrigðisstéttir

Dr. Kwac's Quick Cancer Cure

Vildi vekja athygli á nýrri færslu Péturs Tyrfingssonar á Eyjunni, en sá góði herra skrifar alltof sjaldan. En hann skrifar alltaf þannig, að tíma manns er vel varið í lesturinn. Að þessu sinni færir hann í tal kerlingarbækur, kukl og skottulækningar, sem virðast njóta skjóls eða afskiptaleysis heilbrigðisstétta. Orð í tíma töluð. Ein glefsa:

Við höfum öll stjórnarskrárbundinn rétt til að vera heimsk og vitlaus og boða öðrum galskapinn. Aftur á móti er okkur bannað það ef við höfum tekið okkur á herðar ábyrgð læknis, sálfræðings, hjúkrunarfræðings o.s.frv. Almenningur verður að geta treyst þessum fagstéttum og þeim er gert að byggja störf sín á vísindalegri þekkingu. 

Nú er ég þeirrar skoðunar að fólki eigi að vera frjálst að leita þeirra lækninga, sem því sýnist. En meðan hér er við lýði einokun miðaldagilda í heilbrigðisiðnaði verða þau að lúta ströngum skilyrðum. Einokunin er veitt á þeirri forsendu að gildin búi yfir einstakri þekkingu; fyrir vikið fá þær aðgang að meðölum, sem öðrum er bannaður nema að þeirra ráði, og fær þeim í hendur vald um líf og dauða. Leggi þær skottulækningar af þessu tagi að jöfnu við eigin fræði, þá er grundvöllur einokunarinnar brostinn.


Bloggfærslur 29. september 2007

Höfundur

Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
blaðamaður á Englandi ritar hér fréttir, fróðleik og hugleiðingar, sem ekki rata á prent.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband