10.11.2008 | 13:01
Fornsögur af FL Group
Undanfarin dægur hefur nokkuð borið á fréttum um að Hannes Smárason, þáverandi stjórnarformaður FL Group, hafi mokað þremur milljörðum króna út úr almenningshlutafélaginu til þess að ljá Pálma Haraldssyni í Fons (áður Feng) til þess að kaupa danska lágfargjaldafélagið Sterling. Sem síðan var selt nokkrum sinnum milli Sterling og FL Group við sífellt hærra verði, þó aldrei linnti taprekstrinum og flestum öðrum bæri saman um virði félagsins lækkaði ört.
Ég átta mig þó ekki fullkomlega á því hvers vegna þessi frétt er núna að koma upp á yfirborðið. Sjálfur skrifaði ég þessa frétt í Blaðið hinn 23. september árið 2005. Hún var að vísu því marki brennd að enginn vildi staðfesta hana eða ræða málið undir nafni. Enginn vildi hins vegar neita henni og þrátt fyrir nokkra eftirgrennslan komst ég lítið lengra með fréttina.
Mér þykir því harla merkilegt, að nú þegar þessi frétt er rifjuð upp, skuli í raun engar betri heimildir vera fram komnar fyrir því sem gerðist. Maður skilur mætavel að þátttakendur í þessum barbabrellum skuli ekki vilja opinbera hvað átti sér stað, en það voru fleiri til frásagnar. Þannig voru í stjórninni fulltrúar almennra hluthafa, sem sögðu af sér vegna þessa máls, en þeir sögðu aldrei fullum fetum frá því sem gerðist.
Kannski Agnes Bragadóttir nái því fram nú þegar hún hefur dregið málið fram á ný. Hún kveðst hafa óyggjandi heimildir fyrir fréttinni nú, sem hún hafi ekki haft á sínum tíma, en nefnir þær svo ekki. Fyrir því geta þó verið ýmsar haldbærar ástæður og ástæðulaust að fetta fingur út í það. En hver skyldi þessi skotheldi heimildarmaður vera? Þar hlýtur Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs, að koma sterklega til greina, en hann var meðal æðstu stjórnenda hjá FL Group á þessum tíma og mér var raunar sagt þá, að hann hafi verið virkur þátttakandi í þessum fjármunaflutningum. Þess vegna hafi hann líka verið kvaddur með mikilli rausn, þegar hann lét af störfum hjá félaginu skömmu síðar.
Nú vísar Hannes þessu enn og aftur alfarið á bug. Ég átta mig ekki á því hversu trúverðug sú afneitun er. En í ljósi þeirra orða, sem Inga Jóna Þórðardóttir, fulltrúi almennra hluthafa, lét falla um stjórnarhætti félagsins þegar hún sagði af sér á sínum tíma, þykir mér einsýnt að hún þurfi að stíga fram og greina frá því hvernig málið horfði við henni og nákvæmlega hvað gerðist.
Enn frekar hljóta menn þó að velta fyrir sér hver þáttur Ragnhildar Geirsdóttur, þáverandi forstjóra FL Group var, en hún lét af störfum með einn glæsilegasta starfslokasamning Íslandssögunnar í kjölfar þessara atburða. Sem engir voru ef marka mátti orð hennar á þeim tíma og afneitun Hannesar nú.
Ef eitthvað er hæft í þessu blasir við að þarna var á ferðinni glæpsamlegt athæfi, samsæri stjórnenda og sumra eigenda almenningshlutafélags gegn öðrum hluthöfum. Það kallar á rannsókn.
Eða hvað? Samkvæmt dómum í Baugsmálinu var þarna kannski aðeins um viðskipti að ræða. Já, þau voru margslungin viðskiptin í nýja hagkerfinu.
Það er mikið talað um ábyrgð manna í samfélaginu. Það væri því máske ástæða til þess að velta fyrir sér ábyrgð dómara í Baugsmálinu, sem vildu fremur láta halla á réttvísina en þessa snillinga viðskiptalífsins. Í því samhengi geta menn velt fyrir sér hvernig sakborningar gátu fengið sýknu í afar venjulegu og lágkúrulegu tollsvikamáli vegna innflutnings á bílum, þar sem lögin eru skýr, sægur dómafordæma og réttarframkvæmdin í föstum skorðum um áratugabil.
Ábyrgðin liggur nefnilega víðar en oftast er talað um. Hver er til dæmis ábyrgð Viðars Más Matthíassonar og félaga hans í yfirtökunefnd? Sú nefnd var sett á laggirnar til þess að sýna fram á að markaðurinn gæti sjálfur tekið á ýmsum álitaefnum, sem upp kæmu, en hlutverk nefndarinnar var að leggja mat á það hvenær yfirtökuskylda myndaðist í hlutafélögum þegar einstakir hluthafar eða hluthafahópar væru orðnir svo ráðandi innan félags, að aðrir hluthafar mættu sín einskis.
Það er skemmst frá því að segja að Viðar Már og nefnd hans sá aldrei ástæðu til þess að úrskurða að yfirtökuskylda hefði myndast. Jafnvel ekki þegar 25% hlutafjár í FL Group skipti um hendur, öll stjórnin (nema Hannes) sagði af sér og í hana settust Jón Ásgeir Jóhannesson, Skarphéðinn Berg Steinarsson, Sigurður Bollason og Magnús Ármann. Pálmi Haraldsson var ennfremur ekki langt undan í eigendahópnum. En seisei nei, Viðar Már taldi af og frá að þessir kappar væru að vinna saman, en samanlagt voru þeir með liðlega 60% hlutafjár í félaginu.
Því er við að bæta að nefndin lognaðist út af í sumar, engum harmdauði, enda erindi hennar og trúverðugleiki að engu orðin.
Rúmum mánuði eftir að ég skrifaði fyrrnefnda frétt var boðað til hluthafafundar hjá FL Group. Þar var samþykkt að auka hlutafé félagsins um 2/3, 44 milljarða króna, en það yrði þá samtals um 65 milljarðar króna og um 50 milljarðar þess handbærir til frekari fjárfestinga. Þetta var samþykkt með lófataki og raunar virtust flestir viðstaddra hinir ánægðustu með ástandið. Ekki þó allir, Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, spurði ýmissa óþægilegra spurninga, sem lutu að væntanlegri hlutafjáraukningu, kaupunum á Sterling og þrálátan orðróm um heimildarlausan fjármunaflutning stjórnenda hjá félaginu í sumar sem leið. Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður, varð til svara og svaraði í stuttu máli ekki. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar, kvaddi sér einnig hljóðs, en var ekki jafngagnrýninn og Vilhjálmur. Sagði þó að sér sýndist menn ekki hugsa jafnvel um vörnina og sóknina. Það reyndust orð að sönnu þegar allt heila klabbið brann upp á mettíma. En ætli menn hefðu ekki átt að gefa orðum Vilhjálms meiri gaum.
Ég tók viðtal við Skarphéðinn Berg eftir fundinn og þar hafði hann m.a. þetta að segja við lesendur Blaðsins (spurningar mínar eru feitletraðar):
Vilhjálmur Bjarnason spurði á fundinum út í meinta fjármunaflutninga í heimildarleysi og ég hjó eftir því að þú nefndir að þess sæist ekki stað í sexmánaðauppgjörinu. En var það ekki einmitt málið? Mínar heimildir herma að greiðslan hafi verið látin ganga til baka, einmitt til þess að það kæmi ekki fram í uppgjörinu.
Það er bara rangt. Þegar endurskoðandi skoðar bókhald og fjárreiður félags skoðar hann það ekki á tilteknum tímapunkti, heldur lítur á tiltekið tímabil. Ef það hafa átt sér stað svona greiðslur, sem ég veit raunar ekkert um annað en það sem ég hef séð í fjölmiðlum, á það að koma fram við endurskoðun á reikningum.
En er það ekki mikilvægt fyrir almenningshlutafélag eins og FL Group að þegar slíkur kvittur kemst á kreik hvort sem hann er réttur eða rangur að eyða öllum vafa sem fyrst?
Jújú, enda hef ég sagt að endurskoðun á bókhaldi og fjárreiðum félagsins vegna þessa árs hefst á næstu dögum. Þá verður vafalaust kannað hvort eitthvað er til í þessum sögum.
Var skoðað sérstaklega af stjórninni hvort einstakir stjórnendur FL Group hafi komið að kaupum Fons á Sterling á sínum tíma?
Mér dettur ekki í hug að svo sé. Það er ekkert kannað á hverjum morgni, sem menn mæta í vinnuna, hvort þeir hafi eitthvað á prjónunum en að sinna þeim verkefnum, sem þeim eru falin. Ég veit ekki til þess að það sé nokkurt tilefni til þess að vera með slíkar getgátur. Það er ekkert í starfsemi félagsins, sem mér er kunnugt um, sem bendir til þess að hlutirnir séu með öðrum hætti en þeir eiga að vera.
Það mætti kannski spyrja Skarpa aftur núna? Eða ættu þar til bær yfirvöld e.t.v. loksins að skoða málið? Það væri gustuk, þó ekki væri nema til þess að fá á hreint afstöðu dómstóla til viðskipta af þessu tagi.
![]() |
Hannes vísar ásökunum á bug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 10. nóvember 2008
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Góðar slóðir
-
Egill Helgason
Ugluspegill -
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Doktorinn -
Eyþór Arnalds
Eitt og annað -
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Þegar stórt er spurt -
Sveinn Valgeirsson
Síra Svenni -
Stefán Einar Stefánsson
Innblásin orð -
Gísli Freyr Valdórsson
Varnarjaxlinn -
Snorri Bergsson
Vandræðaskáld -
Hjörtur J. Guðmundsson
Á hægri sveiflu -
Bjarni Harðarson
Sunnlendingagoðinn -
Páll Vilhjálmsson
Tilfallandi Palli -
politik.hexia.net
Safnþró samdrykkunnar -
Sigmar Guðmundsson
Vasaljósið -
Friðjón R. Friðjónsson
Frá greiningardeild -
Björn Ingi Hrafnsson
Varaborgarstjórinn -
Björn Bjarnason
Bloggfaðirinn -
Össur Skarphéðinsson
Viska úr Vopnalág -
Pétur Gunnarsson
Hux -
Birgir Ármannsson
Úr forsetastóli
Bækur
Á náttborðinu
-
: Infidel (ISBN: 0743289684)
-
: The Singularity Is Near (ISBN: 0670033847)
-
: The Force of Reason (ISBN: 0847827534)
-
: The Origins of Virtue (ISBN: 0140264450)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 406302
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar